Studia Islandica - 01.06.1986, Blaðsíða 227
225
ur sífelldri breytingu háð; tilfinningin, sem kviknaði í gær,
dó í morgun og heimurinn skipti litum, líkt og við sjálf.
Þetta rótleysi virðist gera varanlegt tilfinningaástand að
óraunhæfum möguleika. Manneskjan getur ekki ábyrgst
ást sína til lengdar - því breytileikinn er sannleikur hennar,
eins og komist er að orði í einni mestu ástarsögu íslenskra
nútímabókmennta, Sölku Völku.
í þessum kafla og þeim næsta verður fjallað um breyting-
una að verða og orðna, tekin til athugunar verk eftir Jónas
Guðlaugsson (1887-1916), Einar Benediktsson (1864—
1940), Jóhann Gunnar Sigurðsson (1882-1906), og Jóhann
Sigurjónsson (1880-1919). Áður en vikið verður að þeim
er nauðsynlegt að skoða nánar afskræmingu erosar, sem ég
kalla. í því samhengi verður að víkja aftur í tíma, bera
saman, draga fram andstæður og hliðstæður.
Öðlist menn þá vissu að lífið sé hamingjusnautt eiga þeir
um þrjá kosti að velja: að lifa áfram eins og ekkert hafi í
skorist, leita skjóls í loftkastala ellegar snúast gegn tilver-
unni og leysa eigin eyðingarmátt úr læðingi. Þeir geta ýmist
dregið sig í hlé eða gert uppreisn. Vanmáttur mannsins
gagnvart ástinni hefur í gegnum tíðina skapað tvær mann-
gerðir, sem virðast næsta ólíkar við fyrstu sýn: meinlœta-
manninn og saurlífissegginn. Sá fyrrnefndi leitar gleymsku
með því að skera á tengsl sín við heim strits og stríðs, hann
finnur hugsvölun í draumi um yfirskilvitlega fullnægingu.
Sá síðarnefndi mótmælir hins vegar hlutskipti sínu með því
að sækja gleymskuna í líðandi stund: ölvun, kynlíf. Líkt og
Byron gefur hann dauðann í allt velsæmi og gerir stundlega
þörf sína að mælikvarða allra hluta. Líkaminn og nautnir
hans verður það, sem líf hans allt snýst um. Slíkur maður
hefur glatað trúnni á harmóníska ást eða samruna til sálar
og líkama. Hann veit, oft af beiskri reynslu, að tilfinning-
arnar eru hverfular og hver maður sjálfum sér næstur. Af
þeim sökum treystir hann aðeins því, sem áþreifanlegt er:
líkamanum. Kynmökin ein geta veitt honum svölun, sem
þó er takmörkuð því að hún er stundleg og krefst sífelldrar
15