Fréttablaðið - 13.03.2021, Blaðsíða 65
Frá vinstri: Daníel Ingólfsson, Bryndís Sigurðardóttir frá Reglu, Hannes Baldursson, Sturla Þór frá Splitti. Á myndinni má sjá hugbúnað sem SmartGO
vinnur með. SmartGO hefur heldur betur slegið í gegn að undanförnu og búist er við að notendum muni fjölga mikið á næstunni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
SmartGO (SRGO ehf.) er rekstrar-
þjónusta sem var stofnuð 2021.
Fyrirtækið annast heildrænar
lausnir með því að aðstoða fyrir-
tæki við að færa rekstur í betra
horf fyrir framtíðina, en í því fel-
ast áskoranir til endurnýtingar.
Sturla Þór, framkvæmdastjóri
SmartGO (SRGO ehf.), segir
að fyrirtækið hafi byrjað með
SmartGO verkefni um mitt síðasta
ár. SmartGO er hugbúnaður sem
er í eigu SRGO ehf., en tvö upp-
rennandi hugbúnaðarfyrirtæki,
Splitti ehf. og Reon ehf., stofnuðu
það í byrjun þessa árs. Fyrirtækið
er í meirihlutaeigu þessara tveggja
fyrirtækja. „SRGO ehf. er fyrirtæki
sem þjónar breiðum hópi umboðs-
söluaðila þegar kemur að sölu á
notuðum sem og nýjum vörum,
hvort sem um ræðir netverslun
eða verslun,“ útskýrir Sturla.
„SmartGO hugbúnaður hefur
heldur betur slegið í gegn síðustu
mánuði, þar sem það hafa farið
yfir 75.000 notaðar vörur í gegnum
sölukerfið og verslunareigendur
hafa séð tækifæri til að fara þessa
leið og ýta þar með undir endur-
nýtingu á fatnaði sem og fylgi-
hlutum á Íslandi sem er gott fyrir
umhverfið,“ segir hann.
Skilvirkni skiptir öllu máli
Sturla bendir á að áætlað sé að
árið 2021 fari um 350-400 þúsund
vörur í gegnum sölukerfið. „Kerfið
er hannað með það í huga að ein-
staklingur sem hyggst selja varning
hjá umboðssöluaðila geti gert það
á einfaldan hátt með nokkrum
aðgerðum. Hann fær eigin aðgang
og getur strax byrjað að setja inn
vörur sem hann hyggst selja. Kerfið
heldur síðan utan um söluna á
einfaldan hátt,“ segir hann og bætir
við að sprenging hafi orðið eftir að
fyrsta verslunin fór í loftið.
„SmartGO hefur aðstoðað þrjár
verslanir á Íslandi og mun þeim
fjölga á næstu misserum. Þessar
verslanir hafa náð mjög góðum
árangri með notkun SmartGO.
Tæknin er aðallykillinn en
SmartGO-kerfið tengist í rauntíma
við netverslunarkerfið Shopify.
Fyrir sölu í verslun höfum við
sérhannað tengingu við sölu og
bókhaldskerfið Reglu, með það
í huga að rekstraraðili geti haft
þetta á eins einfaldan hátt og hægt
er,“ segir Sturla og bætir við að leita
þurfi lengi til að finna sambærileg
kerfi eins og SmartGO.
„Við sjáum um allt sem tengist
uppsetningu á umboðssölukerfi,
bókunarvél á vefnum, netverslun-
ar- og sölukerfi á staðnum þannig
að ferlið er einfalt fyrir þau fyrir-
tæki sem hyggjast velja SmartGO
fyrir rekstur sinn.“
Hverjir geta notað SmartGO?
„Kerfið er hannað fyrir þá sem
vilja selja fyrir þriðja aðila, hvort
sem um ræðir leigu á básum/svæði
í verslun eða sölu í netverslun
til skamms tíma, einnig fyrir þá
heildsala sem eru með umboðs-
sölustaði víðs vegar um bæinn og
vilja hafa góða yfirsýn yfir vörur
sem eru til staðar í versluninni.
Kerfið býður upp á ótal möguleika,
sem gerir það frábært,“ útskýrir
Sturla.
Samstarf við Reglu
Bryndís Sigurðardóttir, sölustjóri
hjá Reglu, segist binda miklar
vonir við samstarfið við SmartGO.
„Við höfum fengið nokkrar fyrir-
spurnir um kerfi fyrir fyrirtæki
sem eru í endursölu notaðrar
vöru, til dæmis þar sem þarf að
halda utan um bása og sölu ásamt
uppgjöri á veltu þeirra. Við vorum
ekki með þá þjónustu en þegar
þeir félagarnir Sturla og Hannes
hjá Splitti kynntu sig til sögunnar
lá auðvitað beinast við að stökkva
á vagninn hjá þeim. Við sjáum
ekki eftir því. Fram undan eru
spennandi tímar á þessu sviði,“
segir Bryndís. „Endurnýting og
hringrásarhagkerfið hefur verið
öflugra í nágrannalöndunum og
við munum taka stefnuna þangað
um leið og við teljum að kerfið sé
tilbúið í þann slag,“ segir hún.
Hvert stefnir SmartGO?
„Þar sem endurnýting er fremst
á vörum manna í heiminum í
dag höfum við tekið af skarið og
hafist handa að fara á erlendan
markað með þessa lausn,“ segir
Sturla. „Við erum í viðræðum
við rekstraraðila erlendis með
innleiðingu á lausnum okkar
þegar kemur að sölu á notuðum
vörum með endurnýtingu í
huga. Kerfið er í stöðugri þróun
og mikil hreyfing á nýjum og
bættum möguleikum. Framtíðin
er því björt og við erum spenntir
fyrir komandi tímum. Við erum
sérstaklega ánægðir með að vera
þátttakendur í endurnýtingu
sem síðan mun hafa áhrif á allan
heiminn.“
SmartGO (SRGO ehf.) er í Skútu-
vogi 3. Hægt er að hafa samband
við fyrirtækið í síma 568 6800
eða með því að fara á splitti.is
Mætum þörfum nútímans
Verslunin Gullið mitt ehf. var sú fyrsta sem tók SmartGO í notkun hjá sér seinni hluta árs 2020. Á myndinni eru
Sturla Þór, framkvæmdastjóri SRGO ehf. ásamt Auði, Ómari Frey og Guðna Þór, eigendum Gullsins.
BARNAFÖT OG
FYLGIHLUTIR
SAMAN GETUM VIÐ
GERT BETUR
ENDURNÝTUM
OPIÐ ALLA DAGA
VIKUNNAR
GULLIDMITT.IS
HOLTAGÖRÐUM
BÓKAÐU BÁS
Ferlið er ótrúlega
einfalt og þægilegt
Komdu við og
gerðu góð kaup
Eyravegur 21 - Selfossi -
krilaflo.is - 868-0080
Það sem er gamalt
í þínum augum er
nýtt í mínum
Kauptu notað
Seldu notað
kynningarblað 5LAUGARDAGUR 13. mars 2021 NYTJAHLUTIR OG ENDURVINNSLA