Studia Islandica - 01.06.1986, Blaðsíða 28
26
sambandi þeirra. Á þessari stundu ert þú í senn sjálfsvera
og hlutur, þú ert þú um leið og annað án þess þó að bilið á
milli hafi verið brúað. Ástandið er þverstæðukennt og
óviðunandi.
Sú þverstæða, sem hér hefur verið lýst, er undirrót ang-
istar, sem oftar en ekki knýr einstaklinginn til að takast á
við líf sitt og tengja saman hin andstæðu skaut, svo fremi
hann kjósi ekki eigin eyðileggingu. Kyrrstaða innan hrings-
ins hefur í för með sér sturlun: þú hörfar með öllu frá hin-
um ytri heimi, segir skilið við hann í þeirri von að aðskiln-
aðarkenndin hverfi. Kyrrstaða utan hringsins felur hins
vegar í sér innri dauða: þú verður að óvirku móttökutæki
eða dauðyfli, sem enga sjálfstæða tilvist hefur, lifir í gegn-
um umhverfið, sjálfur ekkert. í báðum tilvikum er lausnin
blekking því hún felur í sér rof þeirra vensla, sem gera þig
að „lifandi“ manneskju í heimi manna.
Margar „lifandi" manneskjur leita lausnar í gegnum ást-
ina. í ástinni er hinn aðilinn í senn umheimur og hluti af
þér, þú ert þú sjálfur og um leið hluti af umheimi, eða,
með öðrum orðum, þú varðveitir einstaklingseðli þitt í
„sameiningu“ við aðra manneskju.
Ástin og angistin geta hvorug án annarrar verið. Mörg
ástarsambönd þróast hins vegar á þá lund að annar aðilinn
sogast inn í hring hins og týnir sérstöðu sinni. Slíkt ferli
kallar óhjákvæmilega á misvægi og óheilindi. F>að ber í sér
dauða, sem á endanum leggur báða undir sig. Sívirk angist
getur ein haldið ástinni við því hún kallar á stöðuga endur-
tekningu hinnar fyrstu lifunar: þú ert einn og þó annar líkt
og hinn er einn og þó þú. Slík endurtekning, sem ávallt er
ný, getur varnað því að venjan og lömunin tortími ástinni.
Sálkönnuðurinn Erich Fromm hefur skilgreint ástina á
eftirfarandi hátt í bók sinni Listin að elska:
Þroskuð ást er sameining, þar sem persóna og einstaklingseðli beggja
aðila varðveitast. Ástin er virkt afl; afl, sem brýtur niður veggina, sem skilja
menn hvern frá öðrum, og sameinar þá. Ástin gerir mönnum kleift að sigr-
ast á einmanaleik og aðskilnaðarkennd, en gerir þeim um leið mögulegt að