Studia Islandica - 01.06.1986, Blaðsíða 277
275
ur í sér meginhvörf leikritsins. Með því drepur Halla það
fegursta, sem ást hennar hafði alið, og um leið hluta af
sjálfri sér; kærleikur og lífsvilji hins upphaflega flótta hefur
rekið hana inn í veruleika grimmdar og morðs, ástin breyst
í andstæðu sína. Lok annars og þriðja þáttar mynda magn-
aða andstæðu í textanum. Þeim fyrri lýkur með ástarjátn-
ingu og fórn, sem vart getur stærri verið, fæðingu nýrrar
tíðar. Þeim síðari með verknaði, sem útskúfar elskendun-
um endanlega úr „paradísinni“. Áður hafði sakleysið helg-
að samband þeirra. Nú fylgir þeim skuggi sektar á flóttann.
Lokauppgjör Höllu og Eyvindar á sér stað í fjórða og
síðasta þætti leikritsins. Þau hafa búið 16 ár á fjöllum og
stórhríð byrgt þau inni dögum saman svo hungurdauði
blasir við. Eðlismunur þeirra kemur nú berlega í ljós.
Halla heldur fast við uppreisn sína, sem þróast hefur í
frumspekilega afneitun. Henni finnst maðurinn bera
ábyrgð á örlögum sínum, jafnt í björtu sem svörtu, og lífið
eitt skipta máli, því „Stormurinn skrifar mörg lagaboð í
sandinn.“ (196) Hún er reiðubúinn að mæta dauðanum svo
fremi þau Eyvindur eigi hann sameiginlegan. Hann á hinn
bóginn skelfist og vill flýja þjáninguna. Á úrslitastundu af-
neitar hann ást þeirra, beiðist fyrirgefningar guðs, varpar
skuld á Höllu, brotnar. Á því augnabliki kemst Halla að
raun um að tilvera hennar öll, ástin, hafði verið blekking,
og að líf þeirra falla ekki saman. Um leið slokknar lífsvilji
hennar:
Ég flýði með þér upp til fjallanna - ég trúði því sjálf, að ég gerði það
vegna þess, að ég elskaði þig, en það hefur ef til vill einungis verið löngun
eftir stóru, fáránlegu ævintýri. - Seinna, þegar dagarnir urðu dimmari og
einmanalegri, var ást mín til þess kofinn, þar sem ég leitaði skjóls, þegar
harmurinn út af athöfnum mínum sótti að mér. (197)
Eyðingarmátturinn býr í sjálfu hlutskiptinu. Andspænis
því reynist ástin fallvaltari en foksandur, svipt erótísku
skrúði sínu. í lokauppgjörinu gerir Halla sér fyrst grein fyr-
ir tragísku hlutskipti sínu: að veruleikinn, sem hún barðist
fyrir, var aldrei til. Um leið og hún missir trúna á forsendu