Fréttablaðið - 13.03.2021, Blaðsíða 104

Fréttablaðið - 13.03.2021, Blaðsíða 104
RITSTJÓRN ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Torg ehf. DREIFING Póstdreifing ehf. dreifing@postdreifing.is 550 5000 Óttars Guðmundssonar BAKÞANKAR Í aðdraganda Örlygsstaðabar-daga árið 1238 lagðist Sturla frændi minn Sighvatsson á bæn. Hinum megin víglínunnar hvatti Gissur Þorvaldsson sína menn til dáða. Ræðunni lauk hann með orðunum: Gæti vor allra Guð. Bæði Sturla og Gissur lærðu ungir að leita til almættisins um hjálp. Síðustu vikur hafa menn deilt um kristnifræðikennslu. Álitsgjafar hafa farið hamförum á netinu og sagt að nær væri að kenna börnum trúarbragðasögu eða siðfræði. Kristnidómnum væri ofaukið í skólum landsins! Þetta er tímanna tákn. Vísinda- menn greina virkni eldfjalla í iðrum jarðar. Spekingar með spá- líkan og tölvuskjá segja fyrir um gang drepsótta og eldfjallavirkni. Öll óvissa er eitur í beinum nútíma- manna. Þegar lífið verður fyrir- sjáanlegt er engin þörf fyrir Guð. Móðir mín kenndi mér faðirvorið og nokkrar bænir sem hafa reynst mér vel í lífsins ólgusjó. Í barna- messum Laugarneskirkju lærði ég sálma sem ég hef oft raulað mér til hugarhægðar. Þegar ég fór í aðgerð á dögunum þuldi ég vers eftir séra Hallgrím á leið inn á skurðstofuna. Mér fannst það reynast mun betur en lyfjasull svæfingalæknisins. Ég lærði því lungann úr minni kristnifræði við móðurkné, en ekki í Laugarnesskólanum. Lífið er þó ekki alltaf fyrirsjáan- legt eins og við Sturla frændi höfum margsinnis fengið að sannreyna. Þegar fokið er í f lest skjól finnst mér vænlegast að biðja til Guðs. Hinir geta á ögurstundum lífsins rifjað upp trúarbragðasögu eða siðfræði og beint augum sínum til tölvunnar í von um hjálp. Hallgrím- ur heitinn Pétursson vitjaði mín reyndar í draumi og fór með þessar hendingar úr Passíusálmunum: „Svo er án bænar sálin snauð, sjónlaus, köld, dauf og rétt stein- dauð.“ Ungum er það allra best mottumars.is AUKATÓNLEIKAR 22. MARS KL. 20.00 ELDBORG HÖRPU UPPSELT 21. MARS!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.