Fréttablaðið - 13.03.2021, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 13.03.2021, Blaðsíða 10
SAMGÖNGUMÁL Töluverð óánægja er innan Giljahverfis og Síðuhverfis, úthverfanna í norðvesturhluta Akureyrar, með nýtt leiðakerfi strætisvagna. Samkvæmt kerfinu, sem tekur gildi þann 1. júní, verður minni keyrsla í Síðuhverfi og ekki keyrt inn í Giljahverfi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa íbúarnir sent inn athugasemdir til bæjarins í undirbúningsferlinu og mótmælt harðlega. A nd r i Teit s son, for maðu r umhverfis- og mannvirkjaráðs Akureyrar, segir að nýja kerfið sé ekki meitlað í stein þó að stefnan nú sé að hverfa ekki frá þeim áætlun- um sem gerðar hafa verið. Hið nýja leiðakerfi byggi á hugmyndafræði um að tíðni ferða aukist og leiðirnar verði beinni milli bæjarhluta til að auka hraðann. Þetta sé til hagsbóta en hafi þó fórnarkostnað. „Þessi hugmyndafræði er á kostnað þess að allar hliðargötur séu þræddar. Í einhverjum til- vikum á fólk þá lengri gönguleið að strætóstöð en áður,“ segir Andri. „Það er ekki hægt að gera allt í einu í sama kerfinu. Með þessu var horft til meiri heildarhagsmuna.“ Með breytingunni verður leiðum fækkað úr sex í tvær en tengingar styttri milli skóla, íþróttamann- virkja og tómstundastarfs. Auð- veldara á að vera að skipta úr einni leið í aðra þar sem þær mætast. Aðspurður um hvort eitthvað verði gert til þess að koma til móts við óánægjuraddir úthverfanna segir Andri svo vera. „Til dæmis verður séð til þess að snjómokstur og hálku varnir verði góðar á leiðunum að stætóstöðvunum,“ segir hann. Andri ítrekar að nýja leiða- kerfið sé ekki sparnaðarráðstöfun og vögnum ekki fækkað. Á fundi ráðsins í gær hafi verið ákveðið að kaupa nýjan metanknúinn strætis- vagn, þann fjórða í f lotanum. Ólíkt strætisvagnakerfum ann- ars staðar, til dæmis á höfuðborg- arsvæðinu, er ókeypis í vagnana á Akureyri. Andri segir engar hug- myndir hafa komið fram um að breyta því í þessari heildarupp- stokkun á leiðakerfinu. Kostnaður Akureyrarbæjar við kerfið er um 250 milljón krónur á ári. Síðasta endurskoðun á leiða- kerfinu var gerð árið 2016 og sam- kvæmt Andra gafst sú breyting ekki vel. Nýting vagnanna hafi þá hrunið um tugi prósenta vegna þess að kerfið hentaði ekki hópum fólks. „Það var því ekki úr háum söðli að falla. Núverandi leiða- kerfi hefur ekki reynst mjög vel,“ segir hann. Aðspurður um hvað bæjarstjórn vonist til þess að hið nýja kerfi auki notkunina mikið, segir hann hins vegar að ekki séu komin fram töluleg markmið um það. „Ef vel tekst til eigum við heil- mikið inni.“ kristinnhaukur@frettabladid.is Núverandi kerfi hefur ekki reynst mjög vel. Andri Teitsson, formaður um- hverfis- og mann- virkjaráðs Færri stopp í úthverfunum Í nýju strætisvagnaleiðakerfi Akureyrar er leiðum fækkað úr sex í tvær. Formaður umhverfis- og mannvirkjaráðs segir horft til heildarhagsmuna. Í nýja leiðakerfinu eru tvær leiðir í stað sex. MYND/AF VEF AKUREYRARBÆJAR Síðuhverfi Giljahverfi VIÐSKIPTI Tillaga að breytingu á miðlun upplýsinga um matvæli er nú til umsagnar í Samráðsgátt stjórnvalda en á Íslandi er skylt að endurmerkja forpökkuð matvæli frá ríkjum utan Evrópska efnahags- svæðisins (EES), með tilheyrandi kostnaði fyrir neytendur. Lagt er til að veita megi innihalds- upplýsingar með rafrænum hætti í gegnum QR-kóða eða strikamerki fyrir smáforrit. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnu- rekenda, segir um mikilsverðan áfanga að ræða verði breytingarnar samþykktar. Þær muni bæði draga úr kostnaði og bæta upplýsingagjöf til neytenda. „Það er hins vegar takmarkað hversu miklum upplýsingum er hægt að koma á umbúðir,“ segir Ólafur. – bdj Upplýsingagjöf rafvædd Forgangssvið við úthlutun í ár eru: Efling starfs- og tæknináms í framhaldsfræðslu. Þróun starfstengds tungumálastuðnings í framhaldsfræðslu. Stafræn og/eða græn hæfniuppbygging í framhaldsfræðslu. Við mat á umsóknum er m.a. litið til þess hvernig þær falla að markmiðum 2. greinar laga nr. 27/2010 um framhaldsfræðslu, faglega þekkingu og reynslu umsækjanda af að vinna verkefni sem sótt er um styrk til. Að auki þurfa umsóknir að uppfylla eftirfarandi skilyrði: Vera vandaðar og skýrt fram settar. Skýr tenging við markhóp laga um framhaldsfræðslu. Mæti sýnilegri þörf fyrir úrræði í framhaldsfræðslu. Hafi skýr skilgreind markmið og skilgreinda verkefnastjórn. Hafi skýra kostnaðar-, verk- og tímaáætlun. Skili hagnýtri afurð og verði vel kynnt. Verkefnin skulu vera opin öllum fræðsluaðilum, mega ekki gera kröfu um umtalsverðan eða íþyngjandi kostnað, eða flókna sérfræðiþekkingu fyrir þá sem nýta sér afurðina. Eingöngu er tekið við umsóknum á rafrænu formi. Umsóknareyðublað, lög um framhaldsfræðslu nr. 27/2010 og nánari upplýsingar um vinnuferli og viðmið vegna styrkumsóknar er að finna á vef Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins, www.frae.is Umsóknarfrestur er frá 15. mars og til 19. apríl. Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr Fræðslusjóði til nýsköpunar- og þróunarverkefna. Styrkir VR | Kringlunni 7 | 103 Reykjavík | Sími 510 1700 | vr@vr.is | vr.is Aðalfundur VR Fundurinn fer fram bæði sem staðfundur og fjarfundur í senn. Félagsmenn sem ætla að sækja fundinn verða að skrá sig fyrirfram annað hvort á stað- eða fjarfund á vef VR, fyrir kl. 12.00 á fundardegi. Á staðfundi verður grímuskylda viðhöfð og sóttvörnum fylgt í hvívetna. Vegna fyrirkomulags fundarins verða allar kosningar rafrænar og fundargögn sömuleiðis. Aðalfundur VR verður haldinn miðvikudaginn 24. mars 2021 kl. 19.30 á Hilton Reykjavík Nordica. Mikilvægt er að öll sem mæta á fundinn hafi meðferðis viðeigandi búnað (tölvu eða snjalltæki) til þess að geta tekið þátt í kosningum. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf, lagabreytingar og ákvörðun um innborgun í VR varasjóð. Dagskrá og frekari upplýsingar er að finna á vr.is/adalfundur. 1 3 . M A R S 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.