Fréttablaðið - 13.03.2021, Blaðsíða 16
Gunnar
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is
Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is
LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Mín skoðun Sif Sigmarsdóttir
Ástæða er til
að efast um
að verkið sé
á færi eins
manns, með
100 klukku
stunda
vinnu
framlagi.
Jón
Þórisson
jon@frettabladid.is
Lengsta sápuópera veraldar tók dramatíska vendingu í vikunni. Viðbrögðum við viðtali Opruh Winfrey við hertogann og hertogaynjuna
af Sussex má skipta í þrennt: Þau sem lýstu stuðningi
við Harry Bretaprins og Meghan Markle, þau sem
töldu bresku konungsfjölskylduna illa leikna og þau
sem gripu tækifærið til að gefa til kynna eigin and-
legu yfirburði með því að segjast vera „drullu sama“.
Viðtal Opruh sannar hið fornkveðna. „Skoðanir
eru eins og rassgöt,“ sagði Clint Eastwood í kvik-
myndinni Dirty Harry. „Allir eru með svoleiðis.“
Blaðafulltrúi Hvíta hússins hrósaði Meghan fyrir
að vera svo opinská um andlega heilsu sína. „Það er
eitthvað sem forsetinn trúir á.“ Hillary Clinton sagði
að stofnanir ættu ekki að „þröngva ungum konum
í úrelt mót“. Söngkonan Beyoncé þakkaði Meghan
fyrir „hugrekkið“. Donald Trump yngri brást við
með háði: „Þegar ég leita mér að rólegu lífi fjarri
augum fjölmiðla hringi ég í Opruh og læt hana taka
við mig viðtal.“ Megyn Kelly, fréttaþula á Fox, spurði
áhorfendur hvort þeir hefðu „nokkurn tímann séð
jafnmikið forréttindafólk spila sig sem önnur eins
fórnarlömb“.
Í ljósi alls þess sem sagt hefur verið um viðtalið við
Meghan og Harry mætti ætla að málið hefði verið
krufið til mergjar. Ein rödd hefur þó alveg verið
hunsuð.
Meghan og Harry lýstu því í viðtalinu við Opruh
að þau hefðu ekki átt annarra kosta völ en að f lýja
hirðina í Bretlandi og leita skjóls í Bandaríkjunum.
Þeim hefði verið meinaður stuðningur, venjulegt
líf, félagsskapur og andrými. Þau hefðu verið fangar
hallarinnar, fórnarlömb fornfálegrar stofnunar og
kaldlyndrar konungsfjölskyldu.
Í kvikmyndinni The Matrix segir frá tölvuþrjót-
inum Neo sem uppgötvar að veröldin eins og við
þekkjum hana, eins og við skynjum hana, er ein
stór lygi. Þegar hann kemst í kynni við hinn alvitra
Morpheus stendur hann frammi fyrir vali. Hann
getur gleypt bláa pillu og haldið áfram makindalegri
tilveru sem byggð er á blekkingu, eða hann getur
tekið rauðu pilluna og komist að óþægilegum sann-
leikanum.
„Ég var fastur en ég vissi ekki að ég var fastur,“ sagði
Harry við Opruh þegar hún spurði hvort hann hefði
nokkurn tímann flúið ef ekki hefði verið fyrir Meg-
han. „En svo hitti ég Meg.“
Harry tók rauðu pilluna úr hendi Morpheusar sem
leikinn var af Meghan Markle. Hann sá veröldina
eins og hún raunverulega var og braust út úr konung-
legri sýndarveröld. „Ég var fastur í kerfi, alveg eins og
restin af fjölskyldu minni er nú. Pabbi minn, bróðir
minn, þeir eru fastir. Þeir þekkja aðeins það sem þeir
þekkja. Ég hef reynt að fræða þá í gegnum sömu ferla
og ég gekk í gegnum,“ sagði Harry þungur á brún.
Grimmúðleg tímaskekkja
Meghan hefur talað. Harry hefur talað. Konungsfjöl-
skyldan hefur sent frá sér fréttatilkynningu. Það var
hins vegar gagg hænsnanna sem Meghan og Harry
halda í bakgarði sínum sem reyndist áhrifamesta
innleggið í deiluna. Táknræn merking fyrrum búr-
hænanna sem hjónin frelsuðu úr ánauð blasir við.
Eins og Meghan og Harry lifðu hænurnar læstar inni,
ófærar um að sýna af sér venjulega hegðun eins og að
breiða út vængina, leita sér ætis og verjast yfirgangi
annarra hænsna. Merkingin ristir þó dýpra.
Frá árinu 2012 hefur verið bannað að hýsa varp-
hænur í hefðbundnum búrum í Bretlandi. Þótt andi
köldu milli Harry Bretaprins og föður hans og bróður
sagðist hann vorkenna þeim: „Ólíkt mér geta þeir
ekki farið.“
Meghan og Harry eru ekki ein um að vera fórnar-
lömb. Breska konungsfjölskyldan er jafngrimmúðleg
tímaskekkja og búrhænur; hún er sápuópera sem ætti
að vera löngu búið að taka af dagskrá.
Gagg hænsnanna
Undanfarið hefur verið nokkurt írafár vegna verktakasamnings dómsmála-ráðherra við lögmann og fyrrverandi hæstaréttardómara, þar sem lög-maðurinn tekur að sér það verkefni að greina málsmeðferðartíma í refsi-
vörslukerfinu, frá því að rannsókn lögreglu hefst og að
upphafi afplánunar, auk viðbragða af ýmsu tagi sem
miði að því að stytta þennan tíma. Í samningnum, sem
Fréttablaðið hefur birt í heilu líki, er verkþáttum lýst,
svo sem styttingu boðunarlista Fangelsismálastofn-
unar og greiningu á málsmeðferðartíma og einstökum
lagabreytingum.
Tilgreint er að gert sé ráð fyrir að unnið skuli að
samantekt á upplýsingum um málsmeðferðartíma í
einstökum brotaflokkum, hjá lögreglu, ákæruvaldi og
fyrir dómi. Þá skuli safnað hugmyndum og tillögum
sem komið geta að gagni við að bæta skilvirkni rétt-
arvörslukerfisins. Þetta fari fram með samtölum við
lögmenn sem vanir eru meðferð sakamála. Að síðustu
er svo gert ráð fyrir tillögum um úrbætur.
Keppikefli stjórnvalda á hverjum tíma hlýtur að vera
að réttarvörslukerfið sé skilvirkt. Sömuleiðis hefur
margoft komið fram að málsmeðferðartíminn frá upp-
hafi rannsóknar sakamáls þar til málið hefur verið til
lykta leitt, hvort sem er með niðurfellingu máls, sýknu
eða sakfellingu, sé of langur.
Nýlega var í Landsrétti þinghald í síðasta sakamálinu
sem tengist efnahagshruninu, ríflega tólf árum síðar.
Brotaþolar hafa ítrekað kvartað undan hversu langur
tími líður þar til niðurstaða fæst um sekt eða sýknu
meints geranda.
Ein af meginreglum sakamálaréttarfars er að hraða
skuli meðferð máls eins og kostur er og tekur það hvort
tveggja til mála í rannsókn, ákæruferlis og meðferðar
fyrir dómi. Í því eru fólgin mannréttindi, hvort tveggja
þeirra sem bornir eru sökum og þeirra sem mögulega
hefur verið brotið gegn að niðurstaða máls sé fengin
eins fljótt og verða má. Í upphafsákvæði laga um fulln-
ustu refsinga segir að markmið þeirra sé að fullnustan
fari fram með öruggum og skilvirkum hætti.
Þannig er ljóst að löggjafinn ætlast til að refsivörslu-
kerfið í heild sé sem skilvirkast. Á lista þeirra sem bíða
afplánunar voru 213 árið 2009. Í lok síðasta árs taldi
listinn 638. Meðal þeirra eru sjálfsagt þeir sem hafa
bætt sitt ráð, stofnað heimili og eignast fjölskyldu. Að
því kemur svo að þeir verða lokaðir inni og betrunin,
sem þeir höfðu sjálfir staðið fyrir, unnin fyrir gýg.
Það er því að öllu samanlögðu þarft verk að vinna að
bættri skilvirkni í þessum málum.
Ljóðurinn á málinu var hins vegar sá að lögmaðurinn
sem upphaflega var valinn til verksins er umdeildur.
Án þess að tekin sé afstaða til þess, fer ekki hjá því að
móttökur við afrakstri vinnunnar hefðu litast af því
atriði. Það virðist líka hafa verið mat ráðherrans og lög-
mannsins þar sem annar lögmaður hefur nú tekið við
verkefninu. Eftir stendur að þessi farvegur er sérkenni-
legur. Ástæða er til að efast um að verkið sé á færi eins
manns, með 100 klukkustunda vinnuframlagi.
Þarna var dauðafæri að setja málið í umfangsmeiri og
faglegri farveg.
Réttarvarslan
mottumars.is
1 3 . M A R S 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R16 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN