Studia Islandica - 01.06.1986, Blaðsíða 189
187
ekki gleymdar þó að staðfestuleysi hafi teymt þau af rétt-
um vegi. Á örlagaríku augnabliki stendur hún síðan, líkt
og Gróa og Sigríður, á milli eiginmanns síns og elskhuga
og verður að velja:
Nei, nei — það var óbærileg tilhugsun að hafa það á samvizkunni, að hafa
gert nokkura manneskju að ólánsmanni - hvað þá mann, sem eg vissi, að
unni mér hugástum, mann, sem eg var skyldug til að elska. Þetta varð að lag-
ast — ef ekki með einlægri ást, þá með ósannindum og yfirdrepskap. Hvað
sem það kostaði, varð eg að uppræta þá hugsun hans, að eg væri honum ótrú
- eða bæri í brjósti minsta snefil af ótrygðar-tilfinningum. (217) [mín ská-
letrun]
Þórdís er að því leyti ólík Gróu að hún telur sér trú um
að „samviskan" sé sterkasta aflið í sálu sinni. Þegar eigin-
maðurinn kemur að þeim sýslumanni í faðmlögum finnst
henni sem hún „hefði misþyrmt saklausu barni“. (215)
Fyrirlitningin, sem hún hafði áður á honum, breytist í með-
aumkun - og „meðaumkunin var samvizka mín“. (217) - í
sjálfu sér er eini munurinn á þessum tveimur kenndum sá
að hin síðari tengist kærleikshugtakinu, og þegar hún að
auki fléttast saman við skyldukröfu stenst fátt fyrir. Ein-
staklingurinn bognar og telur sér trú um að sjálfsfórnin sé
náttúrleg og sjálfsögð, í samræmi við hans innsta eðli.
Hann sefjar sig nánast frá sjálfum sér.
Sjálfsblekkingin var gegnsœ hjá Gróu. Hún er hins vegar
þétt hjá Þórdísi, því á gamals aldri finnst henni ekkert ljúka
„upp frjóvgunarlindunum eins og viðleitnin við að gera
skyldu sína“. (185) Og enn fremur:
En það veit eg nú, sem eg vissi ekki þá, að gleðin hefir ekki á nokkurn
hátt bjargað mér. Það er hluttekningin með sorginni, lotningin fyrir henni,
skilningurinn á henni, sem hefir forðað mér frá að verða vond kona og
hleypt heilbrigði inn í mitt líf. (176)
Stundum er samúðin leið hins sigraða út úr eigin ósigri,
leið sjálfsgleymsku, sjálfsgöfgunar. - Þórdís gerir skyldu-
ræknina að lífsstíl sínum, en geymir þó alla tíð grun um að
líf hennar sé tvískinnungur. í það minnsta dreymir hana