Studia Islandica - 01.06.1986, Blaðsíða 171
169
vantar. Halldóri er ljóst þegar hann skoðar í hug sinn að
hann langar ekki til að fórna sér, að honum býður við
prestsembættinu, menningarsteingervingi úr tvö þúsund
ára gamalli heiðni (1.66). Halla er í hans augum andstæða
hins myrka og steingerða; hún er ímynd þess lífs, sem hann
hefði viljað lifa - en hún stillir honum upp andspænis erf-
iðu vali: á milli tilfinningalegrar svölunar og félagslegs
frama. Togstreitan veldur kreppu í sál hans, angist, því
hann veit að hann er ekki maður til að velja lífskostinn.
Halldór stendur þannig, líkt og karlpersónur Gests Páls-
sonar, frammi fyrir því að lifa heilu lífi eða deyja inn í fé-
lagslega reglu. Hann dreymir um bjóða öllu byrginn, skilja
við eiginkonu sína og láta af prestsembætti, taka Höllu að
sér og byrja nýtt líf sem óbreyttur alþýðumaður, útlægur úr
stétt sinni; um leið að ryðja sannleikanum braut, brjóta úr-
eltar erfðakenningar og siðferðiskreddur á bak aftur,
endurnýja kirkjuna og hugsunarhátt fólks. En vilji Hall-
dórs rís ekki undir þessum draumum, persónuleiki hans er
hvikull og óheill líkt og Bjarna í Vordraumi. Þegar á reynir
hrekkur hann í skjól ósannindanna, kjarkvana og skelfdur,
bjargar eigin skinni, og gengur veg sinn „til kennimann-
legrar lítilmensku, - til yfirskins og augnaþjónustu, bæði
upp á við og niður á við í embættisstarfi sínu — til lífs, sem
var stöðug leit eftir nautnum og munaði, til að reyna að
fylla upp hið innra tóm, og jafnframt stöðug undanbrögð,
stöðugur flótti undan ábyrgð og óþægindum.“ (1.224) Val
hans tryggir félagslegan frama en þýðir um leið smœkkun
hans sem einstaklings: andlega aftöku, líkamlega vönun.
Lýsing Halldórs er mun margbreyttari og raunsæislegri
en lýsing Bjarna hjá Gesti Pálssyni. Pó fellur Jón Trausti í
sömu gryfju og Gestur er hann lýsir seinasta ástafundi
þeirra Höllu. Hún, þunguð af völdum Halldórs, hefur ein-
sett sér að fórna öllu fyrir embættisframa hans, leggja gæfu
sína í sölurnar, og horfir upphafin við miðnæturbjarman-
um: „Tárin stóðu tindrandi björt á hvörmum hennar, og
andlitið var ljómandi af ást og göfugleik." (1.168) Hann
L