Studia Islandica - 01.06.1986, Blaðsíða 142
140
losna við „járnhelsi örbirgðarinnar“ (88): „Með því að gift-
ast Brandi, var gengið á veg lífsþæginda og lífsstarfa, göt-
una til að vera með í sveitarfélaginu, þurfa ekki allan árs-
hringinn að berjast við skortinn með hnúum og hnefum.“
(88) En hjónabandið er frá upphafi byggt á misræmi: til-
finningalegu og stéttarlegu. Gróa getur ekki elskað Brand,
enda á hún sér draum um hamingju, sem deyr ekki, þótt
hún leggi „járnhelsi“ á tilfinningar sínar. Um stundarsakir
reynir hún að samlagast skylduboðinu og tempra ástríð-
una, vera eiginmanni sínum góð eiginkona, en þörfin lifir
sem áður og skapar smám saman mótsögn í persónuleika
hennar. Gróa uppfyllir kröfur umhverfisins á ytra borði en
hafnar þeim innra með sér. Reynir að halda sjálfri sér í
skefjum og svíkur með því sjálfa sig. Lyftist í mannfélag-
inu en fellur sem einstaklingur: „Hefði hún beðið lengur
ógift - drifið sig áfram, menntað sig, skemmt sér og svo
elskað, gift sig þá, ekki fyrr - þá var lífið líf“ (95) - því það
er sitthvað líf og líf.
Vitund Gróu um að hafa brotið gegn eigin lífi er for-
senda þess, sem á eftir kemur.
2) Rof (6.-11. kap.): Eins og fyrr segir liggur tvenns kon-
ar bann við sambandi þeirra Gróu og Geirmundar, stéttar-
legt og siðferðilegt. Hann er sonur öreiga, hún húsfreyja á
stórbýli og þar að auki gift. Þau eiga þó ýmislegt sameigin-
legt: bæði eru af öreigaættum, bæði ung og ástríðufull,
þrungin af ófullnægðum tilfinningum. Það nægir. til að þau
dragist hvort að öðru og lifi sig að lokum inn í ástand, sem
er ærið ólíkt daglegum veruleika þeirra. Á fyrsta ástar-
fundinum verður allt að „einum örstuttum, sælum draumi,
hverfandi skáldlegum draumi, sem enginn átti, né gat átt,
nema þau tvö.“ (112) Andrá sem draumur, og vitundin
losnar úr læðingi. Fæstir geta lagað líf sitt að slíkri reynslu
til lengdar og vakna af leiðslunni inn í félagslegan veru-
leika sinn. Hið ljúfa samræmi líður undir lok þegar ástríð-
an öðlast meðvitund um sjálfa sig og andfélagslegt eðli sitt.