Studia Islandica - 01.06.1986, Blaðsíða 21
19
þeim. Húsbóndi og hjú voru tveir viðskiftamenn, þar sem annar skipaði, en
hinn hlýddi, og ekkert meira. [--] Að vísu gat samlífið oft verið glaðlegt
og innilegt, en aldrei nema að vissum takmörkum. Og þau hjú, sem gerðu
sér alt of dælt við húsbændur sína, voru blátt áfram illa liðin.8
Landsmenn skiptust gróflega í tvær meginstéttir: emb-
ættismenn, klerka og efnabændur annars vegar og vinn-
andi alþýðu hins vegar. í einstökum sveitum var valdmiðj-
an iðulega tvískipt á milli hreppstjóra / efnabónda og
prests; frá þeim og út í mannfélagsjaðarinn dreifðust síðan
fátæklingar, örbirgingar og úrkast. í þessu samfélagi laut
allt háttalag fólks ströngum reglum, ekki síst ástalífið.
Makaval þjónaði félagslegum tilgangi og var lengstum á
valdi foreldra. Það var stéttbundið og laut efnahagslegum
boðum og bönnum enda var hjónabandið tæki til að við-
halda status quo í stéttakerfinu. Kynferðið var með öðrum
orðum vara, eða öllu heldur hagstjórnartæki. Slíkt var á-
standið fram eftir allri 19du öld en á seinustu áratugum
hennar urðu umtalsverðar breytingar að þessu leyti í sam-
ræmi við aðra samfélagsþróun. Má um það vitna til skálds-
ins Guðmundar Friðjónssonar, sem skrifaði árið 1906 eftir-
farandi orð:
Heimasæturnar heiðra mæður sínar í klæðaburði - eða er ekki svo, þegar
þær auka endurborna fegurð „gömlu móu“ inni á kvennpallinum, meðan
hún gerir eldhúsverkin? Þeim kemur saman um þetta: að gamla konan sé í
slarkinu, meðan æskan burstar fjaðrirnar á sér. Ungfrúin ræður því, hvern
hún elskar og hverjum hún giftist - sem stundum er einn og sami maður, en
stundum eru þeir tveir, sem fyrir þessu verða: annar fyrir ástinni, en hinn
fyrir kvonfanginu, og geta verið ýmsar orsakir til þess aðrar en ráðríki for-
eldra, t. d. „einhver ógæfa“ eða „forlög". Það er nú orðið mjög fágætt, að
bændur gifti börn sín, eins og þegar kaup voru gjörð, eða gripir látnir úr eins
manns eign í aðra, en fyrrum var það títt.9
Hinni opinberu heimsmynd bændasamfélagsins má líkja
við röð af sammiðja hringum, allt frá víðasta fjarska til
innstu marka. Hún var trúarleg og fól í sér sannfæringu um
að heimurinn væri kerfisbundið samhengi, þar sem hver og
einn hefði sérstöku hlutverki að gegna. Til hægðarauka má
L