Studia Islandica - 01.06.1986, Blaðsíða 208
206
svari feðraveldis, sem skipar einkamálum ungmenna að
geðþótta, um leið talsmaður siðfræði, sem úthýsir ástinni
úr mannlífinu. Er einvaldur á sínu heimili, ímynd líkam-
legs styrks, sem Ólöf má sín einskis gagnvart, veiklynd,
áttavillt og einurðarlaus. Hún er þolandi og lætur koma sér
í hjónaband með manni, sem henni er ógeðfelldur og
skortir „alt það indæli, sem laðar okkur konurnar að karl-
manninum.“ (39)
2. Rof: Með hjónabandinu bregst Ólöf sjálfri sér og gefst
hinum ytri veruleika: hinu náttúrlega, holdlega og dýrs-
lega. í sjálfu sér er hjónaband hennar helgispjöll því það er
ástvana, líkamleg sambúð og alger andstæða þeirrar and-
legu ástar, sem Ólöfu dreymir um og hún hafði lifað fyrir.
Við þessi hvörf magnast sálarklofningurinn, skorturinn
verður nær óbærilegur og tekur á sig mynd innri dauða:
„Eg var þannig á mig komin, giftingarkvöldið, þegar eg
háttaði hjá manninum mínum: eg var dofin og lömuð —
eins og eg væri hálfdauð, eða komin að dauða.“ (67) Merk-
ingarmynstrið er þannig hið sama og í sögum eins og Vor-
draumi og Gömlu og nýju.
Viðbjóður á kynlífi gegnsýrir allan textann, það er
„andstygðar margföldun maðkaheimsins“, (68) segir á ein-
um stað, og dregur manninn niður á við. Að mati höfundar
er manneskjan skipt á milli ídealískrar þrár og dýrslegrar
girndar, sem toga í sína áttina hvor. Líf hennar er barátta
á milli hins guðlega og tröllslega. Ólöf gerir sér grein fyrir
þessu tvíeðli og sér sjálfa sig sem samruna andstæðna:
Þeir segja, að sál konunnar ráði, þegar hún giftist af ást. Þá er kvenn-
engillinn á flugi og nýtur sín. En þegar hún giftist ástar án, þá ræður vonda
veran, nornin - holdsfýsnin. Náttúran sér altaf fyrir viðhaldi kynsins og
gildrar á ýmsar lundir fyrir mennina og konurnar og lokkar á ýmsan hátt.
Náttúran er skynsöm, en lundköld og langrækin. Hún kemur fram máli sínu
einhvern veginn. Og takmark hennar er þetta: að fjölga - fjölga, fjölga,
gera jörðina að einni iðandi maðkaveitu. Hún býr konuna út á þann hátt, að
hún geti gifst í kaldri skynsemi, ef ekki er eldmóður ástarinnar til að sjóða
hana saman við manninn. Hún kann samsuðu og kaldabras — hefir á reiðum
höndum ólík efni. (64-65)