Fréttablaðið - 13.03.2021, Blaðsíða 6
Það er ennþá ekkert
víst með
að það muni
gjósa.
Magnús Tumi
Guðmundsson,
jarðeðlisfræðingur
✿ Líklegar leiðir hrauna
Unnið upp úr gögnum Eldfjallafræði og náttúruvárhóp Háskóla Íslands
Miklar
Litlar
GildiReykjanesbær
Vogar
Grindavík
Bláa lónið
Þorbjörn
Nátthagi
Borgarfjall
Keilir
Kleifarvatn
Reyk
jane
sbra
ut
Suðurstrandarvegur
KvikugangurGrindavíkur- vegur
Fagradalsfjall
Kortið sýnir
líklegar leiðir
hraunrennslis
ef til eldgoss
kæmi á svæð-
inu í kringum
Fagradalsfjall
á Reykjanesi.
Hugsanlegt
gossvæði hefur
stækkað og
eru mögulegir
gosstaðir því
orðnir fleiri en
áður þó enn
séu þeir allir
fjarri byggð.
ELDGOS „Það eru meiri líkur en
minni á að þetta verði ekki stórt
gos,“ segir Magnús Tumi Guð-
mundsson, jarðeðlisfræðingur í vís-
indaráði almannavarna, um mögu-
legt gos á Reykjanesskaga. Magnús
segir allar líkur á því að gos á þessu
svæði yrði miklu minna en gosið í
Holuhrauni 2014-2015.
Ví s i nd a r áð a l m a n n ava r n a
fundaði á fjarfundi í gær til að ræða
jarðskjálftahrinuna á Reykjanes-
skaga. Á fundinum kom fram að
kvikugangur í kringum Fagradals-
fjall hefur haldið áfram að stækka
en óvissa er um hversu hratt kviku-
flæðið er. Gögn síðustu daga benda
til þess að kvikugangurinn sé að
færast í átt að suðurströndinni
en nýjustu mælingar benda ekki
til þess að hann hafi færst mikið
undanfarna sólarhringa.
Magnús Tumi segir stöðuna ekki
hafa breyst mikið síðustu daga og að
þróunin hafi haldist svipuð undan-
farinn hálfan mánuð.
„Það sem hefur gerst á síðustu
tveimur, þremur sólarhringum, er
að virknin hefur færst suður og er
núna komin sunnan í þetta fjall-
lendi. […] En það er enn þá ekkert
víst með að það muni gjósa.“
Mikil skjálftavirkni hefur mælst
upp af dalnum Nátthaga suður af
Fagradalsfjalli, sem gefur vísbend-
ingar um að þar liggi syðsti endi
kvikugangsins. Skjálfti af stærðinni
5.0 mældist þar að morgni föstu-
dags klukkan 7.43.
„ Sennilegasta sviðsmy ndin,
miðað við það hvað þessi kvika
virðist ekkert hafa neitt voðalega
mikinn áhuga á að koma upp, er að
ef það gýs þá er frekar líklegt að það
verði lítið. En engu af þessu er hægt
að slá föstu,“ bætir Magnús þó við.
Ólíklegt þykir að möguleg gos-
sprunga suður af Fagradalsfjalli
muni ná til sjávar og eru líkur því
hverfandi að gjósa muni neðan-
sjávar með tilheyrandi öskugosi.
Á fundi vísindaráðs var einn-
ig farið yfir mögulega gasmengun
sem fylgt gæti fyrirhuguðu gosi.
Meðal þeirra gastegunda sem losn-
að gætu í gosinu er brennisteins-
díoxíð (SO2), litlaus lofttegund sem
flest fólk finnur lykt af. Umtalsvert
magn brennisteinsdíoxíðs losnar út
í andrúmsloftið á hverju ári, meðal
annars við iðnað og samgöngur, en
lofttegundina er að finna í öllu jarð-
efnaeldsneyti.
Samkvæmt vef Umhverfisstofn-
unar hefur það „neikvæð áhrif
á heilsu manna og hár styrkur
brennisteinsdíoxíðs getur hindrað
öndun, ert augu, nef og háls, valdið
köfnun, hósta, öndunarsjúkdómum
og óþægindum í brjósti.“
„Þetta er eitthvað sem við verðum
að taka alvarlega, það er ósköp ein-
falt, og vera við þessu búin,“ segir
Magnús Tumi en bætir við að
brennisteinsdíoxíð sé ekki eitrað í
þeim skilningi að þó fólk andi því
að sér í einhverju magni þá jafni það
sig yfirleitt f ljótt strax og það kemst
í betra loft. thorvaldur@frettabladid.is
Mögulegt eldgos yrði töluvert
minna en gosið í Holuhrauni
Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur telur ólíklegt að mögulegt eldgos hjá Fagradalsfjalli
verði stórt og segir þróunina vera svipaða og undanfarnar tvær vikur. Fram kom á fundi vísindaráðs al-
mannavarna á föstudag að kvikugangurinn hefði stækkað, en ekki færst mikið til undanfarna daga.
DÓMSMÁL Dómur yfir Sigurjóni
Þ. Árnasyni, fyrr verandi banka -
stjóra Lands bankans, var mild-
aður umtalsvert í Hæstarétti í gær
er hann var dæmdur í tólf mán-
aða skilorðsbundið fangelsi fyrir
markaðsmisnotkun í svokölluðu
Ímon máli sem var endurupptekið.
Hæstiréttur hafði áður dæmt hann
í þriggja og hálfs árs fangelsi í mál-
inu.
Dómur í máli Sigríðar Elínar Sig-
fúsdóttur var einnig mildaður og
fékk hún fjögurra mánaða dóm.
Hæstiréttur hafði áður dæmt hana
í átján mánaða fangelsi og hefur hún
þegar lokið afplánun.
Annar dómur í enduruppteknu
máli Sigurjóns var kveðinn upp
í gær, einnig vegna markaðsmis-
notkunar. Var níu mánaða refsing í
því máli skilorðsbundin vegna tafa
á málsmeðferðinni. – aá
Skilorðsdómar
í máli Sigurjóns
og Elínar í gær
Aðalmeðferð málsins í Hæstarétti
fór fram í febrúar síðastliðnum.
DÓMSMÁL Odd geir Einars son,
hæsta réttar lög maður og verjandi
Árna Gils Hjalta sonar, segir að
réttast væri af ríkis valdinu að stíga
fram og bjóða skjól stæðingi hans
bætur.
Árni var sýknaður í Lands rétti í
gær af á kæru um til raun til mann-
dráps eftir að hafa verið dæmdur í
fjögurra ára fangelsi í héraðs dómi
árið 2019. Málið hefur velkst um
dóms kerfið í fjögur ár og sat Árni í
gæslu varð haldi og ein angrun í sam-
tals 277 daga.
Odd geir bendir á að skjól-
stæðingur hans hafi verið með þetta
mál á herðunum í rúm fjögur ár.
„Hann sat sak laus í gæslu varð-
haldi lungann úr árinu 2017 og við
höfum nú rekið málið fjórum sinn-
um fyrir dómi og á öllum þremur
dóm stigum. Að mínu mati er með
hreinum ó líkindum að héraðs-
dómur hafi tví vegis talið rétt að
dæma skjól stæðing minn í fang-
elsi fyrir til raun til mann dráps.
Sem betur fer hafa Hæsti réttur og
nú Lands réttur staðið vörð um þá
grund vallar reglu réttar ríkisins að
sak fella ekki mann nema sekt hans
sé sönnuð þannig að hafið sé yfir
skyn sam legan vafa,“ segir Odd geir.
Hann segir ljóst að Árni eigi rétt á
bótum vegna málsins. „Réttast væri
að ríkis valdið stigi fram og byði
honum bætur að eigin frum kvæði
eftir allt það sem það hefur gert
manninum. Ef ekki þá verður farið
í bóta mál og það er ljóst að krafan
verður ekki í lægri kantinum.“ – eþs
Telur rétt að ríkið sýni frumkvæði gagnvart Árna
LÖGREGLUMÁL Landsréttur féllst í
gær á kröfu lögreglunnar um vitna-
skyldu verjandans Steinbergs Finn-
bogasonar í rannsókn lögreglunn-
ar á morðinu í Rauðagerði.
„Þessi niðurstaða er sérstök í því
ljósi að lögum samkvæmt er lög-
manni ekki heimilt að bera vitni í
máli umbjóðanda síns,“ segir Stein-
bergur og bætir við: „Þess vegna
verður í fyrsta lagi forvitnilegt að
sjá hvað lögreglan vill spyrja um,
í öðru lagi hvort dómstólar muni
samþykkja að ég verði spurður
þeirra spurninga og í þriðja lagi
hvort ég verði yfir höfuð leiddur í
vitnastúkuna.“
Steinbergur segist ekki þekkja
dæmi um að lögmenn „sem lögregl-
an hefur losað sig við með þessu
bragði“ hafi í raun gefið skýrslu.
Lögreglan hafi þannig ekki nýtt
heimild dómara, heldur látið duga
að taka verjandann frá málinu. – aá
Fallist á kröfu
um skýrslugjöf í
Landsrétti í gær
Odd geir
Einars son,
hæsta réttar lög-
maður.
Parket
Gríðarlegt úrval af viðarparketi ásamt vatnsþolnu harðparketi
og vínylparketi má finna í sýningarsal okkar á Dalvegi 10-14.
Komdu við og ræddu við sérfræðinga
Parka og fáðu faglega ráðgjöf
Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi • 595 0570
1 3 . M A R S 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð