Studia Islandica - 01.06.1986, Blaðsíða 53
51
málið minnir í mörgu á hjarðskáldskap. Lítil börn gæta
fjárhóps, sem bítur blómgresi í gróðursælu og fögru um-
hverfi. Græni liturinn er allsráðandi ásamt bláum og
hvítum: litir grósku, sakleysis og draums. Hálft í hvoru er
þetta dulúðugur heimur þar sem ævintýri og veruleiki falla
saman. Sigríður sofnar og dreymir að til hennar komi mað-
ur í hvítum klæðum, sem þurrkar henni um augun og
segir: „Jesús Kristur huggar góðu börnin.“ (15-16)23 Þessi
reynsla eyðir ótta hennar við hið ókunna í náttúrunni,
enda finnur hún enn til nærveru „engilsins“ þegar hún
vaknar. í þessu umhverfi kynnast þau Indriði. Fyrst í stað
vex hann líkt og hulduvera út úr náttúrunni en tekur síðan
á sig jarðneska mynd. Bæði eru ósnortin og saklaus, hrein-
leiki þeirra undirstrikaður með á, sem skilur þau að.
Upphafslýsingin einkennist af kristilegu myndmáli og
raunar sagan öll, enda er guðleg forsjón ævinlega í bak-
sviði atburða. Gott dæmi um það er frásögnin af dauða
Bjargar, frænku Sigríðar. Hún er í sögunni ímynd hinnar
kærleiksríku móður, andstæða hinnar illu, Ingveldar.
Dauði hennar líkt og líf hennar allt: „Þá var kominn ljóm-
andi dagur, og skinu fyrstu morgunsólargeislarnir inn um
allt húsið,“ (32) og síðar meir, á hættustund, kemur hún til
Sigríðar í draumi.
Við sögulok eru þau Sigríður og Indriði komin á sömu
slóðir og í upphafi til að nema land og reisa bú, þá full-
þroska og reynslunni ríkari. í millitíðinni hefur hins vegar
margt gerst. Þau hafa týnt hvort öðru, einangrast úr sam-
félagi sínu og hrakist á mölina. Lokin sýna þannig marg-
falda sameiningu: elskenda, einstaklinga og samfélags, ein-
staklinga og náttúru. Veður er við það sama og umhverfið
skartar sínu fegursta, dalurinn algrænn og blómum
skrýddur, hlíðin iðagræn og lífið allt þrungið af frjómagni:
Grasið í hvamminum var eins og á öllu harðvelli, sem vantar rækt og
áburð, harla lágvaxið, en kringum steinana og þar, sem kindurnar hingað og
þangað voru vanar að bæla sig, stóðu upp fagrir og þéttir grastoppar, grænir
sem smaragð. Þar af mátti sjá, hvílíkur frjóvgunarkraftur lá þar dulinn í
jörðunni. (172)