Studia Islandica - 01.06.1986, Blaðsíða 217
215
í Heiðríkju hugans hefur uppgötvun ástarinnar ekki í för
með sér demónskt rof: sundrung og tilfinningalegt erfiði,
heldur viðreisn, upprisu, líkt og í skáldsögunni. Sumar tek-
ur við af vetri í lífi Helga. Hann verður „góður maður“.
Ást hans er andlæg tilfinning, sem þarfnast ekki líkamlegr-
ar nærveru, heldur nærist hún á sjálfri sér án þess þó að
tæra hann að innan líkt og Álfheiði í Bergmáli. Þó gætir
nokkurrar beiskju í lokaorðum hans í sögunni: Heimurinn
er „einn undarlegur meinbugur, meinbugur, sem við
hringlum innan í og komumst aldrei út úr eða yfir, ekki í
þessu lífi að minsta kosti.“ (27) En ólíkt Finni í Ofríki
endurminninganna sættir hann sig við meinbugina og lagar
líf sitt að þeim.
Heiðríkja hugans er ekki útópísk saga fremur en Ólöf í
Ási þó að upprisa eða endurfæðing sé niðurstaða hennar.
Hið nýja líf Helga er, þrátt fyrir sátt hans og innri ró, byggt
á fjarveru, vöntun. Hann bregst hins vegar við „fallinni“
tilveru sinni á annan hátt en þær persónur, sem sligast und-
an byrðinni, býr sér til sitt eigið samræmi til að geta lifað
af. Lokasagan í smásagnasafninu, Hólmganga, felur hins
vegar í sér útópískt snið og byggir annað andstæðuskaut
safnsins á móti Ofríki endurminninganna. Líkt og hún lýsir
sagan snurðu í hjónabandi fólks, sem lifað hefur saman svo
árum skiptir, Þormóðar og Hildar á Hofi. Hin daglega önn
hefur valdið innri aðskilnaði í hjónabandinu, rofið þá ein-
ingu, sem ríkti í upphafi. Við sögubyrjun eru hjónin á leið
heim úr kaupstað. Þormóður er sakbitinn því hann hefur
tekið fram hjá með vinnukonu á bænum, Hildur hins vegar
full af beiskju, finnst hún hafa verið svívirt, niðurlægð. Á
leiðinni ganga hjónin á hólm hvort við annað og gera upp
sakirnar. Fram kemur að hvort um sig hafði gengið sína
götu hugsana og tilfinninga, óánægja þeirra gömul og
gagnkvæm. Þormóður deilir á Hildi fyrir uppeldi barna
þeirra og eltingaleik við nýjungar, finnst hún áhugalaus um
andleg málefni og vitsmunalega vanþroskuð. Hún segist
aldrei hafa séð út úr annríkinu, líf hennar verið samfellt