Fréttablaðið - 13.03.2021, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 13.03.2021, Blaðsíða 2
Tilraunaverkefni lög- reglunnar á höfuðborgar- svæðinu var ekki haldið áfram vegna hagræðinga. Krafin svara Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra stóð í ströngu á Alþingi í gær er hún var innt skýringa á áfrýjun dóms héraðsdóms um brot hennar á jafn- réttislögum við ráðningu ráðuneytisstjóra. „Falleinkunn, bæði hjá kæru nefnd og aftur fyrir dómi,“ sagði Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar. Lilja sagði faglega staðið að málinu. „Það kann að vera að hæst virtur þing maður eigi erfitt með að sætta sig við það.“ FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR SKIPUL AGSMÁL „Ég er tengdur svæðinu þannig að ég mun klár- lega leggja mig allan fram. Ég vona bara að hver sá sem vinnur verði með frábært verkefni,“ segir Krist- ján Breiðfjörð Svavarsson lands- lagsarkitekt. Kristján er hluti af hinu alþjóð- lega teymi Apríl arkitektum, sem er eitt af þremur teymum sem munu taka þátt í hugmyndasam- keppni um skipulag og hönnun Langasandssvæðisins á Akranesi. Alls vildu fjórtán teymi taka þátt. Kristján býr á Svalbarða en er fæddur á Akranesi og hefur sterkar tengingar til Skagans þó að hann hafi alist upp á Húsavík. „Það var löngu ákveðið að ég ætti að fæðast á Skaganum því amma var ljósmóðir þar. Ég var oft á sumrin hjá afa og ömmu á Akra- nesi og dagarnir enduðu sjaldnast án þess að hafa farið niður í fjöru að tína steina og annað sem rak á land. Minningar og upplifanir af svæðinu eru ávallt plús.“ Þetta er í fyrsta sinn sem teymið vinnur saman. Eðlilega er f jar- vinna stór hluti af vinnunni enda langt á milli meðlima. „Tæknin gerir heiminn lítinn og það er ekk- ert mál. Ég er samt að gæla við að fara suður eftir og taka góða törn á Íslandi, en sú ákvörðun verður sennilega tekin með stuttum fyrir- vara á þessum makalausu tímum,“ segir Kristján sem á og rekur svav- arssondesignlab og þá er hann einnig að vinna hjá Lo:Le landskap í Tromsö. „Þar sem maður býr á Svalbarða, 1.300 kílómetra frá norðurpólnum, tekur maður það sem rekur á fjörur. Auk f jar vinnu minnar frá frá Tromsö rek ég mitt eigið fyrir- tæki og eru verkefni allt frá vöru- merkjum og upp til landslagsarki- tektúrs. Hjá Lo:Le landskap er margt skemmtilegt í gangi. Núna er lokuð samkeppni um framhalds- skóla sem býður upp á hreindýra- hirðismenntun og þjóðleikhús í Kautakeino,“ segir Kristján. benediktboas@frettabladid.is Hannar Langasand frá heimilinu á Svalbarða Kristján Breiðfjörð Svavarsson landslagsarkitekt, sem búsettur er á Svalbarða, er hluti af alþjóðlegu teymi sem sækist eftir að skipuleggja Langasandssvæðið á Akranesi. Hann er fæddur á Akranesi og segir tæknina gera heiminn lítinn. Longyearbyen þar sem Kristján og fjölskylda búa. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Sólin komin „Núna er gengið í garð uppáhalds tímabilið mitt á árinu því núna er sólin komin til baka og snjór og kuldi. Þá er hægt að þvælast um allt á snjó- sleða í góðu skyggni og bráðum miðnætursól. Það er hálfruglað hversu hratt allt breytist hér frá því að hafa birtu yfir í enga birtu. Miðnætursólin kemur 20. apríl og sest ekki fyrr en 22. ágúst. En tími myrkursins byrjar 26. októ ber og stendur fram til 15. febrúar. Pólar-nóttin er inni í því tímabili en þá er sólin allan tímann undir sjóndeildarhringnum, það er á tímabilinu 11. nóvember og til 30. janúar. Þá finnur maður að líkaminn fer á annað tempó. Ég hef alltaf tekið útihlaup á stuttbuxum á þessu tímabili ef það er vindstilla og frostið fer ekki niður fyrir -15°C. Það er mjög mikilvægt að hugsa um sig á þessu tímabili,“ segir Kristján. FJÖLMIÐLAR Fréttavaktin er nýr fréttaþáttur sem hefur göngu sína á sjónvarpsstöðinni Hringbraut klukkan 18.30 á mánudagskvöld. Í nýja þættinum verður farið yfir fréttir dagsins með ritstjóra, frétta- stjórum og blaðamönnum Frétta- blaðsins, ásamt því sem áhersla verður lögð á fréttaviðtöl og frétta- skýringar í bland við fréttaefni víða að af landinu. „Við ætlum að bjóða upp á frétta- umfjöllun í f lutningi fagfólks og sérfræðinga á sameinaðri ritstjórn Hringbrautar og Fréttablaðsins,“ segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, sjónvarpsstjóri Hringbrautar sem leiðir verkefnið. „Við erum að gefa áhorfendum færi á að fylgjast með því helsta sem er að gerast heima og erlendis í opinni dagskrá, þeim að kostnaðar- lausu, með fulltingi reynslumikilla fjölmiðlamanna og sérfræðinga á mörgum sviðum utan úr bæ.“ Sigmundur segir sjónvarpsfréttir hafa verið að þróast í þessa veru, með gestum sem greina fréttir líð- andi stundar af þekkingu. „Ég hef fulla trú á því að fólkið í landinu taki fréttamiðlun af þessu tagi vel.“ Fréttavaktin verður á dagskrá virka daga klukkan 18.30, en þátt- inn má einnig sjá á frettabladid.is. „Við höfum vel þjálfaða herdeild blaða- og fréttamanna að baki okkar. Þetta verður gaman og gef- andi, en umfram allt fjölbreytt og fræðandi.“ Nýr fréttaþáttur í loftið Við ætlum að bjóða upp á fréttaum- fjöllun í flutningi fagfólks á sameinaðri ritstjórn Hring- brautar og Fréttablaðsins. Sigmundur Ernir Rúnarsson, sjónvarpsstjóri Hringbrautar LÖGREGLUMÁL Engin sálfræði- meðferð er í boði fyrir kærendur kynferðisbrota hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, eins og dómsmálaráðherra hélt fram á Facebook í vikunni. Embættið blés til tilraunaverk- efnis frá 1. mars í fyrra og bauð kær- endum kynferðisbrota upp á viðtal hjá sálfræðingi bæði fyrir og eftir skýrslutöku hjá lögreglu. Ráðinn var sálfræðingur tímabundið til að sinna verkefninu. Því lauk hins vegar 1. mars síðastliðinn. „Þetta var ráðning í eitt ár og gafst mjög vel,“ segir Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðis- brotadeildar lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu. Hann segir þann tíma sem tilraunin stóð yfir hafa verið mjög óeðlilegan með vísan til faraldursins. Tilraunin þyki þó hafa gefist mjög vel og vonandi verði haldið áfram með verkefnið í ein- hverri mynd. „Ekki var unnt að halda verkefn- inu áfram vegna hagræðingar,“ segir Halla Bergþóra Björnsdóttir, lög- reglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Aðspurð segir hún ekkert hafa verið ákveðið um framhaldið. – aá Engin meðferð fyrir kærendur kynferðisbrota Ellen Kristjánsdóttir Jón Jónsson Sigríður Thorlacius Sigurður Guðmundsson AUKATÓNLEIKAR 22. mars kl. 20.00 Eldborg Hörpu MIÐASALA Á HARPA.IS OG Í SÍMA 528 5050 UPPSELT 21. MARS! 1 3 . M A R S 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.