Fréttablaðið - 06.03.2021, Side 84

Fréttablaðið - 06.03.2021, Side 84
Lífið í vikunni 28.02.21- 06.03.21 ÉG HEF MJÖG GAMAN AF ALLS KONAR TÓNLIST EN ÉG ER KANNSKI EKKI Í ÖLLU OG ER EKKI AÐ FARA AÐ GEFA ÚT EINHVERJA SÍTAR-PLÖTU. AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@torg.is, ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Auður Húnfjörð audur@frettabladid.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@frettabladid.is , Reynir Elís Þorvaldsson reynir@frettabladid.is, Örn Geirsson orn@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5078: Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, TÍMAMÓTA- OG ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is Kári Egilsson heldur st údent sprófstón-leika sína frá rytm-ískri deild Mennta-skóla í tónlist (MÍT) á sunnudaginn. Efnis- skráin samanstendur af verkum sem Kári samdi sérstaklega fyrir tónleikana auk nokkurra þekktra djasslaga. „Þetta er bara spennandi. Ég verð þarna í rauninni með þremur af bestu hljóðfæraleikurum bransans þannig að þetta verður gaman,“ segir píanóleikarinn ungi, spenntur fyrir því að f lytja eigin verk með fulltingi Andra Ólafssonar á kontra- og rafbassa, Matthíasar Hemstock á trommur og Jóels Pálssonar á saxó- fón. Klassískt samhengi Kári er einnig að útskrifast af klass- ískri braut MÍT og heldur klassíska einleikstónleika í maí þar sem tón- list hans mun einnig hljóma. „Þá ætla ég að taka eitt frumsamið verk en síðan eru þetta að mestu leyti bara Beethoven, Ravel og Liszt og svona,“ segir Kári og nefnir Ravel sérstaklega þegar hann er spurður hvort einhver eldri meistaranna sé í sérstöku uppáhaldi. „Hljómarnir og harmónían frá honum hafa svo áhrif á djassinn seinna,“ segir Kári og bætir við að í tónlistinni hangi þetta allt saman. Stendur þá kannski djassinn næst hjartanu? „Nei, nei, ég hef gaman af öllu. Ég hef verið í klassískri tónlist síðan ég var sjö ára og hef samið tónlist af alls konar tegundum mjög lengi. Ég hef ekki mjög gaman af því að tak- marka mig,“ segir Kári, sem veit þó hvar hann dregur línuna. „Ég hef mjög gaman af alls konar tónlist en ég er kannski ekki í öllu og er ekki að fara að gefa út einhverja sítar-plötu,“ segir hann og hlær. „Ég fer ekki út í það en hef gaman af því að vera opinn.“ Klár í plötuútgáfu „Hann semur gríðarlega mikið af tónlist í ýmsum stílum,“ segir Egill Helgason, faðir Kára, og lætur fljóta með að hann stefni á að koma djass- plötu út á þessu ári. Jafnvel popp- plötu líka. „Við ætlum að reyna að taka eitt- hvað upp. Það er ekki komið neitt fast en ég ætla að stefna að því,“ segir tónskáldið fjölhæfa, sem ætlar sér greinilega að gefa út plötu fyrr en síðar þótt sítarinn liggi óbættur hjá garði. Þótt Kári lifi og hrærist í heimi tónlistarinnar gefur hann sér tíma í ýmislegt annað en að semja og spila á píanóið. „Það er gaman að vera með fjölskyldunni sinni,“ segir hann. Áhugamálin eru síðan ekki síður fjölbreytt en tónlistarstefn- urnar sem hann stúderar og þar má til dæmis nefna skák, bandaríska forseta og varaforseta og Simpson- fjölskylduna. Ólíkir klassíkerar „Ég er samt mest í tónlistinni og hún er kannski eina áhugamálið sem ég tek alvarlega og það eina sem ég legg mikinn metnað í,“ segir Kári, en staðfestir að hann hafi lengi verið hrifinn af The Simpsons og stelist enn í þátt og þátt. „Já, ég er mikið í Simpsons þótt ég horfi nú ekki alltaf á þá en ég horfði mikið sem barn. Þeir hafa dalað ansi mikið og eru ekki jafn góðir þótt þeir séu ekkert ömurlegir,“ segir Kári um sjónvarpsþættina sem enn sér ekki fyrir endann á þótt þeir hafi gengið áratugum saman. „Þannig að þegar ég horfi þá eru það frekar sígildu seríurnar,“ segir Kári og er í takti við aðra einlæga aðdáendur sem telja árganga fjögur til níu til gullaldarinnar. „Þetta nær kannski upp í tíu en þeir eru góðir þessir sígildu,“ segir Kári sem þekkir sína klassík og hvað það er sem gerir hana sígilda. „Það er sígildið. Hómer og Ravel,“ segir tónlistarmaðurinn ungi og hlær. Tónleikarnir fara fram í Hátíðar- sal FÍH, Rauðagerði 27, á sunnudag- inn klukkan 16. Áhorfendur eru vel- komnir þar sem í núverandi ástandi er nokkur gestafjöldi leyfður en einnig verður streymt frá tónleik- unum á YouTube. toti@frettabladid.is Kári í klassísku stuði með Ravel og Hómer Kári Egilsson er opinn fyrir allri tónlist og ólíkum klassíkerum eins og Hómer Simpson og Ravel sem hann tengir við djassinn, sem mun duna ásamt frumsömdu efni á stúdentsprófstónleikum hans. Tónlistin er eina áhugamálið sem Kári tekur alvarlega. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SELDI UPP Í SUNDI Stuttskífa Gunnars Jónssonar Collider, MOA074, kom út í síðustu viku og vínylútgáfan seldist nánast upp samstundis. „Ég skellti mér í sund og það allt var uppselt þegar ég kom til baka. Ég get verið lengi í sundi en þetta var með ólíkindum,“ segir hann. ÓLÉTT Í HETJULEIT Sjónvarps­ konan Viktoría Hermanns­ dóttir biður almenning um ábendingar um hvunndags­ hetjur fyrir nýjan sjónvarpsþátt hvunndagshetja@ ruv.is. Tíminn er naumur því hún á von á barni og vill hitta sem flesta áður. „Þetta er engin sérstök týpa. Bara einhver sem fólki finnst hafa lagt sitt af mörkum til að bæta samfélagið.“ BÚÁLFAR FYRIR NORÐAN Árni Beinteinn Árnason og Þórdís Þorfinnsdóttir fara með aðalhlut­ verkin í uppsetningu Leikfélags Akureyrar á Benedikt búálfi. Þau voru saman í bekk í leiklistardeild Listaháskóla Íslands og eru sam­ mála um að magnað teymi standi að baki uppsetningunni. GOTT BÍÓ Danska bíó­ myndin Retfærdig­ hedens ryt­ tere, Riddarar réttlætisins, er tragískur en drepfyndinn of­ beldisfarsi með Mads Mikkelsen fremstan meðal jafningja. Myndin fékk fimm stjörnur í Fréttablaðinu og hlýtur að teljast með því allra besta sem er í boði í reykvískum kvikmyndahúsum sem hrista nú af sér COVID­doðann. ER FERMING? ÆTLAR ÞÚ AÐ KOMA FERMINGARBARNI Á ÓVART? Holtagörðum, Reykjavík Smáratorgi, Kópavogi Dalsbraut 1, Akureyri Skeiði 1, Ísafirði 20% FERMINGAR AFSLÆTTI ALLAR SÆNGUR, ALLIR KODDAR OG ÖLL RÚMFÖT MEÐ GLÆSILEG VIÐBÓTARGJÖF TIL FERMINGARBARNSINS Nú er 20% afsláttur af heilsurúmum frá Sealy. Auk þess fylgir nú veglegur kaupauki — Aspen fjallahjól — að verðmæti 59.000 krónur* þegar keypt er PORTLAND eða SEATTLE rúm (dýna og Classic botn) í stærðunum 120 eða 140 cm. Fylgir Sealy Portland og Seattle í stærðunum 120 og 140 x 200 cm á meðan birgðir endast VERÐDÆMI: 120 x 200 cm m/Classic botni – Fullt verð: 145.900 kr. Fermingartilboð aðeins 116.720 kr. með Aspen fjallahjóli Sealy SEATTLE FERMINGARTILBOÐ * á meðan birgðir endast – athugið skilaskilmála. 6 . M A R S 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R52 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.