Studia Islandica - 01.06.1986, Blaðsíða 93
91
gildir „paradísarmissi“ og kallar „saur og svívirðing“ yfir
biskupsfj ölskylduna.
Samband Ragnheiðar og Daða byggist ekki á ástum í
sögu Torfhildar. Hún skilur það bókstaflega sem fall.
Ragnheiður syndgar gegn sjálfri sér, föður sínum og Guði
með því að láta illmennið Daða fífla sig. Verknaður henn-
ar er langt í frá uppreisn gegn föðurvaldinu, enda virðast
lífsgildi þess um leið vera hennar lífsgildi. Af þessum sök-
um verða örlög hennar sorgleg en ekki tragísk. Getnaður-
inn virðist hafa verið slys og Ragnheiður nánast óábyrgt
fórnarlamb. Undir lokin öðlast lýsing hennar samt nokk-
urn þunga:
Brosið um varirnar, spjekopparnir, og jafnvel hver dráttur, sem áður
prýddi einhverja hina fegurstu blómarós í aldingarði æskunnar, standa nú
eins og ótímabærar helrúnir á þessu fórnar lambi, sem sýnist helgað heli og
dauða. [----] Ragnheiður var fögur. Hrösunin leiðir opt hið óstýriláta barn
hamingjunnar aptur fram á leiksvið lífsins íklætt sannri tign, einmitt þá,
þegar það er orðið að afhraki veraldar, af því að dómar guðs og heimsins
eru svo ólíkir. Áður, meðan það var augnayndi hjegómadýrðarinnar, var
það íklætt skrúða dramblætisins, sem guði er fráhverfastur; síðan, þegar
hrösunin hefur yfirfallið það, kemur það fram auðmjúkt, bljúgt, iðrandi og
guði þóknanlegt. Því jafnvel hrösunin - sje hún vætt iðrunar tárum - getur
verið meðal í hendi hans til að leiða manninn til helgunar. (217-219)
Kristileg hugsun höfundar gegnsýrir þessa frásögn: þján-
ingin og iðrunin skíra Ragnheiði og hefja hana yfir synd
hennar. Hún beygir sig undir ósveigjanlegan vilja föður
síns að öðru leyti en því að hún vill tryggja framtíð barns
síns auk þess sem hún neitar bónorði Þórðar biskupssonar
undir lokin. Hrösunin er of stór til að hún vilji lifa áfram.
Hún hefur látið sæmd sína og getur aðeins unnið líf sitt að
nýju með því að deyja. Ekki er laust við að frásögnin sé
uppskafin, enda vantar í hana eðlisþætti harmsögulegs ást-
ardrama, þ.e. andstæður vits og tilfinninga, valdboðs og
lífsvilja.
Andstætt höfundum eins og Jóni Thoroddsen, Páli Sig-
urðssyni o. fl. tekur Torfhildur Hólm afstöðu með föðurn-