Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.03.2021, Qupperneq 82

Fréttablaðið - 06.03.2021, Qupperneq 82
 LYKTIN ER NÁTTÚRLEGA ÞAÐ FYRSTA SEM GRÆN- INGJAR SEM ERU MEÐ VIÐ KRUFNINGU BREGÐAST VIÐ. Réttarlæknirinn Pétur Guðmann Guðmanns­son lendir reglulega í því að rithöfundar og aðrir sem fást við skapandi sk rif um morð og aðra glæpi leita til hans með spurningar um réttarmeina­ fræðileg atriði. Samt er lítill skortur á alls kyns dellu og rangfærslum í glæpaskáldskap sem fara stundum í hans fínustu fræðataugar. „Jú, það gerir það svolítið. Ég held að ég myndi líklega gera meira af því að horfa á þannig efni ef það væri aðeins meira sannfærandi varð­ andi réttarlæknisfræðilega þáttinn. Maður er alltaf, aftur og aftur, að sjá sömu villurnar sem virðast lifa góðu lífi bæði í svona þáttum og líka í bókum,“ segir Pétur Guðmann sem ætlar að reyna að leiðrétta eitthvað af þessu með sérstöku og vægast sagt öðruvísi námskeiði, Réttar­ læknisfræði fyrir rithöfunda, hjá Endurmenntun HÍ í næsta mánuði. Hvernig er lyktin? „Þar sem ég var að vinna í Svíþjóð komu reglulega fyrirspurnir til okkar frá fólki sem var að skrifa og þetta hefur haldið áfram hjá mér eftir að ég kom hingað,“ segir Pétur sem krufði um 190 lík vegna óútskýrðra dauðsfalla hér á landi í fyrra og hefur komið að fjölmörgum morðrannsóknum. Hann segir fyrirspurnir höfund­ anna oft bera með sér að þeir geti verið mjög skapandi. „Þetta getur snúist um lík sem á að vera búið að vera á tilteknum stað við einhverjar mjög furðulegar aðstæður í sautján ár eða eitthvað slíkt. Þau vilja þá kannski fá að vita hvernig líkið myndi líta út. Hvernig lyktin er og hvort það myndi sjást í beinin og eitthvað svoleiðis. Þetta eru alls k o n a r o g m j ö g oft sértækar spurningar þannig að ég sá það strax að það hlyti eiginlega að vera til vettvangur þar sem væri bara hægt að fá þetta fólk saman til þess að setja allavegana almenna rammann utan um þetta,“ segir Pétur um námskeiðið sem er ætlað þeim sem vilja geta fjallað á raun­ hæfan hátt um dauða, lík og réttar­ læknisfræðilega rannsókn dauðs­ falls. „Já, þetta er svolítið spennandi. Ég kvitta alveg undir það,“ segir Pétur þegar blaðamaður getur ekki leynt áhuga sínum og veltir því upp að sjálfsagt muni fleiri en rithöfundar vilja fá nasaþef af nályktinni hjá réttarlækninum þótt námskeiðs­ lýsingin vari við því að máli sínu til stuðnings muni Pétur sýna myndir af áverkum og látnu fólki sem geti vakið óhug. Nályktarstemning „Já, já, svo sannarlega og hún er mjög margbrotin sko,“ svarar Pétur umhugsunarlaust þegar hann er spurður hvort það sé hægt að lýsa nálykt með orðum. „Lyktin er nátt­ úrlega það fyrsta sem græningjar sem eru með við krufningu bregðast við. Þetta er kannski lykt sem maður er löngu hættur að finna sjálfur þannig að það getur verið svolítið áhugavert að upplifa það með þeim. Þá koma fram alls konar lýsingarorð og maður gerir sér grein fyrir því að er eitthvert munstur í þessu og það fer eftir tilfellum hvaða lykt ríkir, hvenær hún kemur og af hvaða líf­ færi. Síðan tengist þetta allt áferð, lifn­ aði og rotnun. Ég held það sé sko mjög mikið að hafa þarna fyrir orða­ perra. Svona stemningslýsingar,“ segir Pétur um þennan óplægða en illa þefjandi akur glæpaskáld­ skaparins. Kyrking og eitur Pétur skýrir á námskeiðinu frá helst u v iðfa ngs­ efnum réttar­ meinafræðinnar og hlutverki rétt­ arlækna í rannsókn dauðsfalla og manndrápa. Þá verður rætt um dauðann frá sjónarhóli læknis­ fræðinnar og það hvernig lík eru rannsökuð, hvernig þau koma fyrir og hvaða breytingar verða á líkam­ anum eftir dauðann. Hugtök áverkafræði verða kynnt sem og túlkun á tilurð áverka og fáeinar mýtur og furður varðandi dauðann verða tíundaðar og rannsóknaraðferð réttar­ læknisins, krufningin, útskýrð í helstu atriðum. Þá ætlar Pétur að kynna valdar dánarorsakir eins og til dæmis eitrun og kyrkingu. Eitrun? „Já, hví ekki?“ spyr Pétur á móti og segir að vissulega sé litið svo á að eitur sé ekki notað til morða og eitrun oft tengd slysum eða sjálfsvígum. Þá bendir Pétur á að það sé svo margt sem geti valdið eitrun og að alls konar einföld módel spretti upp í því sambandi en í réttarmeinafræðunum er ekki gengið að neinu sem gefnu. Skekkjumörk dauðans „Til dæmis komst orðið „dauða­ skammtur“ í umferð um daginn. Eins og það sé þannig að ef þú tekur þetta margar töflur af þessu þá deyrðu. Ef þú tekur einni töflu færri þá á að vera allt í lagi og eitt­ hvað svoleiðis. Þessi vísindavinkill er aldrei svona og er alltaf miklu meira f ljótandi og það eru alltaf þessi skekkjumörk sem maður vill kannski aðeins miðla áfram. Svo er náttúrlega líka mögu­ leikinn á því að eitrun sé beitt sem manndrápsaðferð og það er eitt­ hvað sem maður þarf alltaf að hafa í huga,“ segir Pétur og bætir við að þá þurfi að huga að því hversu auðvelt getur verið að dylja eitrun, hversu ofboðslega margar gerðir eiturs eru til og annað í þeim dúr. „Hvað kyrkinguna varðar þá er það náttúrlega bara algeng mann­ drápsaðferð í okkar heimshluta og líka frekar misskilin af bæði fag­ fólki og leikmönnum; hvernig þetta er, hvernig þetta fer fram og hvaða ummerki eru til staðar. Um leið er þetta afskaplega áhugavert fyrir­ bæri og sniðugt að rýna í það.“ Venjulegt fólk Réttarmeinafræðingar eru sjálfir algeng klisja í glæpaskáldskap þar sem staðalmyndin af innhverfum sér vitringum með kolsvartan húmor er gegnumgangandi. Eruð þið öll eitthvað skrítin? „Nei, ég held að þetta sé mjög fínn hópur. Þessi litla stétt,“ segir Pétur Guðmann og hlær. „Þetta er mjög Nálykt má vel lýsa með orðum Hvernig rotna lík? Þessari spurningu og öðrum álíka ætlar réttarlæknirinn Pétur Guðmann Guðmannsson að svara á nám- skeiði fyrir þá sem fást við dauðann í skáld- skap enda orðinn mátulega leiður á alls kyns bábiljum um fag sitt í glæpasögum. Pétur Guðmann hyggst gera út um algengan misskilning um dauða og rétt- arlæknisfræði á námskeiðinu Réttarlæknis- fræði fyrir rithöfunda hjá Endurmenntun HÍ. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI Banvænar árásir Pétur Guðmann Guðmannsson er réttarlæknir sem starfað hefur við fagið í níu ár, fyrst í Sví- þjóð og síðar á Íslandi. Hann hefur komið að fjöldamörgum rannsóknum á manndrápum og ofbeldis- verkum. Hann hefur sérstak- lega rannsakað áverka á hálsi og banvænar árásir dýra. Pétur kennir réttarlæknisfræði og hjartameinafræði við lækna- deild Háskóla Íslands. Allar frekari upplýsingar um námskeiðið Réttarlæknisfræði fyrir rithöfunda eru á Endur- menntun.is. mismunandi fólk og ég get bara í fullri hreinskilni ekki sagt að það hafi einhvern samnefnara og langt í frá því að það sé skrýtið fólk eða eitthvað öðruvísi en aðrir. Alls ekki. Meira að segja enn þann dag í dag þegar ég kynnist nýju fólki í stéttinni þá furða ég mig á því hvað þetta er eðlilegt fólk,“ heldur hann áfram og telur kollega sína almennt vera eðlilega, úthverfa og aðlaðandi. „Þannig að þessi steríótýpa, sem ég finn á sjálfum mér að er einhvern veginn föst, er alls ekki sönn.“ Teygjanleg dauðastund Dauðinn kemur í ýmsum myndum og í flestum tilfellum er flóknara að deyja en aðeins að geispa golunni og Pétur Guðmann segir aðspurður að tal um að deyja samstundis eigi sjaldnast við. „Það er hægt að flokka þetta svo­ lítið. Það er alveg hægt að tala um svona augnabliksdauða en það á þá kannski við ef þú deyrð þegar þú stendur við hliðina á kjarnorku­ sprengju þegar hún springur eða dettur ofan í heitt hraun í eldfjalli og eitthvað þannig lagað. Annars er þetta bara skali og suma tekur tvo, þrjá daga að deyja hægt og hægt en það er þá kannski meira eins og fólk sem er í líknandi meðferð með mjög mikinn lyfja­ stuðning. Þetta er allt þar á milli og þarna eru mörg samspilandi kerfi þannig að það er yfirleitt ekki neitt prakt­ ískt að tala um dauðastundina, dauðaaugnablikið. Ef ég er spurður um dánarsekúnduna reyni ég yfir­ leitt alltaf að tala frekar um dauða­ ferlið. Hvenær það er að hefjast og hvernig það fer fram. Enda erum við að reyna að lesa í það til þess að fatta hvað gerðist og sjálft dánarferlið skilur eftir sig spor í líkinu.“ Þórarinn Þórarinsson thorarinn@frettabladid.is 6 . M A R S 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R50 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.