Studia Islandica - 01.06.1986, Blaðsíða 131
129
IV.3 Líkið í lestinni: Þorgils gjallandi
Þorgils gjallandi (Jón Stefánsson) gekk lengra í sundur-
greiningu mannsins en aðrir höfundar á hans tíð. Hann
var samkvæmari og róttækari í lífsskoðun sinni en aðrir og
afdráttarlausari í uppreisninni gegn „ídealíseringu“ eða
göfgun mannlífsins. Gagnrýndi ekki aðeins löghelgaðar
stofnanir eins og hjónabandið, heldur Iýsti hann ástamál-
um og kynlífi á opinskárri hátt en áður hafði tíðkast. Ófáir
urðu því til að deila á hann fyrir sjúkleika, sóðaskap og sið-
leysi.72
í fyrirlestri árið 1897 lét Þorgils eftirfarandi orð falla:
Sá atburður með mörgum öðrum dæmum hefur vakið mig til þeirrar
trúar, að ástin sé ölvan, eins konar æði, sem fæstir stjórni skynsamlegu viti
fyrir. Að ástinni og ástríðum þeim, sem henni fylgja, sé til alls trúandi bæði
ills og góðs — til giftu og auðnuleysis, mannfríðinda og lítilmennsku.73
Ástin hefur óskoraðan rétt, sagði Þorgils, því að hún er
sterkasta og upprunalegasta afl mannlífsins, aflvaki lífs og
hamingju. En um leið er hún óstjórnlegt ósjálfræði,
spennuþrungið ástand, þar sem boð og bann lúta í lægra
haldi fyrir ástríðunni. Þó saklaus þegar allt kemur til alls
því hún er manneðlið sjálft.
í sögum Þorgils fylgir ógæfa oftast í kjölfar ástarinnar.
Eldurinn, sem logar í elskendum hans, skírir samfélagið
ekki til nýs lífs, heldur brennir þá sjálfa til ösku. í fyrri
verkum sínum afhelgar Þorgils oft ástalífið. Hafði þó róm-
antískt tilfinninganæmi. Söguhetjur hans eru ekki „englar
í víti“, heldur ástríðuhaldnar manneskjur, markmið þeirra
að svala eðlislægum þörfum. í ástinni birtist ekki „guð-
dómlegt eðli“ þeirra, heldur náttúran, frumstæð og villt.
Þorgils greindi djúpsetta andstæðu í mannfélaginu á milli
hvata, sem krefjast bráðrar svölunar, og boðkerfis, sem
heldur þeim í skefjum. Hann sá ástríður leita sér útrásar án
árangurs, afskræmast við það og snúast í andstæðu sína.
Hugmyndir Þorgils verður að skoða í samhengi við
9