Fréttablaðið - 13.03.2021, Blaðsíða 44
OSSUR.IS
Fjármálasvið Össurar leitar að metnaðarfullum aðila í starf sérfræðings í fjárstýringu. Fjárstýring ber meðal
annars ábyrgð á fjármögnun félagsins, lausafjárstýringu auk áhættustýringar á þeim sviðum.
HÆFNISKRÖFUR
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi, svo sem viðskipta-,
hag- eða verkfræði
• Að lágmarki 2 ára reynsla af störfum við fjárstýringu eða
við önnur störf á fjármálamarkaði
• Reynsla af fjárstýringarkerfum og innleiðingu þeirra er
kostur
• Framúrskarandi þekking á Excel
• Mjög góð enskukunnátta í ræðu og riti
• Góð skipulagsfærni, frumkvæði, sjálfstæði og nákvæmni
í vinnubrögðum
Sérfræðingur í fjárstýringu
(Treasury Specialist)
STARFSSVIÐ
• Þátttaka í innleiðingu á stefnumótandi verkefnum
á sviði fjárstýringar
• Innleiðing á fjárstýringarkerfi
• Samskipti við erlenda banka og umsjón með
bankainnleiðingum
• Aðstoð við fjármögnun og lausafjárstýringu
• Aðstoð við áhættustýringu, s.s. gjaldeyrisvarnir
• Önnur tilfallandi verkefni á sviði fjárstýringar
Össur er leiðandi alþjóðlegt fyrirtæki á sviði stoð-
og stuðningstækja.
Hjá félaginu starfa um 3.500 manns í 26 löndum.
Gildi félagsins eru:
Heiðarleiki – Hagsýni – Hugrekki
Umsóknarfrestur er til og með 22. mars 2021.
Við hvetjum áhugasama til að sækja um, óháð kyni
og uppruna.
Sótt er um starfið á vef Össurar, ossur.is/mannaudur.
Athugið að velja viðeigandi starf.
For English version, please see the above webpage.
Nánari upplýsingar veitir mannauðsdeild
í síma 515 1300.
Fóðurblandan óskar eftir að ráða drífandi og jákvæðan einstakling til þess að leiða
framleiðslusvið fyrirtækisins.
FRAMKVÆMDASTJÓRI FRAMLEIÐSLUSVIÐS
Helstu verkefni og ábyrgð
• Ábyrgð á verksmiðju og allri framleiðslu
• Rekstrar- og fjárfestingaráætlunargerð fyrir
framleiðslusvið
• Kostnaðareftirlit, framleiðslugreiningar og
samantektir
• Ábyrgð á mannauðsmálum framleiðslusviðs
• Samskipti við hagsmunaaðila vegna
framleiðslu- og gæðamála
• Leiðandi í skipulagi og stefnumótun
framleiðslu og ber ábyrgð á gæða-, öryggis-,
framleiðslu- og fræðslumálum framleiðslusviðs
• Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
• Haldgóð iðn- eða háskólamenntun sem nýtist
í starfi
• Víðtæk reynsla af stjórnun tengdri framleiðslu
skilyrði
• Þekking á gæða- og öryggismálum
• Framúrskarandi skipulags- og samskiptahæfni
og reynsla af starfsmannamálum
• Stefnumótandi og árangursmiðuð hugsun
• Hæfileikar til að skapa sterka liðsheild
• Gott vald á íslensku og ensku, bæði í ræðu
og riti
Fóðurblandan hf. er rótgróið íslenskt
landbúnaðarfyrirtæki sem verið
hefur leiðandi í framleiðslu og sölu á
landbúnaðartengdum vörum í áratugi. Hjá
Fóðurblöndunni starfar öflugur hópur fólks
sem nýtir þekkingu sína til að efla árangur,
hagsæld og öryggi viðskiptavina sinna.
Við bjóðum upp á góðan starfsanda og
liðsheild, tækifæri til endurmenntunar og
þátttöku í verkefnum sem skipta máli
fyrir alla.
Umsóknir óskast fylltar út á hagvangur.is
Umsókninni þarf að fylgja starfsferilskrá og
kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir
ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir
hæfni í starfið.
Umsóknarfrestur er til og með 31. mars nk. Nánari upplýsingar veitir Hlynur Atli Magnússon, hlynur@hagvangur.is
4 ATVINNUBLAÐIÐ 13. mars 2021 LAUGARDAGUR