Fréttablaðið - 06.03.2021, Side 72

Fréttablaðið - 06.03.2021, Side 72
DýriðVísan „Þetta er nú skrýtin mynd,“ sagði Konráð. „Ekki hélt ég að svín gætu synt.“ Lísaloppa virti fyrir sér myndina íbyggin. „En kannski er þetta ekki mynd af svíni,“ sagði hún loks. „Ekki mynd af svíni?“ Konráð var forviða. „Auðvitað er þetta mynd af svíni, sérðu það ekki?“ „Þetta gæti verið felumynd,“ sagði Lísaloppa. „Kannski á maður að geta séð út úr myndinni eitthvert annað dýr sem getur synt.“ Konráð rýndi í myndina. „Já, þú meinar það,“ hann grandskoðaði myndina. Getur þú séð út úr myndinni eitthvert annað dýr en svín? Konráð á ferð og ugi og félagar 444 Hvaða dýr skyldi það nú vera? ? ? ? Lausn á gátunni Ef þú snýrð myndinni á hvolf getur þú séð hákarl? Dagur Hafnfjörð Óskarsson er níu ára gamall Hafnfirðingur. Hann svaraði ljúf lega nokkrum spurn- ingum. Hefur þú fundið fyrir jarðskjálft- unum síðustu daga? Já, mörgum. Hvernig hefur þér liðið þegar þeir hafa gengið yfir? Mér brá í fyrstu skjálftunum en núna er ég búinn að venjast þeim. En í hvaða skóla ertu og hver er uppáhalds námsgreinin þín þar? Ég er í Engidalsskóla í Hafnarfirði og heimilisfræðin er í mestu uppá- haldi af því mér finnst svo gaman að baka. Hefur þú einhvern tíma siglt á bát eða stóru skipi? Já, ég fór til Vestmannaeyja og fór þá í Herjólfi. Það var gaman en svolítið mikið af öldum. Svo sigldi ég líka í minni bát einu sinni á sjómannadeginum. Hver er besti leikfélaginn þinn? Þeir eru tveir, Tandri frændi minn og pabbi. Hvernig leikið þið ykkur oftast? Ég fer í sund og í körfubolta með Tandra. Ég gisti líka oft hjá honum. Þá horfum við á bíómynd og förum í Playstation. Við pabbi förum oft í handbolta, að senda á milli og svo- leiðis. Hvað f innst þér langbest að borða? Pítsu og hakk og spagettí. Eigið þið gæludýr á heimilinu? Nei, en mig langar mjög mikið að eiga hvolp. En eru einhver dýr í heiminum í uppáhaldi? Já, hundar af því þeir eru skemmtilegir. Hver eru helstu áhugamálin þín núna? Körfubolti, handbolti, tölvu- leikir og að fara í sund. En hvað finnst þér skemmtilegast að horfa á í sjónvarpinu? Þættina Tímaflakk og svo alls konar hasar- myndir. Hlustar þú á tónlist? Já, já. Uppá- haldslögin mín núna eru Our House með Crosby, Stills, Nash & Young og Daydream Beliver með The Mon- kees. Það er aldeilis. En áttu þér uppá- halds tónlistarmann eða -konu? Bítlarnir eru uppáhaldshljóm- sveitin mín. Til hvaða lands í heiminum langar þig mest að ferðast? Til Bandaríkj- anna. Helst til Hollywood og hitta FaZe Rug sem ég fylgist með á You- Tube. Hvað langar þig svo helst að verða þegar þú verður stór? Atvinnu körfuboltamaður eða lögreglu- maður. Brá í fyrstu skjálftunum Körfubolti er eitt af áhugamálunum hjá Degi Hafnfjörð. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Þó kettir teljist til lítilla rándýra eru margir þeirra mjög vinsæl gæludýr – þá eru þeir oft kall- aðir kisi eða kisa, eftir því um hvort kynið er að ræða. Kvendýr kattarins nefnist læða og karl- dýrið fress eða högni. Þegar læðan verður kettlingafull gengur hún með í rúma tvo mánuði og eignast yfirleitt þrjá til fimm kettlinga. Til eru nokkrar tegundir heimil- iskatta, til dæmis síamskettir og norskir skógarkettir. Ein tegund katta er hár- laus, hún kallast Sphynx- köttur. Kettir verða venjulega fjögur til fimm kíló að þyngd. Til eru teg- undir katta sem verða mjög stórar. Ein sú stærsta heitir Maine Coon sem getur orðið ellefu kíló að þyngd. Árið 2010 var köttur af þeirri tegund talinn stærsti köttur í heimi af Guinness, sá var einn metri og tuttugu og þrír sentímetrar að lengd, að skottinu meðtöldu. Maine Coon kettir geta vaxið þar til þeir verða fjögurra ára. Af því kettir eru rándýr þá er heyrn þeirra yfirleitt mjög góð. Það er til að þeir geti heyrt í músum og öðrum dýrum sem þeir vilja veiða. Svo eru þeir með mun betra lyktarskyn en við mann- fólkið. Þeir sjá auk þess mjög vel í myrkri en þeir sjá ekki liti eins vel og við. Kettir geta lifað lengi en oft verða þeir tíu til fimmtán ára gamlir. Köttur Kisubörnin kúrðu ein köld og hrædd í snjónum, ekkert ból né björg var nein, bylurinn þaut í naktri grein. Þeim var svo ósköp, skelfing kalt á klónum. Blessuð kisubörnin smá björguðust úr snjónum. Ég er mamma og ykkur á, ef aldrei mér þið hlaupið frá. Þá verður ykkur aldrei kalt á klónum. Úr bókinni Kisubörnin kátu þýð. Guðjón Guðjónsson Kisubörnin VIÐ PABBI FÖRUM OFT Í HANDBOLTA, AÐ SENDA Á MILLI OG SVOLEIÐIS. Mjá, mjá, mjá, segir þessi kisa, og ætlast til að mannfólkið skilji hvað hún er að meina. 6 . M A R S 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R40 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð KRAKKAR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.