Fréttablaðið - 13.03.2021, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 13.03.2021, Blaðsíða 86
Er ég gengin í björg eða er mig að dreyma? Allt í kringum mig er prúð-búið fólk sem gæti verið ú r hvaða þjóðsög u sem er. Guðrún Hildur Rosenkjær kippir mér inn í raun- veruleikann er hún býður mig vel- komna í fyrirtækið Annríki. „Hér erum við með búningasafn og allt sem viðkemur íslenskum bún- ingum,“ útskýrir hún brosandi. „Vorum að taka inn ný efni í dag,“ bætir hún við og bendir á stranga af silki, bómull, damaski og f laueli í hillu. „Flauel er kádiljákinn en ullin grunnefni í búninga,“ fræðir hún mig. Annríki er tíu ára í vor. Eigendur þess, hjónin Guðrún Hildur og Ásmundur, halda námskeið í bún- ingagerð, Guðrún sníður og leið- beinir nemendum um saumaskap- inn og Ásmundur smíðar skart. „Nú erum við með tvö námskeið í gangi, þar er verið að sauma peysuföt og upphluti og herrafatanámskeið er að hefjast,“ lýsir Guðrún og segir gríðarlegan áhuga á búningasaumi í landinu. „Það eru á annað þúsund manns sem hafa komið á námskeið hér og algengt að fólk komi aftur og aftur, þetta verður ástríða og smitar út í fjölskyldur. Sumar konur koma á þriggja ára námskeið og sauma bæði skautbúninga og faldbúninga.“ Bjargaðist úr sjávarháska Þau hjón sýna mér endurgerðir af búningum meðal annars hinn fagra Viðeyjarbúning sem á að verða tilbúinn í vor í tilefni afmælisins. Guðrún kann sögu: „Uppruna- legi búningurinn er varðveittur í Victoria og Albert safninu í Lund- únum. Hann var brúðarbúningur Ragnheiðar Stephensen, en Magnús bróðir hennar seldi hann árið 1809. William J. Hooker grasafræðingur keypti hann og flutti með sér á skipi sem sökk úti í Faxaflóa, en mann- björg varð og fyrir snarræði brytans bjargaðist búningurinn líka. Ég fór til London árið 1999 að skoða bún- inginn og byrjaði að sauma hann árið 2000. Svo er Ási að smíða skart- ið.“ „Já,“ segir Ásmundur. „Anna Lilja Jónsdóttir sker mynstrið út í tré eftir ljósmyndum frá safninu og ég geri mót eftir trénu. Myllurnar eru margar og sérstakar. Í gamla daga voru stokkarnir í beltið hand- smíðaðir en ég stytti mér leið með því að steypa þá.“ Hollvinafélag Nýlega var stofnað Hollvinafélag Annríkis í tilefni af tíu ára afmæl- inu. Guðrún og Ásmundur fagna því og eru fullviss um að það verði fyrir- tækinu til eflingar. Auk búningasafns, verslunar og skóla er Annríki rannsókna-og fræðasetur. Guðrún er á endasprett- inum í sagnfræðinámi og fæst við rannsóknir á búningum fyrri alda á Íslandi, sögu sem hún segir lítt þekkta. „Flestir Íslendingar þekkja 20. aldar búninga en fólk hefur auð- vitað klæðst fötum hér frá land- námi. Til að geta fundið út hvernig þau voru þarf samstarf sagnfræð- ings og handverksmanneskju og það sameinast í okkur Ása. Hann er vélsmiður en lærði gullsmíði til að við gætum stundað þessar rann- sóknir og smíðað skartið, en ég bý til búningana, meðal annars hand- prjónaðar peysur úr eingirni.“ Eftirbátar annarra þjóða Guðrún kveðst hafa verið hand- verksbarn. „Mamma kenndi mér að prjóna þegar ég var bara smá- krakki. Svo fór ég í klæðskurð og kjólasaum í Iðnskólanum áður en ég fór að læra búningasaum hjá Vil- borgu Stephensen, kjólameistara hjá Heimilisiðnaðarfélaginu. Lengi var ég bara að vinna með búninga sem til voru á söfnum – en söfnin geyma bara fínustu fötin – ekki hversdagsklæðin.“ Íslendingar eru eftirbátar ann- arra þjóða í rannsóknum á fatnaði og skortir virðingu fyrir þeim, að mati Guðrúnar. „Föt tilheyra Íslandssögunni og þjóðin þarf að vita hvernig þau voru, rétt eins og híbýli, matur, reiðtygi og áhöld. Við eigum ýmislegt sérstakt í okkar búningasögu og öll handverks- þekking er verðmæt. Ég byrjaði rannsóknir á prjóni árið 2016 og hér hefur orðið til fatnaður sem hvergi er til annars staðar. Ég held stundum að ég fái aðstoð frá for- mæðrunum!“ Rannsóknunum fylgir að Guð- rún endurgerir fatnað sem aðeins er lýst í skrifuðum heimildum, skjölum um dánarbú og innflutn- ing, dómabókum og bréfum en segir teikningar til frá 18. öld eftir Eggert og Bjarna og erlenda ferða- menn. Hún neitar sér um að nota áhöld nútímans eins og hring- prjóna heldur prjónar treyjur og jakka úr einbandi á fjórtán örmjóa járnprjóna (númer 1 og ½) eins og gert var á öldum áður. Síðan þæfir hún flíkurnar og litar. „Ég er núna að gera fatnað eftir lýsingum sem Skúli fógeti skrifar í kringum 1760. Hann skráði hvernig konur prjón- uðu í Viðey þrjár gerðir af sokkum, peysur og buxur. Íslendingar stóðu framarlega í prjóni á 18. öld.“ Hún sýnir mér þrjár peysur sem hún fór með á þjóðbúningaþing í Dan- mörku 2018. „Þar þótti ótrúlegt að laskermar hefðu þekkst í prjóni frá 1760 en heimildirnar segja það. Þarna unnum við nokkur stig.“ Alltaf með verk í hönd Oft hlýtur vinnudagurinn að vera langur hjá Guðrúnu. „Ég er bara eins og formæðurnar, alltaf með verk í hönd. Þannig urðu hlutir til. Allur fatnaður var gerður á heimilum og fram til 1870 – í höndum. Nú á ég eftir að þæfa þessa kvenpeysu frá 1760,“ segir hún og sýnir mér eina nýprjónaða. „Svo verður hún lituð rauð og verður rosalega sæt! Við tos- umst áfram í þessum rannsóknum.“ Haf nf irsk ir skólanemendu r heimsækja Annríki, líka eldri borgarar og Guðrún og Ási fara á elliheimili með búningana. „Á einni deild var kona alveg komin út úr heiminum, en þegar hún sá búning brosti hún fallega og sagði „mamma“. Starfsfólkið hafði ekki séð slík viðbrögð frá henni lengi,“ lýsir Ási. Þau segja alltaf opið í Annríki á föstudögum frá 13-17, ef frúin sé ekki að kenna. „Ég skutlast stundum um helgar út á land,“ segir hún. „Er með námskeið á Patreks- firði núna!“ Annríki virðist vera mekka íslenskra búninga Það er eðlilegt að fyrirtæki hjónanna Ásmundar Kristjánssonar og Guðrúnar Hildar Rosenkjær heiti Annríki, því mikið hafa þau fyrir stafni, en það gæti líka heitið Andríki, svo margt dettur þeim í hug. Ásmundur og Guðrún innan um prúðbúnar gínur í búningasafninu. Þar eiga þau bæði mörg handtök, hann við smíði og hún með nálina. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Búningar barna og unglinga eru fjölbreyttir að lit og gerð. Ásmundur er að smíða stokkabelti við Viðeyjarbúninginn sem kona hans byrjaði að sauma árið 2000 og er honum á hægri hönd á myndinni fyrir ofan. Sokkar og peysa sem Guðrún hefur handprjónað á hárfína prjóna eftir uppskriftum frá Skúla fógeta. Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is ÞAÐ ERU Á ANNAÐ ÞÚSUND MANNS SEM HAFA KOMIÐ Á NÁMSKEIÐ HÉR OG ALGENGT AÐ FÓLK KOMI AFTUR OG AFTUR, ÞETTA VERÐUR ÁSTRÍÐA. 1 3 . M A R S 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R46 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.