Fréttablaðið - 13.03.2021, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 13.03.2021, Blaðsíða 18
1 3 . M A R S 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R18 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT Hilmar Snær á ferðinni niður brekkurnar í Liechtenstein. MYND/AÐSEND SKÍÐI Hilmar Snær Örvarsson, skíðamaður úr Víkingi, hafnaði í þriðja sæti í svigi á móti sem var liður í Evrópumótaröð IPC og fram fór í Liechtenstein í gær. Þetta var lokadagur mótaraðarinnar þetta keppnistímabilið. Hilmar Snær var annar eftir fyrri ferðina en smávægileg mistök í upp- hafi seinni ferðarinnar reyndust honum dýrkeypt og lauk hann þar af leiðandi keppni í þriðja sæti. Aðstæður í Liechtenstein í gær voru fremur erfiðar, gott veður var á meðan keppninni stóð en mikið af nýjum og blautum snjó í brautinni. Sem fyrr var það Frakkinn Arthur Bauchet sem hafði sigur, en hann fór með sigur af hólmi í öllum fjórum keppnunum í standandi f lokki á mótunum í Malbun síðustu dagana. Fyrr í vikunni keppti Hilmar Snær í stórsvigi á landsmóti í Liech- tenstein og svo á móti sem var hluti af Evrópumótaröðinni. Þar endaði hann annars vegar í fimmta sæti og hins vegar í sjötta sæti í þeirri grein. Hilmar Snær lýkur þar af leiðandi keppni á Evrópumótaröðinni þetta árið með silfur og brons í svigi í far- teskinu, en líklegast má telja að þetta hafi verið síðasta verkefni hans þetta tímabilið.  Í d e s e mb e r s íð a s t l iðnu m var  Hilmar Snær valinn Íþrótta- maður ársins hjá Íþróttasambandi fatlaðra í fyrsta skipti en hann var á síðasti ári fyrstur Íslendinga til þess að sigra Evrópumótaröð IPC í alpa- greinum. Það gerði Hilmar Snær á lokamótum mótaraðarinnar í svigi í Króatíu í upphafi síðasta árs. Þessi tvítugi skíðamaður úr Foss- voginum vann þrenn gullverðlaun í svigi á mótum á Evrópumótaröð- inni í Slóvakíu síðasta vetur. Þá tryggði hann sér sigur í heild- arstigakeppninni í svigi á Evrópu- mótaröðinni, með því að vinna þrenn gullverðlaun og næla í eitt silfur á mótum sem haldin voru í Króatíu í febrúar í fyrra. – hó Hilmar Snær kláraði tímabilið með bronsi Hilmar Snær Örvarsson nældi í silfuverðlaun og eitt brons á mótum innan Evrópumótaraðarinnar í Liechtenstein í vikunni. Leigufélagið Bríet óskar eftir byggingaraðilum til að taka þátt í uppbyggingu íbúða víðsvegar um landið briet. is Leigufélagið Bríet Leigufélagið Bríet stefnir á uppbyggingu á hagkvæmum leiguíbúðum og auglýsir því eftir byggingaraðilum til samstarfs. Byggingaraðili skal vera aðalverktaki og annast framkvæmd verkefnis í samráði við sveitarfélagið og Leigufélagið Bríeti. Gögn fyrir samstarfsaðila er hægt að nálgast með því að senda tölvupóst á soffia@briet.is og skal gögnum skilað fyrir föstudaginn 9. apríl 2021. Við val á byggingaraðilum til samstarfs verður tekið tillit til reynslu aðila ásamt hagkvæmni og gæði lausna. Upplýsingar veita Soffía Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Bríetar (soffia@briet.is) og Elmar Erlendsson, byggingafræðingur hjá HMS (elmar.erlendsson@hms.is). Nánari upplýsingar eru að finna á briet.is FÓTBOLTI Spænsk stjórnvöld stigu stórt skref í gær til að styðja við bakið á kvennaknattspyrnu þar í landi þegar tilkynnt var að efsta deild á Spáni, La Liga Femenina, yrði atvinnumannadeild frá og með haustinu. Með því stígur Spánn sama skref og Ítalir sem tilkynntu fyrr í vetur sama skref, en spænsk stjórnvöld stefndu að breytingunni strax á sama ári á meðan Ítalir eru með þetta á stefnulista fyrir árið 2022. „Íþróttasamband Spánar mun sjá til þess að efsta deild kvenna verður að atvinnumannadeild frá 2021. Það gengur ekki að karladeildin sé atvinnumannadeild og að kvenna- deildin sé ekki talin í sama f lokki. Það heldur ekki rökum og við munum binda enda á þetta órétt- læti með því að bæta aðstöðu og skipulag kvennaknattspyrnunnar,“ sagði Irene Lozano, forseti spænska íþróttasambandsins, þegar ákvörð- unin var tilkynnt í vikunni. „Mark- miðið er að vera með bestu deild Evrópu á Spáni og þetta er rökrétt skref í átt að því markmiði.“ Deildarkeppnin á Spáni fagnar 33 ára afmæli á þessu ári, en árið 2015 voru hagsmunasamtök kvenna- liða stofnuð og í fyrsta sinn skrif- uðu leikmenn deildarinnar undir kjarasamning á síðasta ári. Með því var allt til reiðu sem þarf til að gera deildina að atvinnumanna- deild en Spánn átti tvö lið í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evr- ópu í vetur. Barcelona sem er með eitt af bestu liðum Evrópu stefnir hraðbyri að meistaratitlinum en í fyrsta sinn er lið sem leikur fyrir hönd Real Madrid þennan veturinn eftir að Madrídingar keyptu félagið Tacón. „Ég veit að spænsku stelpurnar og deildarkeppnin hafa verið að berj- ast fyrir þessu undanfarin ár. Það er ekki langt síðan þær fóru í verk- fall í baráttunni fyrir betri kjörum og þetta er svakalega stórt skref og sýnir hvað kvennaknattspyrnan er að sækja í sig veðrið," segir lands- liðsmiðvörðurinn Sif Atladóttir, sem leikur með Kristianstad í sænsku deildinni, þegar Frétta- blaðið spurði hana hvaða þýðingu ákvörðun eins og þessi hefði. „Þetta ýtir undir atvinnuöryggi deildarinnar og leikmannanna. Þær þurfa ekki jafn mikið að berjast fyrir tilverurétti sínum ef þær eru með atvinnumannasamning sem ver réttindi þeirra." Dregið var í Meistaradeild Evr- ópu í gær þar sem f lest af stærstu liðum Evrópu í karlaflokki undan- farna áratugi voru með fulltrúa. Þau eru f lest búin að taka þetta skref eða eru að setja á laggirnar kvennalið. „Næstu 5-10 árin á ég von á því að þetta sé þróunin í stærri deildunum þar sem karlaliðin eru mjög stór og sterk. Á Englandi hafa stærstu liðin eins og Manchester-liðin tvö og Chelsea verið að stækka við kvennaliðin sín, eins og Barcel- ona. Real Madrid er enn að vinna í uppbyggingu en það á eftir að lokka til sín stóra leikmenn að fá að spila fyrir Real Madrid. Það sýnir þróunina sem hefur átt sér stað og gefur þessum félög meiri kraft," segir Sif og minnist á að ákvarð- anir sem þessar eigi stóran þátt í að gera kvennaknattspyrnu sýnilegri. Fyrir vikið sé auðveldara að sækja í fyrirmyndir. „Um leið eykur það styrkleika íþróttarinnar. Þegar ég er að alast upp er kvennaknattspyrnan ekk- ert  mjög sýnileg," segir Sif hrein- skilin og heldur áfram.  „Mínar fyrirmyndir voru  pabbi minn og aðrir karlar.  Það var ekki   raun- hæft markmið að spila í meistara- f lokki karla en stúlkur í dag hafa allar þessar kvenfyrirmyndir sem er mjög jákvætt." kristinnpall@frettabladid.is Sýnir að kvennaboltinn er í sókn Spænsk íþróttayfirvöld tilkynntu í vikunni að kvennadeildin þar í landi yrði að atvinnumannadeild næsta haust. Með því steig Spánn sama skref og Ítalir fyrr í vetur. Ákvörðunin sýnir enn á ný að kvennaknattspyrna er í sókn, að sögn Sifjar Atladóttur. Caroline Graham Hansen í leik Barcelona og Real í vetur. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.