Studia Islandica - 01.06.1986, Blaðsíða 144
142
og tíma - sem gera hana að því sem hún er. En hún er
einnig veiklynd og með óheila skapgerð. Lýsing hennar í
senn sálfræðileg úttekt og gagnrýni á það umhverfi, sem
hefur mótað hana. Að þessu leyti tekst Þorgilsi mun betur
að sýna samleikinn í sköpun manns en Gesti. Gróa er ein
örfárra vel heppnaðra natúralískra mannlýsinga í íslensk-
um bókmenntum.
Geirmundur reynir að rjúfa landamærin á milli þeirra
Gróu, brúa það, sem aðskilur þau, með því, sem þeim er
sameiginlegt. En ætlunarverkið reynist honum ofviða. Þótt
bæði séu öreigar að uppruna verður Gróa, um leið og hún
giftist Brandi, hluti af heimi, sem Geirmundi er lokaður,
heimi, sem hún er bundin og getur ekki yfirgefið, m. a. af
því hvað hún þekkir hinn vel.
3. Demónskt ástand (12. kap.): Endalok ástarævintýris-
ins felur í sér takmarkað afturhvarf. Elskendurnir víkja af
þvergötunni, lúta á nýjan leik viðtekinni reglu. En þau eru
ekki söm og áður. Hvorugt getur tekið upp sitt fyrra líf,
eins og ekkert hafi í skorist. Bæði hafa og einangrast, orðið
að skotspónum almannarómsins:
Menn vissu, að þau höfðu hlaupið saman eins og dýr; ekki var nú um ann-
að að tala; annað eins gat enginn þolað orðalaust; saurlífi og losti, taumlaus-
ar girndir, það var óttalegt að hugsa um annað eins. Fyrirlitning, ekkert
annað en fyrirlitning ætti að sýna þeim, láta þau finna til skammarinnar,
sem þau höfðu steypt yfir sig. (148)
Endurnýjað félagslegt jafnvægi þýðir tilfinningalegan
dauða fyrir Gróu. Hún verður að játast lífi, sem er í öllu
andstætt hneigðum hennar og þrám. Geirmundur kvelst
sömuleiðis en bregst við á annan hátt. Ólíkt Gróu horfist
hann í augu við heiminn og einsetur sér að bogna ekki,
berjast. Hann hefur hlotið dýrmæta reynslu, þroskast, og
um leið fengið nokkra innsýn í „eðli“ mannfélagsins.
2. Hér verður nokkurt hlé í skáldsögunni en um leið
hefst ný ástarsaga, sem hefur sama snið og sú fyrri:
1) Ómeðvitað ástand (13.—18. kap.): Á þessu skeiði safn-