Fréttablaðið - 13.03.2021, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 13.03.2021, Blaðsíða 4
TÖLUR VIKUNNAR 07.03.2021 TIL 13.03.2021 1.400 manns mættu í skimun fyrir COVID-19 á mánudag. 30 milljarðar er virði Creditinfo group í viðskiptum í vikunni. 370 þúsund var launahækkun for- stjóra Orkuveitunnar. 5.000 farþegar ferðuðust í millilandaflugi með Icelandair í febrúar. Þrjú í fréttum Sálfræðingur, lögmaður og formaður Álfheiður Guðmundsdóttir formaður fagdeildar sálfræðinga við skóla segir ekki mikið um að nemendur hafi leitað til skóla- sálfræðinga eftir að vefur Menntamálastofnunar hrundi í samræmdu prófi. Hún segir eðlilegt að pirringur myndist meðal nemenda og að aðstæðurnar skapi óvissu. „En það getur verið þroskandi að takast á við óvissu og átta sig á því að hlutirnir geta klikkað,“ segir hún. Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlög- maður segir fólk veitast að sinni per- sónu og snúa út úr skoðunum sínum. Hörð gagnrýni kom fram af hálfu kvenréttindafélaga eftir að dómsmálaráðherra fól honum að vinna að tillögum um mögulega styttingu á málsmeðferðartíma sakamála. Aðkoma Jóns Steinars að endurbótum í kynferðisbrota- málum var sögð senda konum „kaldar kveðjur“. Jón Steinar sagði sig frá verkefninu í gær. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR sagðist í gær vera „ofboðslega þakk- látur fyrir þennan stuðning sem ég fékk og mjög auðmjúkur fyrst og fremst.“ Ragnar var í gær endurkjörinn formaður VR með 63 prósentum atkvæða. Þátttaka í atkvæðagreiðslunni var sú mesta í sögu félagsins, 28 prósent félagsmanna tóku þátt, en 35.919 manns voru á kjörskrá. Ragnar Þór er jafnframt fyrsti formaður VR sem stendur af sér mótframboð. af 4.200 nemendum tókst að ljúka samræmdu prófi í íslensku. 3.500 SAMFÉLAG „Við erum búin að vera í þessari baráttu bæði í gegnum Íslandsspil og Landsbjörg í ára- raðir. Við höfum fundað með stjórn- völdum og ráðherrum til að koma á breytingum er varða spilakassana,“ segir Þór Þorsteinsson, formaður Landsbjargar, spurður um afstöðu félagsins til kröfu Samtaka áhuga- fólks um spilafíkn (SÁS) um lokun spilakassa. Tvö fyrirtæki sjá um rekstur spilakassa hér á landi, Íslandsspil og Happdrætti Háskóla Íslands (HHÍ), Íslandsspil eru rekin af Rauða kross- inum og Landsbjörg. Þór segir nauð- synlegt að sameina alla þá starfsemi sem snýr að hvers konar spilun hér á landi undir einn hatt til að útiloka samkeppni. „Að okkar mati á ekki að vera samkeppni á spilamarkaði sem er til góðgerðarmála,“ segir Þór. „Þetta ætti bara að vera eitt batterí með sem minnsta yfirbyggingu,“ bætir hann við. Þá vísar Þór til þess að HHÍ hafi víðtækari heimildir til hærri vinn- inga og sameiginlegra potta en Íslandsspil, það skýrist af því að fyrirtækin starfa eftir tveimur ólíkum reglugerðum. HHÍ starfar eftir reglugerð um pappírslaust pen- ingahappdrætti þar sem heimild er fyrir sameiginlegum söfnunarpotti en Íslandsspil vinnur eftir reglugerð um söfnunarkassa þar sem sú heim- ild er ekki til staðar. Þór segir þetta verða til þess að vinningspottar HHÍ séu mun hærri en Íslandsspila og að þau sem eigi við spilafíkn að etja sæki frekar þangað sem vinn- ingarnir eru hærri. Þór segir það ekki draumastöðu Landsbjargar að reka spilakassa en ekki sé önnur lausn í sjónmáli. „Við þurfum fjármagn til rekst- urs og þetta er sá gjaldmiðill sem við fengum upp í hendurnar. Við höfum þó leitað leiða til breytinga, til að mynda lagt til spilakortin,“ segir hann. Spurður að því hvort til greina komi að loka kössunum til að sporna við vanda spilafíkla segir Þór það f lókið mál. Miklar breyt- ingar hafi orðið á starfsemi Lands- bjargar, verkefnum hafi fjölgað og þau séu orðin f lóknari. Fjármagn þurfi til að sinna þeim öllum. „Vandamálið hverfur heldur ekki með því að loka kössunum. Það er verið að varpa ábyrgðinni frá fíkl- unum og yfir á spilakassana,“ segir Þór. „Það er hluti bataferils fíknar að taka ábyrgð og viðurkenna sína fíkn og leita sér hjálpar.“ Baldvin Þorsteinsson, fíkniráð- gjafi hjá SÁÁ, segir spilafíkla þurfa að taka ábyrgð á sínum sjúkdómi en að stór hópur fólks hafi náð að byggja sig upp þegar spilakössum og spilasölum var lokað vegna sótt- varnaaðgerða. „Þessir kassar eru markaðssettir til að herja á þennan hóp en margir okkar skjólstæðinga náðu að njóta lífsins á meðan þeir voru lokaðir og sem betur fer hafa nokkrir náð að halda því.“ Baldvin segir það stórt réttlætis- mál að loka kössunum, þeir séu skaðvaldur. „Ef þú ert veikur fyrir þá nær kassinn þér. Það er enginn að tala um að það eigi að loka fyrir lottó eða eitthvað slíkt en þarna er bara verið að fara illa með spila- fíkla. Það væri stórt og mikið skref fyrir stóran hóp að hafa ekki aðgang að spilakössum,“ segir hann. birnadrofn@frettabladid.is Segir ábyrgðinni varpað frá spilafíklunum á spilakassana Formaður Landsbjargar segir nauðsynlegt að útrýma samkeppni á spilamarkaði. Það sé ekki drauma- staða félagsins að reka spilakassa en fjármagn þurfi til að sinna auknum og flóknari verkefnum. Þá hafi ábyrgðinni verið varpað frá spilafíklum á kassana. Fíkniráðgjafi segir réttlætismál að loka kössunum. Tekjur Landsbjargar frá spilakössum árið 2018 voru um 242 milljónir og um 80 milljónir í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Að okkar mati á ekki að vera sam- keppni á spilamarkaði sem er til góðgerðarmála. Þór Þorsteinsson, formaður Lands- bjargar BJÓÐUM UPP Á 37” - 40” BREYTINGAPAKKA BREYTINGAVERKSTÆÐI ÍSBAND, SMIÐSHÖFÐA 5, SÉRHÆFIR SIG Í BREYTINGUM Á RAM PALLBIFREIÐUM. ÍSBAND UMBOÐSAÐILI RAM Á ÍSLANDI RAM 3500 BÍLL Á MYND RAM 3500 LARAMIE SPORT MEGACAB MEÐ 35” BREYTINGU VERÐ FRÁ 7.547.906 KR. ÁN VSK. 9.359.403 KR. M/VSK. UMBOÐSAÐILI JEEP® OG RAM Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR S. 590 2300 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 GOTT ÚRVAL BÍLA TIL AFHENDINGAR STRAX 1 3 . M A R S 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.