Studia Islandica - 01.06.1986, Blaðsíða 92
90
blóð hennar heilbrigt, hún getur að hans dómi tryggt nafni
hans framtíð, eða eins og segir í sögunni:
Ástin og vitið eru tvær þjóðir, er berjast hvor við aðra, þegar svo ber
undir, og þó hin fyrnefnda gangi hjá velflestum sigrandi af vígvellinum, er
mjög tvísýnt um, hversu henni hefði hjer reitt af, en til allrar hamingju urðu
þessir andstæðingar hjer því nær þegar í stað bestu vinir, ættgöfgin kastaði
örlagateningunum - ættgöfgin! (29)
Þessari lotu lýkur með brúðkaupi þeirra Margrétar.
Biskup heldur inn í „Paradís ánægjunnar“ (109), eignast
ástúðlega konu og mannvænleg börn — en „þeir njóta ekki
æfinlega uppskerunnar sem það er ætlað.“ (109) Biskup
reynist of öruggur um eigin hamingju.
Næst er lýst málum þeirra Ólafs Gíslasonar, Daða Hall-
dórssonar og Vilborgar, frændkonu biskupsfrúarinnar.
Þeir eru báðir „fóstursynir“ biskups og keppinautar um
hylli hans, í flestu gjörólíkar manngerðir. Daði er hið
mesta óbermi, sem einskis svífst og sáir illu í umhverfi sitt,
illkvittni hans hömlulaus. Líkt og svo margir söguóþokkar
19du aldar skáldsagna er persóna hans máluð í einum lit -
svörtum. Hugir Ólafs og Vilborgar falla saman en Daða
tekst með brögðum að stía þeim í sundur. Hann rægir Ólaf
fyrir biskupi, falsar bréf og fær hann flæmdan í útlegð.
Tengist að auki galdramálum skólasveina í Skálholti. Fyrst
að fjölmörgum árum liðnum komast svik Daða upp og
Ólafur er tekinn í náð að nýju, elskendurnir finnast og
endurnýja samband sitt samtímis því sem illmenninu er út-
skúfað.
Þriðja ástarsagan fjallar um mál þeirra Ragnheiðar,
dóttur Brynjólfs, og Þórðar biskupssonar frá Hólum. Ástir
þeirra eru hreinar og saklausar, bæði hugsa og tala eins og
börn, skoða gull og blóm. Þórður og Ragnheiður eru fyrir-
myndarpar því hjónaband þeirra þýddi sameiningu tveggja
göfugustu ætta landsins. Áður en af því getur orðið verður
Ragnheiður hins vegar barnshafandi eftir Daða, höggorm-
inn í „paradís“ biskups. Samband þeirra Ragnheiðar jafn-