Studia Islandica - 01.06.1986, Blaðsíða 126
124
ast lífið allt með rísandi sól. Hinn mýþíski tilveruhringur
veltur áfram að eilífu og myndbreytir lífi í dauða í líf enda-
laust, eins og hann er sjálfur. Bókmenntalegt upphaf þessa
hringrásarsniðs er mýþan um guðinn, sem deyr og rís upp
af dauðum: Díonýsos, Virbíus, Kristur, Baldur.
Heimur Vordraums tekur fremur líkingu af brotinni línu
en hring. Endurfæðingin, vorkoman, leiðir ekki til paradís-
arheimtar heldur helvítisvistar. Ferlinu lýkur í helköldu
vetrarfrosti, dauða. Af þeim sökum fær hið mýþíska snið
demónska skírskotun.
Af framansögðu er Ijóst að Gestur Pálsson sker ekki
aðeins í siðferðilegar meinsemdir samtíðar sinnar, heldur
ræðst hann og að siðgæði bókmenntaformsins, notar tákn-
ræn snið með hætti, sem stangast á við merkingarhefð
þeirra.
í Vordraumi lýsir Gestur togstreitu einstaklings og sam-
félags, sem ber dauðann í sér. Vígvöllurinn er sál mannsins
sjálfs. Úrslitin vísa honum götuna til gæfu eða glötunar.
Anna stjórnast af ásthneigð sinni og stefnir með því sam-
félaginu í voða, hún brýtur gildin, sem umhverfi hennar
stjórnast af, gerir í raun uppreisn, sem knýr samfélagið til
varnar - því öflin, sem takast á, eru ósættanleg. Höfundur
lýsir mannfólki, sem slitnað hefur úr tengslum við sjálft sig
- eða öllu heldur, samfélagið hefur sýkt „eðlisrætur“ þess.
Það lifir ekki eins og því er eðlilegast því fordómar, siða-
kreddur og félagsvenjur hafa afskræmt hvatir þess og til-
finningar. Anna reynir að brjótast út úr vítahringnum,
hverfa til upprunans og vaxa saman við eigin náttúru á nýj-
an leik. Brot hennar gegn valdboðinu skiptir öllu máli því
það snertir tilvistarrökin sjálf - hátt hennar að lifa og vera
til. Hún hættir sér út á merkur þaðan sem enginn á aftur-
kvæmt.
Hvar sem borið er niður í lýsingu Önnu er hið náttúrlega
dregið fram. Hljómleikur hennar er ofsafenginn og „sið-
laus“, kynjatónar fullir af lífi, sem ekki hefur fengið útrás.
í leiknum opinberast óleyfilegar tilfinningar, sem aðstæð-