Studia Islandica - 01.06.1986, Blaðsíða 215
213
dómur hennar á sér einnig tilfinningalegar orsakir. Konan
hafði með hömlulausri afbrýði sinni átt stóran þátt í dauða
systur sinnar og eiginmanns og útskúfar sjálfri sér með
þessum hætti, sjúkdómurinn sjálfsdómur. Kvöl Álfheiðar
er af öðrum toga, en báðar farast þó vegna harms, sem
sprottinn er af misvægi í tilfinningalífi. Ást beggja hefur til-
vistarlega þýðingu, skiptir sköpum, lífi og dauða.
Bergmál er rammasaga líkt og Ofríki endurminning-
anna. Sögumaður kemst yfir bréf hjá kunningja sínum,
Sveini að nafni, frá ungri stúlku á Vífilsstaðahæli, Álfheiði.
Bréfið er skrifað fáeinum dögum fyrir dauða hennar. í því
lýsir hún tilfinningum sínum til Sveins, sem vaknað höfðu
fáeinum árum áður og lifað, þótt hann hvorki tæki eftir
þeim né veitti henni athygli, einurðarlítilli, ófríðri sveita-
stúlku. Sveinn ásakar sig fyrir blinduna, að hafa ekki tekið
eftir hvern „innri mann“ stúlkan hafði að geyma. Saga
hennar breytir lífi hans, því honum verða nú ljós þau verð-
mæti, sem máli skipta í lífinu. Bréfið: fullt af þjáningu og
dauða en um leið lífi og birtu því hugblær þess einkennist
af sátt og auðmýkt, ást stúlkunnar óeigingjörn líkt og líf
hennar allt, þögul fórnfærsla. Undir lokin lýtur hún örlög-
um sínum, samþykk.
Sögur mæðgnanna, Álfheiðar og móður hennar, eru
sársaukafullar. En kristilegar hugmyndir um gildi fórn-
færslu, þolgæðis og auðsveipni milda þær og draga úr þeim
broddinn. Slíks gætir enn meir í sögunni Heiðríkja hugans.
Hún er rammasaga líkt og Bergmál og Ofríki endur-
minninganna, hnitast líkt og þær um tilfinningaleg hvörf
eða umskipti í lífi einnar manneskju. Efniviðurinn dregur
dám af Ólöfu í Ási: ungur, slasaður maður kynnist eldri
konu, sem lifir í erfiðu hjónabandi.
í ramma smásögunnar segir frá kynnum sögumanns og
roskins manns, Helga, í gangnaferð. Yngri gangna-
mennirnir gantast með hávaða og klámi en Helgi færist
undan. Sögumanni þykir það kynlegt því það orð fer að
hann hafi verið hávaðamaður á yngri árum. Hafa aldur-