Fréttablaðið - 13.03.2021, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 13.03.2021, Blaðsíða 30
Valgerður Halldórs-dóttir heldur úti vef-síðunni stjúptengsl. is og býður bæði upp á námskeið og við-töl fyrir stjúpfjöl- skyldur. Í síðustu viku fór af stað nokkurra þátta samstarf hennar og Viðju uppeldisfærni sem heldur úti hlaðvarpinu Uppeldisspjallið. „Þar er að finna aðgengilega upp- eldisráðgjöf sem uppeldisfræðingar og sálfræðingur veita. Í ljós kom að það var mikið hlustað á þáttinn og þörfin fyrir hendi. Við ákváðum því að gera nokkra þætti saman sem snúa að börnum. Hlustendur geta sent inn spurningar sem ég ætla að reyna að svara. Með vorinu mun hlaðvarpið Stjúptengsl fara í loftið en fólk í stjúpfjölskyldum er á öllum aldri og viðfangsefnin óþrjótandi,“ segir Valgerður en þættirnir eru aðgengilegir í gegnum Soundcloud. Flóknara en ég átti von á Allir þekkja mýtuna um vondu stjúpuna og einhverra hluta vegna er umræðan um þær oft meiri en um stjúpfeður, hvað skyldi valda því? „Það eru sjálfsagt ýmsar ástæður fyrir því. Ég hef hitt ótal konur sem segja: „Þetta hlutverk er f lóknara en ég átti von á!“ Það segir okkur að marga vantar meiri undirbúning og fræðslu um áskoranir stjúpfjöl- skyldna. Hlutirnir eru oftast mun fyrirsjáanlegri en margir halda. Óraunhæfar væntingar, þekkingar- leysi, óvissa og missir hafa meiri áhrif en við gerum okkur grein fyrir. Við tökum hlutunum persónu- lega í stað þess að átta okkur á að þeir hafa ekkert með okkur persónulega að gera heldur hvar börnin eru stödd, makinn eða hans eða hennar fyrrverandi. Flestum börnum finnst til dæmis að for- eldrar þeirra fari of f ljótt í ný sam- bönd og oft er foreldrasamvinnan milli foreldra með þeim hætti að það er ekki gert ráð fyrir að annar eða báðir aðilar fari í ný sambönd sem þarf að taka mið af,“ útskýrir Valgerður. Hún segir stjúpmæður oft gera meiri kröfur um að átt sé við þær samráð til dæmis vegna breytinga á umgengni, en stjúpfeðurnir. „Flestir foreldar falla hins vegar í þá gryfju í fyrstu að taka ákvarð- anir án samráðs við nýja makann, einfaldlega vegna þess að þeir eru vanir því. Upplifir þá stjúpmóðirin að „sú fyrrverandi stýri öllu“. Vanþakklæti og höfnun Valgerður bendir á að stjúpmæður segi gjarnan að þær viti að þær séu ekki mæður stjúpbarna sinna og þær ætli heldur ekki að vera það en eru hins vegar mjög óvissar um hlut- verk sitt. „Sumar stjúpur gera miklar kröfur um tilfinningalega nánd og viðurkenningu stjúpbarna sinna, sem þau eru mistilbúin til. Finna þá sumar stjúpmæður fyrir höfnun og vanþakklæti þegar þær hafa verið að leggja sig 150 prósent fram í því að reyna að ná til barnanna og þóknast þeim. Fái stjúpa síðan að heyra frá maka sínum að hún þoli ekki börnin í stað stuðnings frá honum er auðvelt að brenna upp og leggjast á f lótta inn í herbergi, til vinkvenna eða í vinnuna til að draga úr þeim kvíða og streitu sem fylgir stjúpbörnunum.“ Enn eina ástæðuna telur Valgerð- ur vera að konur séu oft með meiri ábyrgð á heimilinu og skilgreini til dæmis hvað sé viðunandi umgengni og hvað ekki „á þeirra heimili“ en að sjálfsögðu sé það ekki algilt. „Sé parið ekki samstillt er hætta á að stjúpmóðirin, sem mögulega vantar upp á tengsl við stjúpbörnin sín og tíma til að búa þau til, beini pirringi að börnunum sé faðir eða móðir þeirra ekki að fylgja eftir þeim reglum sem þau sömdu um. Af hverju foreldrið samþykkti regl- urnar sem það er ekki tilbúið í raun að fylgja eftir er svo annað mál og efni í annað viðtal,“ segir Valgerður í léttum tón. Flestir fara fljótt í nýtt samband En hvað er það helst sem stjúpmæður ættu að hafa í huga til að forðast þessa togstreitu? „Í stað þess að bregðast sífellt við væntingum eða óskum annarra þurfa stjúpmæður að fá andrými til að finna sitt eigið hlutverk, setja mörk, prófa sig áfram og mynda tengsl við börnin. Góð tengsl eru verndandi þáttur bæði fyrir börn og fullorðna. Tímanum er kannski betur varið í að spjalla og drekka kakó saman eða leika einn tölvu- leik við stjúpbarnið en að hafa allt hreint og á sínum stað,“ segir hún en bendir á að hlutverkin geti verið ólík eftir aldri barnanna og tíma- bilum. „Það er ekki til eitthvert eitt rétt hlutverk.“ Rannsóknir sýna að f lestir for- eldrar fara í ný sambönd og til- tölulega fljótt. Það er því sjaldnast spurning hvort börn einhleypra for- eldra verði stjúpbörn. En erum við nægilega undir ný hlutverk búin? „Við getum undirbúið okkur með því að koma foreldrasamvinnunni í lag og láta hana snúast um börnin en ekki eitthvað annað. Með því auð- veldum við aðlögun barnanna að stjúpfjölskyldunni,“ segir Valgerður. Samráð við stjúpforeldri „Það getur mörgum þótt skrýtið að einhver aðili sem ekki á börnin með þér hafi eitthvað um það að segja hvort og þá hvernig til dæmis umgengni sé breytt. Eins og sá „nýi“ eða „nýja“ hafi tekið yfir stjórn heimilisins og barnsins en ekki foreldrið. Samráð við stjúpforeldri er samt sem áður nauðsynlegt, sér- staklega barnanna vegna. Eins og fyrr segir gleyma margir foreldrar þessu í fyrstu og taka ákvarðanir sín á milli án aðkomu núverandi maka. Foreldrið úti í bæ má að sjálfsögðu biðja um hvaða breytingar sem er, en í stað þess að leysa það í samtali við það eitt, má segja: Ég tékka á stöðunni og læt þig vita.“ Valgerður bendir á að þegar sífellt sé verið að gera breytingar án sam- ráðs fái stjúpforeldrið þá tilfinningu að það stýri engu í sínu lífi. „Hætta er á að smám saman safnist upp pirringur sem beinist að blessuðum börnunum sem hafa ekkert með þetta að gera en tengist þeim. Slíkt samspil hefur líka áhrif á samskipti stjúpforeldris og maka þess sem getur litast yfir á börnin þegar þau eru á heimilinu. Við viljum að börnin komi inn í góðar aðstæður og foreldrið hafi góðan meðspilara með sér inni á heimil- inu, það er stjúpforeldrið, svo börn- unum líði vel í þeirra umsjá. Flestir vilja vera spurðir en pirringurinn kemur þegar ekki er gert ráð fyrir þér.“ Eins og fyrr segir fara f lestir í ný sambönd tiltölulega snemma og algengt er að börnum finnist það of snemmt. En hvenær ætli sé passlegt að kynna nýjan einstakling fyrir börnunum? „Það er svo sem ekki hægt að setja einhver tímamörk í sjálfu sér, en for- eldrinu og stjúpforeldrinu þarf að vera alvara með sambandinu, hafa trú á því að það sé komið til með að vera. Það fylgir því ábyrgð að koma inn í líf barna. Flestir þurfa tíma til að jafna sig á milli sambanda, bæði börn og fullorðnir, og við skilnað tekur það um það bil eitt til þrjú ár. Gerist hlutirnir of hratt er hætta á að börnin séu ekki tilbúin og setji sig upp á móti nýja makanum.“ Tími maður á mann mikilvægur Valgerður segir mikilvægt fyrir bæði foreldra og stjúpforeldra að gefa sér tíma eitt með barni eða börnum. „Það eru algeng mistök að moka öllum út í bíl og „hafa gaman saman“ til að kynnast, þó það megi gera það líka. Flestir þurfa tíma með foreldr- um sínum til að takast á við sorg og missi sem fylgir breytingum, hvort sem það er vegna skilnaðar, and- láts eða stofnunar stjúpfjölskyldu. Foreldrar hafa líka þessa þörf til að rækta og viðhalda tengslum við sín eigin börn. Okkur líður einfaldlega betur með fólki sem við þekkjum og erum tengd og með því að vinna í maður á mann samskiptum sköpum við tilfinninguna um að tilheyra.“ Valgerður segir þetta einnig skipta miklu varðandi agamál enda lík- legra að barn verði við beiðnum um til dæmis tiltekt frá þeim sem það á slíka tengingu við. Almennt segir Valgerður okkur geta verið miklu betur undirbúin fyrir stjúpforeldrahlutverkið en við erum. „Það er svo margt fyrir- sjáanlegt sem má læra að takast á við á uppbyggilegan hátt í stað þess að persónugera hlutina. Skilnaðir í stjúpfjölskyldum eru algengari en í fyrsta hjónabandi og endurteknir skilnaðir eru áhættuþáttur fyrir börn. Það er því til mikils að vinna að vanda vel til verka.“ Allar upplýsingar um námskeið er að finna á stjuptengsl.is. Flesta vantar betri undirbúning Félagsráðgjafinn og fjölskyldufræðingurinn Valgerður Halldórsdóttir er einn okkar fremstu sérfræðinga þegar kemur að tengslum stjúpfjölskyldna. Hún segir okkur geta verið mikið betur undir stjúpforeldrahlutverkið búin. Valgerður segir ansi margt fyrirsjáanlegt þegar kemur að þeim vanda sem stjúpfjölskyldur lenda í og við getum gert mun betur. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Valgerður segir það vera algeng mistök í upphafi að moka öllum út í bíl og ætla að kynnast með því að hafa gaman saman. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is FORELDRIÐ ÚTI Í BÆ MÁ AÐ SJÁLFSÖGÐU BIÐJA UM HVAÐA BREYTINGAR SEM ER, EN I STAÐ ÞESS AÐ LEYSA ÞAÐ Í SAMTALI VIÐ ÞAÐ EITT, MÁ SEGJA: ÉG TÉKKA Á STÖÐUNNI OG LÆT ÞIG VITA. 1 3 . M A R S 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R30 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.