Fréttablaðið - 13.03.2021, Blaðsíða 98
Hátíðin er haldin þet t a sk ipt ið í E d i nb or g a rhú s -inu, en hún hefur áður verið haldin í gamalli steypu-
stöð, sushiverksmiðju og á bretta-
verkstæði.
Upphafsmenn hátíðarinnar eru
þeir Örn Guðmundsson, einnig
þekktur sem Mugison, Guðmundur
Kristjánsson faðir hans og lista-
maðurinn Ragnar Kjartansson.
Hátíðin fór fram á rafrænan máta
í fyrra vegna heimsfaraldursins og
heppnaðist það vel. Aðstandendur
hátíðarinnar komast svo að orði að
hún sé nú að snúa aftur í raunheim.
Hátíðin verður þó minni í sniðum í
ár en vanalega vegna samkomutak-
markana, og því hvorki bar né mat-
höll líkt og áður. Það er þó kostur að
hátíðin sé haldin í Edinborgarhús-
inu í þetta skiptið, sem er nokkuð
miðsvæðis og því eru margir veit-
ingastaðir í góðu göngufæri.
Að vanda kostar ekkert á hátíð-
ina, en þó verður miðakerfi í þetta
sinn vegna samkomutakmarkana,
en miðarnir eru að sjálfsögðu fríir.
Hér með fylgir listi yfir þá lista-
menn sem hafa staðfest komu á
hátíðina, en aðstandendur hennar
segja enn eftir að tilkynna um tvo
til viðbótar.
steingerdur@frettabladid.is
aftur í raunheima
Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður er hald-
in á Ísafirði í átjánda skipti, þann 2. og 3.
apríl. Í fyrra fór hátíðin fram rafrænt vegna
COVID-19 en snýr nú aftur í raunheima.
Mugison er rokkstjóri hátíðarinnar í ár, og hefur gegnt því hlutverki
nokkrum sinnum áður. Hátíðin er haldin í Edinborgarhúsinu. MYND/AÐSEND
Hátíðin er haldin árlega um páskana á Ísafirði. Hún hefur áður verið haldin í steypustöð, sushiverksmiðju og á brettaverkstæði. Hátíðin er nú haldin á átjánda skiptið. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Flytjendur á hátíðinni í ár:
n Gugusar
n Moses Hightower
n Skoffín
n Auður
n Sólstafir
n Júníus Meyvant
n Sindri Freyr
n Kristín Sesselja
n Celebs
n Bríet
n Mugison
n Hermigervill
n Vintage Caravan
Aldrei
fór ég suður
NÝSKÖPUNARMÓT
ÁLKLASANS
í beinu streymi þriðjudaginn 16. mars kl. 14.00–15.30
Dagskrá
Ágúst Valfells
deildarforseti verkfræðideildar Háskólans í Reykjavík
Rúnar Unnþórsson
deildarforseti iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og
tölvunarfræðideildar Háskóla Íslands
Lilja Alfreðsdóttir
mennta- og menningarmálaráðherra
Afhending nýsköpunarviðurkenninga
Sigurður Hannesson
formaður Samtaka iðnaðarins
Rannveig Rist
forstjóri Rio Tinto á Íslandi
Diego Areces
framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá DTE
Joaquin J. Chacon
forstjóri Albufera Energy Storage
Kristján Friðrik Alexandersson
framkvæmdastjóri Álvit
Guðrún Arnbjörg Sævarsdóttir
dósent við verkfræðideild Háskólans í Reykjavík
Kynning á verkefnum handhafa nýsköpunarviðurkenninga
Fundarstjóri verður Steinunn Dögg Steinsen,
framkvæmdastjóri öryggis- og umhverssviðs hjá Norðuráli
1 3 . M A R S 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R58 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð