Fréttablaðið - 13.03.2021, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 13.03.2021, Blaðsíða 66
Hringrásarverslunin Hringekjan selur notuð föt og fylgihluti fyrir fullorðið fólk. Hægt er að leigja bása í 1-4 vikur í senn og er lögð mikil áherslu á að veita við- skiptavinum góða þjónustu. Hringrásarverslunin Hringekjan var nýlega opnuð í Þórunnartúni í Reykjavík en þar er hægt að leigja bása og selja notuð föt og fylgi­ hluti. Það eru hjónin Davíð Örn Jóhannsson og Jana Maren Óskars­ dóttir sem stofnuðu verslunina en þau hafði lengi dreymt um að vinna að einhverju skemmti­ legu verkefni saman, segir Davíð. „Heimsfaraldurinn gaf okkur kjörið tækifæri til að láta draum­ inn rætast og þróa þetta verkefni saman. Við erum mikið áhuga­ fólk um endurnýtingu af öllum toga, hvort sem það er fatnaður, húsgögn eða annað, og þannig kviknaði sú hugmynd að opna hringrásarverslun með fatnað og fylgihluti.“ Jana hefur mikla reynslu af rekstri tískuvöruverslana og Davíð er menntaður tölvunarfræðingur. Saman geta þau því nýtt þekkingu sína og styrkleika til að leggja sitt af mörkum í baráttunni við fata­ sóun. „Við viljum nýta það sem er til í landinu. Þannig er Hringekjan vettvangur fyrir endurnýtingu á fatnaði og fylgihlutum allra kynja, þar sem viðskiptavinir okkar leigja rými undir sölu á notuðum vörum sínum,“ bæti Jana við. Fjölbreytt vöruúrval Þau segjast snemma hafa ákveðið að einbeita sér að því að taka ein­ göngu til sölu fatnað og fylgihluti fyrir fullorðna, en það liggur mjög vel að reynslu Jönu. „Vöruúr­ valið er hins vegar mjög fjölbreytt hjá okkur, allt frá buxum, kjólum, kápum og skóm, yfir í íþróttafatn­ að og merkjavöru fyrir alla aldurs­ hópa og öll kyn. Hér má finna bæði nýlegar og „vintage“ vörur svo það ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi hjá okkur.“ Þau hafa líka tekið vel á móti ungum hönnuðum sem hafa verið að þróa vörur úr endurnýttum efniviði. „Við ætlum okkur að vera áfram með vettvang fyrir hönn­ uði hvaðanæva af landinu til að koma vörum sínum á framfæri og bendum við áhugasömum ein­ staklingum á að hafa samband við okkur.“ Einfalt ferli Bókunarferlið er afar einfalt að þeirra sögn og fer fram í gegnum hringekjan.is. „Þar er hægt að bóka bás í 7, 14, 21 eða 28 daga. Básarnir samanstanda af 80 cm slá og hillu auk þess sem hverjum bás fylgir 56 lítra lagerkassi sem við nýtum til áfyllingar á básinn eftir þörfum. Við mælum með því að það fari um 25 til 30 flíkur á hverja slá en það kemst annað eins fyrir í lagerkass­ anum. Viðskiptavinir geta komið með allt að 60 flíkur í einu og er þeim að sjálfsögðu velkomið að bæta á lagerinn í gegnum allt leigu­ tímabilið.“ Þau segjast hafa lagt mikla áherslu á góða þjónustu frá upp­ hafi. „Við viljum líka að verslunin okkar sé sem hlýlegust en þess má geta að hillukerfið sem við hönn­ uðum og smíðuðum inn í rýmið var hannað með það að markmiði að flíkurnar fengju að njóta sín sem best í skemmtilegu umhverfi.“ Komin til að vera Bæði segjast þau finna fyrir mikilli hugarfarsbreytingu í samfélaginu þegar kemur að endurvinnslu og endurnýtingu á til dæmis fatnaði og hlutum. „Miðað við þau gríðar­ lega góðu viðbrögð sem við höfum upplifað þá er það augljóst að það er að eiga sér stað afar jákvæð þróun í rétta átt í þjóðfélaginu, þar sem við verðum vör við vitundarvakningu á öllum stigum þjóðfélagsins. Við­ skiptavinir okkar koma úr flestum stigum þjóðfélagsins, þá bæði sem seljendur og kaupendur og eru allt frá unglingum til eldri borgara. Þessi þróun er sannarlega komin til að vera.“ Nánari upplýsingar á hringekjan. is og á Instagram (@hringekjan- verslun). Fatnaður og fylgihlutir öðlast nýtt líf Hjónin Davíð Örn Jóhanns- son og Jana Maren Óskars- dóttir sem stofnuðu verslunina, en þau hafði lengi dreymt um að vinna að einhverju skemmtilegu verkefni saman. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI Hringekjan er vettvangur fyrir endurnýtingu á fatnaði og fylgihlutum allra kynja, þar sem viðskipta- vinir leigja rými undir sölu á notuðum vörum. Afskráðu ónýta bílinn hjá okkur og við komum honum í endurvinnslu Sterkir í brotajárni 6 kynningarblað 13. mars 2021 LAUGARDAGURNYTJAHLUTIR OG ENDURVINNSLA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.