Fréttablaðið - 13.03.2021, Blaðsíða 68
Örvarnar eru tákn um endurvinnslu.
Endurvinnslutáknið er alþjóð-
legt og notað til að upplýsa að
vara hafi verið gerð úr endurunnu
eða endurvinnanlegu efni. Það er
einnig notað til að bera kennsl á
endurvinnslustaði sem dreifast
um borgir og bæi. Merkið var
hannað af arkitektinum Gary
Anderson í keppni sem var haldin
vegna hátíðarinnar Dagur jarðar-
innar í apríl 1970. Merkið þurfti að
vera einfalt skiljanlegt og höfða til
almennings.
Gary leitaði sér innblásturs í þrí-
hyrndum formum. Örvarnar þrjár
tákna: endurvinna, minnka og
endurnýta. Endurvinnslutáknið
gefur því til kynna að hægt sé að
endurvinna viðkomandi vöru.
Gott er að skoða vörur og athuga
hvort þetta merki finnist á þeim.
Þá skal hún sett í viðeigandi endur-
vinnslustöð. Þannig er hægt að
minnka úrgang til muna, til dæmis
plast, og endurnýta öllum til heilla.
Þríhyrnt tákn um
endurvinnslu
Í hefðbundnu heimilishaldi
safnast gjarnan fyrir tómar
glerkrukkur og -flöskur undan
sultu, pastasósum og öðrum mat-
vælum. Sumar eru ansi fallegar í
sköpulaginu og beinlínis synd að
nota þær ekki til skrauts heima
fyrir. Það liggur auðvitað beinast
við að geyma nokkrar krukkur til
sultugerðar þegar uppskerutími
rabarbara, grænmetis og berja
gefur af sér gómsæti sem hægt er
að sulta og sýra í glerkrukkum,
en það er líka sönn heimilisprýði
að gefa krukkunum framhaldslíf
með því að mála þær eða hengja
í falleg snæri og sýna sköpunar-
kraft og fagurt auga heimilisfólks-
ins inni jafnt sem úti í garði. Til
dæmis má setja traust band utan
um nokkrar glerkrukkur saman
og hengja upp sem kertaljós sem
gefur rómantíska birtu, eða þá
að mála þær og sveipa lituðum
kreppappír til að skapa ljúfa
stemningu í garðinum nú þegar
tækifærin verða fleiri til að vera
úti við þegar rökkvar. Möguleik-
arnir eru óþrjótandi en allt lengir
það líftíma hlutanna.
Pastamáltíð verður að nytjalist
Gullfalleg og heimagerð kertaljósa-
króna úr gömlum sultukrukkum.
Í stað þess að henda glerkrukkum
má mála þær sem fagra kertastjaka.
Húsgögn eru framleidd úr mis-
munandi hráefnum, svo sem
timbri, áli, stáli og plasti og geta
innihaldið efni sem eru skaðleg
fyrir umhverfið og heilsuna þegar
þau smita út frá sér eða gufar upp
af þeim við notkun, framleiðslu og
förgun. Hér skiptir máli að spyrja
sig: Þarf ég á þessu að halda? Ef
svo er, veljum þá vörur af kost-
gæfni, með hliðsjón af endingu
og gæðum, vottun eða öðru sem
skiptir máli og nýtum vel hlutina
sem við kaupum.
n Veldu umhverfismerkt húsgögn
ef þau eru í boði, til dæmis með
Svaninum eða Evrópublóminu.
n Veldu trégarðhúsgögn með FSC-
merkinu. Þar eru gerðar kröfur
um að efniviður komi úr skógi
þar sem skógrækt tekur mið af
sjálfbærri þróun.
n Láttu lofta vel um ný innihús-
gögn í nokkra daga því þau geta
gefið frá sér skaðleg efni til að
byrja með. Regluleg loftræsting
er alltaf til bóta.
n Forðastu húsgögn með gervi-
leðri sem framleitt er úr PVC-
plasti með efnasambandi sem
er notað meðal annars til að
mýkja plastefni (e. phthalate).
Athugið að vörum sem inni-
halda PVC skal skila til endur-
vinnslu.
n Veldu húsgögn sem eru lökkuð
með vatnsþynnanlegu lakki.
n Reyndu að velja húsgögn úr
gegnheilu efni, sérstaklega ef
mikið mæðir á þeim, svo sem
eldhússtóla og eldhúsborð.
n Lengdu líftíma húsgagna með
því að gefa eða selja gömul og
heil húsgögn sem þú hefur ekki
not fyrir lengur.
Heimild: ust.is
Góð og gagnleg
húsgagnaráð
Þótt garðhúsgögnin séu orðin
veðruð er hægt að gera þau sem ný.
Við kaupum brotamálm
50
ISK 500 á kg. ISK 6 á kg. ISK 465 á kg.
ISK 325 á kg. ISK 325 á kg.
ISK 100 á kg.
ISK 40 á kg.ISK 65 á kg.
ISK 6 á kg.ISK 100 á kg.
ISK 55 á kg.
ISK 65 á kg. ISK 110 á kg.
ISK 6 á kg.
ISK 7 á kg. ISK 40 á kg.
ISK 400 á kg.
8 kynningarblað 13. mars 2021 LAUGARDAGURNYTJAHLUTIR OG ENDURVINNSLA