Studia Islandica - 01.06.1986, Blaðsíða 157
155
háskalegan heim, þar sem þeir sæta ofsóknum. Sögur
þeirra allra eru harmsögulegar því grundvallarandstæðan
tengist móthverfu getnaðar og morðs eða fæðingar og tor-
tímingar: Halla fæðir barn sem deyr af því að hún beygir
sig undir viðtektirnar, Jóhanna deyr ásamt barni sínu
vegna ofsókna, Pétur á Krossi neyðist til að taka eigið líf
og Þorsteinn reynir hið sama. Ástæðan er í öllum tilvikum
fólgin í samfélagsgerð, sem kallar dauðann á þá, sem víkja
af troðinni slóð. Félagsbönd fólks eru líkust samskiptum
dómara og sökudólgs, morðingja og fórnarlambs.
Ádeila Jóns Trausta beinist einkum gegn þremur stofn-
unum, sem allar viðhalda hinni ómennsku drottnun: al-
menningsálitinu, foreldraríkinu, stéttaskiptingunni. í sögu
hans tekur almannarómurinn á sig mynd tröllslegrar óvætt-
ar:
- En svört, loðin jötunkrumla seildist upp fyrir fjallið, miðaði á bæinn í
Heiðarhvammi og bjóst til að kreista þar alt í hel.
Þá krumlu átti almenningsálitið, -hið volduga veldi, sem steypt hefir kon-
ungum af stólum og guðum úr himni sínum, sem neglt hefir saman kross
handa Kristi og kveikt upp bál handa Brúnó, - almenningsálitið, blint eins
og náttúruöflin, tilfinninga-laust eins og dauðinn.87
Höfundurinn ræðst og gegn siðferðilegum grundvelli
samfélagsins, hugmyndafræði ófrelsisins:
Það [almenningsálitið] stóð á föstum siðferðisgrundvelli - frá dögum
Móse. „Heiðra skaltu föður þinn og móður“ - hvernig sem þau eru, hvað
sem þau hafast að. Uppreist gegn foreldrunum var höfuðsynd, boðorða-
brot.
I boðorðunum tíu, sem allir kunnu utan bókar, var ekkert um rjett ástar-
innar, ekkert um rjett manngildisins, ekkert um ábyrgð foreldranna. Það
var boðorðabrot að bregðast konu sinni, en ekki að bregðast unnustu sinni.
Enginn gat þröngvað skjólstæðing sínum til hórdóms, en allir máttu neyða
þá til giftingar gegn vilja þeirra.88
Jón Trausti leggur mikla áherslu á að greina það kerfi,
sem stendur hamingjuþrá einstaklinganna fyrir þrifum.
Líkt og raunsæismenn afhjúpar hann grundvallarlegar