Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.03.2021, Qupperneq 76

Fréttablaðið - 06.03.2021, Qupperneq 76
ÞAR ERU MARGAR MAGNAÐAR MYNDIR ALLT FRÁ EINSTAKLINGS­ PORTRETTUM UPP Í STÓRVIЭ BURÐI Í ÍSLANDSSÖGUNNI, EINS OG HERNÁM BRETA 1940 OG LÝÐVELDISSTOFNUNIN 1944.Hið þögla, en göfuga mál, er yfirskrift 40 ára afmælissýn-ingar Ljósmynda-safns Reykjavíkur sem verður opnuð í dag, laugardaginn 6. mars. Þar eru sýnd verk eftir Sigurhans Vignir (1894-1975) sem starfaði sem ljós- myndari frá 1917 til 1965, lengst af í Reykjavík. Hann skildi eftir sig verðmætt filmusafn sem varðveitt er á Ljósmyndasafni Reykjavíkur í Borgarsögusafni. Í því eru ríf lega 40 þúsund myndir, f lestar teknar á árunum 1940-1965. Sýningargerð önnuðust: Gísli Helgason, Sigríður Kristín Birnudóttir, Kristín Hauks- dóttir, Helga Maureen Gylfadóttir og Sigrún Kristjánsdóttir. Vignir notaði nafnið Vignir og þess má geta að nafnið er ekki fall- beygt. Um Vignir segir Gísli: „Vignir var bóndasonur úr Laxárdal, einn af níu systkinum. Hann fór suður til Reykjavíkur um 1917 til að læra ljós- myndun. Sneri síðan aftur í sveitina í nokkur ár, opnaði ljósmyndastofu á Stykkishólmi en fluttist til Reykja- víkur 1926 og opnaði ljósmynda- stofu með Óskari Gíslasyni. Hann opnaði síðan sína eigin ljósmynda- stofu í Reykjavík árið 1929.“ Alls kyns verkefni Ragnar Vignir, sonur Vignir, færði Ljósmy nd a sa f ni Reyk jav ík u r filmusafn föður síns árið 2006. „Þetta filmusafn, 40.000 myndir, er frá árunum 1940-1966. Safn hans fyrir þann tíma er að stórum hluta glatað, fyrir utan tímabilið sem hann vann með Óskari Gíslasyni, en það safn er einnig varðveitt hér á safninu,“ segir Gísli. „Og óhætt Þetta eru algjörlega magnaðar heimildir Á afmælissýningu Ljósmyndasafns Reykjavíkur eru myndir eftir ljósmyndarann Vignir sem skildi eftir sig verðmætt filmusafn. Myndefnið er afar fjölbreytt. Myndvarpssýning þar sem fjallað er um myndir. Mynd eftir Vignir af skautahlaupi á Tjörninni um 1950. Verkamenn við vinnu í Malbikunarstöð Reykjavíkur. Vignir. Myndin er tekin árið 1955. MYND/LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR er að segja að myndefnið sé afar fjölbreytt, enda virðist Vignir hafa tekið að sér öll verkefni sem voru í boði; tók portrettmyndir af fólki, myndaði brúðkaup, skírnir, afmæli einstaklinga og fyrirtækja. Þá myndaði Vignir mikið fyrir Reykja- víkurborg, ýmsar framkvæmdir, fyrirtæki í borginni og skólastarf. Þetta eru algjörlega magnaðar heimildir,“ bætir Gísli við. Magnaðar myndir Að sögn Gísla má skipta sýning- unni í fjóra hluta: „Stærsti hluti salarins fer undir ríf lega 100 nýjar stækkanir sem ljósmyndarinn okkar, Sigríður Kristín, prentaði út. Þar eru margar magnaðar myndir allt frá einstaklingsportrettum upp í stórviðburði í Íslandssög- unni, eins og hernám Breta 1940 og lýðveldisstofnunin 1944. Þá fá atvinnulífsmyndir einnig gott pláss á sýningunni. Síðan verðum við með rými sem er helgað orginal ljósmyndum eftir Vignir, meðal annars má þar sjá handlitaðar myndir og portrett, að meginhluta eldra efni en nýju stækkanirnar. Í myrkvuðum Kubbnum verður svo myndvarpssýning þar sem við fjöllun nánar um nokkrar myndir eða myndasyrpur. Þar verður meðal annars fjallað í stuttu máli um braggahverfi í Reykjavík, Tív- olí, innréttingar, gæsluvelli, hand- litaðar myndir og f leira. Síðan var Vignir leikhúsljós- myndari til margra ára og mynd- aði meðal annars fyrir Leikfélag Reykjavíkur og Þjóðleikhúsið. Myndir sem meðal annars voru notaðar í sýningaskrár og birtust sem kynningarmyndir í dagblöð- um. Þeim hluta ferilsins gerum við skil með því að láta um 400 leik- húsmyndir rúlla á f latskjá.“ Sý ning in í Ljósmy ndasaf ni Reykjavíkur í Tryggvagötu er opin alla daga og stendur til og með 19. september á þessu ári. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is Gísli Helgason er í hópi þeirra sem sáu um sýningargerð en sýningin stendur fram í september. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR www.borgarsogusafn.is Sjó min jas afn ið í Re ykj aví k frá bæ rum Lan dná ms sýn ing in safnE itt Árb æja rsa fn Ljó sm ynd asa fn R eyk jav íku r á fi mm Við ey stö ðu m 6 . M A R S 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R44 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.