Fréttablaðið - 13.03.2021, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 13.03.2021, Blaðsíða 24
Steinunn Birna var aðeins sex ára gömul þegar hún ákvað að leggja píanóleik fyrir sig og þó hún hafi verið í tímafrek- um ábyrgðarstöðum undanfarinn áratug spilar hún á hljóðfærið á hverjum degi og segist harðneita að fara úr formi. Mikið hefur mætt á óper ustjór-anum sem þó stendur keik í brúnni á meðan þess er beðið að Landsréttur taki afstöðu til áfrýjunar máls gegn Óperunni og hópur söngvara hefur lýst yfir van- trausti á stjórn hennar. En hver er þessi píanóleikari sem hefur kallað Hörpu sitt annað heimili í rúman áratug og bjó jafnvel um sig á skrif- stofunni í árdaga tónlistarhússins þegar ekki gafst tími til að fara heim yfir blánóttina? Steinunn er ógift en á eina dóttur og fjögur barnabörn og var ekki nema 37 ára gömul þegar hún varð amma. Hún hlær þegar hún er spurð út í hjónaband og segist eitt sinn hafa gengið í hjónaband, sem varði mjög stutt. „Mín lengri sambönd hafa ekki haft efnivið í lífstíðarbindingu. Hjónabandið entist í um eitt og hálft ár en út úr því kom þessi dásamlega dóttir sem ég gæti ekki verið lánsamari með.“ Mikill vinskapur er augljóslega á milli Steinunnar og einkadóttur- innar Brynhildar Björnsdóttur, stjórnarformanns GG Verks og fyrr- verandi varaþingmanns Bjartrar framtíðar. Rifjar Steinunn upp skemmtilegar minningar um hvaða áhrif það hafði á dótturina að alast upp sem einkabarn einstæðrar móður í tónlistarnámi. „Hún var ákveðin í að eiga alltaf samstætt stell og það yrði alltaf matur klukkan sex á aðfangadag. Hún ætlaði sér líka að eiga stóra fjölskyldu og alls ekki verða tónlist- armaður. Það skipti hana miklu að halda í hefðir sem ég hef aldrei haft þörf fyrir. En líklega leitum við allt- af að því sem er andstætt því sem við sjálf venjumst í bernsku. Það var mikil festa í minni bernsku og líklega fékk ég þar minn skammt.“ Árið 1983 hélt Steinunn í meist- aranám í tónlist í Boston og var dóttirin hluta námsferilsins hér heima hjá móðurömmu og -afa og svo í Bandaríkjunum hjá móður sinni. „Ég þurfti að redda mér vinnu með skólanum og bankaði upp á í kirkju einni og bauð mig fram sem orgelleikara þó ég hefði þá aldrei leikið á orgel. Ég var ráðin á staðn- um og þetta er eitt besta djobb sem ég hef fengið, spilaði eina messu á sunnudegi og gat þannig greitt leigu og hluta uppihalds okkar.“ Söfnuðurinn var sænskur og kallaðist Church of New Jerusalem og var í frjálslyndari kantinum. „Ein jólin þegar ég þurfti að spila messu klukkan sex, akkúrat þegar Brynhildur vildi byrja að borða jólamatinn, hafði ég boðið félög- um mínum úr tónlistarskólanum sem ekki komust heim um jólin, til okkar í jólamat. Þar komu saman ýmis þjóðerni og tóku allir með rétt frá sínu heimalandi og hljóðfæri sín. Mér fannst þetta æðisleg jól en Brynhildur leit á mig skelfingu lost- in og sagði: „Þetta fólk er ekki einu sinni skylt okkur,“,“ rifjar Steinunn upp hlæjandi en segist þó halda að í dag sé dóttirin sátt við minninguna. Steinunn er einkabarn foreldra sinna og ólst upp í Smáíbúðahverf- inu þar sem faðir hennar var skóla- stjóri Réttarholtsskóla. „Pabbi var mikill menntamaður, klettur í mínu lífi og mikill vinur minn.“ Þegar Steinunn vann að opnun Hörpu árið 2011 lá faðir hennar banaleguna. „Ég spurði hann út í hvað hann héldi að hefði hjálpað sér í að vera svona góður í að vera manneskja. Honum brá við spurninguna en svaraði svo að líklega hefði þar miklu skipt markmið hans að búa sér alltaf til tilhlökkunarefni. Hann fann sér eitthvað til að hlakka til samdægurs, eftir nokkrar vikur og eftir ár. Þetta gerði hann alla tíð og var alltaf í jafnvægi og sátt. Ég ákvað að tileinka mér þetta og geri meðvitað, sérlega þegar það er ekkert augljóst til að hlakka til – þá er áskorunin stærst.“ Fann ástríðuna snemma Steinunn er menntaður píanóleikari og hefur starfað lengi við listina en hún var kornung þegar hún áttaði sig á því að þar lægi ástríða hennar. „Pabbi hlustaði mikið á söngleiki en mamma var og er mjög listræn. Hún kenndi sjálfri sér að spila á píanó en fékk aldrei þessa kennslu sem ég svo síðar fékk. En hjá þeim fékk ég mikinn stuðning á þessu sviði og til að mynda tók hún á sig aukavinnu til að safna fyrir píanói fyrir mig.“ Hún rif jar upp að sem barn hafi hún varið miklum tíma í bíl- skúrnum ásamt föður sínum, þar hafi hann hlustað á Kanaútvarpið á meðan hún dundaði sér. „Pabbi menntaði sig í Banda- ríkjunum og hafði gaman af því að hlusta á lýsingar á hafnabolta- leikjum. Á eftir leikjunum var þátturinn Music Appreciation og intróið að þeim þætti var hægi kaf linn úr Pathetique sónötunni eftir Beethoven. Ég gleymi aldrei því augnabliki sem ég heyrði kaf lann fyrst aðeins sex ára gömul. Ég hreinlega leystist upp í frumefni af hrifningu við að heyra þetta: hljóðfærið, hljóminn og verkið. Þegar kaf linn var búinn leit ég á pabba og sagði: „Þetta er það sem ég ætla að gera þegar ég verð stór!“ Hann svaraði bara „auðvitað“, þó hann hefði ekki hug- mynd um hvað ég væri að tala um.“ Steinunn var komin í píanótíma vikunni á eftir og að fjórum árum liðnum hafði hún lært að spila umrædda sónötu. „Þetta snýst allt um að finna það sem gefur manni svona mikið þótt það gerist ekki alltaf á þennan hátt.“ Steinunn segist tengja við þau fjögur atriði sem Japanir ráðleggi sínu fólki að hugsa út í við val á starfi. „Veldu eitthvað sem þú elsk- ar, sem þú ert góður í, sem heimur- inn þarfnast og þú færð borgað fyrir. Ef þú tikkar ekki í þessi fjögur box, leitaðu þá áfram.“ Rak ísbíl í Boston Sjálf hefur Steinunn lært mikið í rekstri með því að framkvæma hlutina og segist hafa farið í gegn- um tvær eldskírnir í þeim efnum. „Það var þegar ég rak ísbílinn í Boston og svo þegar ég stofnaði Reykholtshátíðina þar sem ég var ein ábyrg fyrir fjárhagslegri útkomu,“ segir Steinunn en hún stofnaði hátíðina árið 1996 og stjórnaði henni fyrstu árin. „Í Hörpu tekur þetta svo á sig stærri mynd en er í grunninn það sama. Í listframleiðslu er mikil- vægt að hugsa stórt, einmitt þegar maður er við það að missa kjark- inn.“ Starf Steinunnar í tónlistargeir- anum er þekkt en rekstur ísbíls í Boston hljómar forvitnilega. „Ég vaknaði við þann vonda draum þegar eitt ár var eftir af framhaldsnáminu, að ég ætti ekki rétt á meiri námslánum og sá þá bandaríska mjólkurfyrir- tækið Hood auglýsa að hægt væri að fá leigða hjá þeim ísbíla og reka sjálfur. Það virkaði auðvitað sem galin hugmynd að tónlistarnemi með litla akstursreynslu og enn síður sölureynslu tæki slíkt að sér en örvæntingin rak mig áfram og ég lét slag standa.“ Steinunn f leytti þeim mæðgum þannig áfram á meðan á námi stóð með ísbílsrekstri, orgelleik og starfi á kaffihúsi. „Ég hafði mikinn stuðning frá mínum foreldrum og Brynhildur var líka mikið hjá þeim. Þetta var samvinnuverkefni enda miklu f lóknara að vera móðir, svo ég tali nú ekki um einstæð móðir, í Banda- ríkjunum en á Íslandi. Samfélagið gerir ekki ráð fyrir því. Það kom mér líka á óvart hversu mikla for- dóma þeir hafa fyrir þessari þjóð- félagsstöðu.“ Aldrei einsett sér að finna maka Þegar talið berst að langtímasam- böndum og barneignum segist Steinunn aldrei hafa verið góð í að gera plön varðandi eigið líf. „Ég get gert langtímaplön fyrir þær stofnanir sem ég stjórna en ekki fyrir sjálfa mig,“ segir hún í léttum tón. „En af einhverjum ástæðum hefur lífið alltaf leitt mig þangað sem mig langar að vera og fyrir það er ég þakklát. Ég hef heldur ekki þörf fyrir að líta til baka og hugsa „Hvað ef?“ Það hefur hellingur gerst sem ég hefði alveg viljað losna við en miklu meira sem ég er þakklát fyrir. Ég hef aldrei einsett mér að finna mér maka, kannski er ein- hver bóhem taug í mér eða þörf fyrir sjálfstæði sem gefur ekki færi á þeim möguleika.“ Hún segist aldrei upplifa ein- manakennd enda sé það tilfinning sem einkabörn þekki sjaldnast. „Einvera var svo stór hluti af upp- vextinum og ég notaði ímyndunar- aflið mikið, lifði mikið í dagdraum- Maður verður að þola hnjask Áður en Steinunn Birna Ragnarsdóttir tók við stjórn Íslensku óperunnar árið 2015 var hún tónlistarstjóri Hörpu í fimm ár. Þar lærði hún að aftengja egóið og taka gagnrýni ekki persónulega, lærdómur sem hefur nýst vel. Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is ÉG HEF ALDREI EINSETT MÉR AÐ FINNA MÉR MAKA, KANNSKI ER EINHVER BÓHEM TAUG Í MÉR EÐA ÞÖRF FYRIR SJÁLFSTÆÐI SEM GEFUR EKKI FÆRI Á ÞEIM MÖGULEIKA. 1 3 . M A R S 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R24 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.