Fréttablaðið - 13.03.2021, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 13.03.2021, Blaðsíða 8
NEYTENDAMÁL Könnun Gallup fyrir samtökin Icelandic Wildlife Fund (IWF), NASF og Laxinn lifi leiðir í ljós að 69 prósent Íslendinga telja að koma eigi fram á umbúðum eldislax hvort hann komi úr sjó kvía eldi eða landeldi. Umhverfissinnar og þeir sem vilja vernda villta laxastofna á Íslandi telja sjókvíaeldi óæskilegt. Þetta á við um þá sem kosta könnun Gallup sem eru umhverfissjóður- inn Icelandic Wildlife Fund, NASF (Verndarsjóður villtra laxastofna) og félagið Laxinn lifi. Úrtak könnunar Gallup var 1.587 manns, átján ára og eldri, af öllu landinu. Af þeim svöruðu 867, eða 54,6 prósent, spurningunni: Ertu sammála eða ósammála því að komi skuli fram á umbúðum eldis- lax hvort hann komi úr sjókvíaeldi eða laxeldi? Ef litið er til svarenda í heild þá lýstu 42 prósent sig mjög sam- mála ofangreindri spurningu og 27 prósent sögðust frekar sammála. Þannig telja samtals 69 prósent að merkja skuli eldislax eftir eldisað- ferð. Þá sögðust 28 prósent hvorki vera sammála né ósammála. Aðeins 2 prósent sögðust frekar ósammála og 1 prósent sagðist mjög ósam- mála. Gallup greinir svörin meðal annars eftir búsetu, kyni, aldri og stjórnmálaskoðunum. Þar kemur til dæmis fram að stuðningur við upprunamerkingar er minnstur meðal kjósenda Miðf lokksins. Af þessum hópi segjast þó 50 prósent annað hvort sammála eða mjög sammála því að merkja eigi umbúð- irnar. Það eru síðan kjósendur Pírata sem lýsa mestum stuðningi við merkingarnar. Af þeim eru 84 prósent sammála eða mjög sam- mála. „Það er mjög ánægjulegt að yfir- gnæfandi meirihluti íslenskra neytenda vill fá þessa uppruna- merkingu á umbúðir utan um eldislax. Rekjanleiki og upplýsingar um hvaða aðferðir eru notaðar við matvælaframleiðslu skiptir fólk greinilega máli,“ segir Jón Kal- dal, talsmaður umhverfissjóðsins Icelandic Wildlife Fund, um niður- stöður könnunarinnar. Aðspurður hvort merkingar- málin séu í ólestri hvað snerti eldis- lax í verslunum segir Jón svo vera hjá framleiðendum og pökkunar- fyrirtækjum sem dreifi til stór- verslana. „Hinu ber að hrósa að margir veitingastaðir, ýmsar fisk- búðir og stöku kjörbúðir hafa sett upp merkimiða þar sem sést hvort eldislaxinn kemur úr sjókvíaeldi eða landeldi,“ tekur hann þó fram. „Hvort eldislaxinn komi úr sjókvíaeldi eða landeldi er stórmál fyrir þau okkar sem er umhugað um náttúruna og mannúðlega búskaparhætti,“ svarar Jón því hvaða máli þessar merkingar skipti. Jón segir sjókvíaeldi vera meng- andi iðnað sem skaði villta laxa- stofna og hann eigi við meiri háttar dýravelferðarvanda að glíma. „Eldislaxinn á að stóru leyti ömurlega tíð í sjókvíunum. Um og yfir 20 prósent eldisdýranna þola ekki þá vist sem þeim er búin og drepast ýmist vegna lúsasmits eða vetrarsára. Þetta er óásættanleg aðferð við matvælaframleiðslu. Það er mikilvægt fyrir neytendur að geta sniðgengið þessa vöru og sent framleiðendum hennar þann- ig skýr skilaboð,“ segir Jón Kaldal. Einar K. Guðfinnsson, talsmaður Samtaka fyrirtækja í sjávarút- vegi, segist ekki vita nákvæmlega hvernig þessum merkingarmálum sé háttað. Þau séu ekki samræmd. „Enda er það þannig að landeldi í heiminum er svo mikið brotabrot af heildarframleiðslunni,“ bendir Einar á. „Vel má vera að einhver landeldisfyrirtæki kjósi að merkja sig sérstaklega en almennt er það þannig að sá lax sem menn borða, hvort sem þeir kaupa hann á veit- ingastöðum eða í verslunum, er í 99 prósentum tilvika úr sjókvía eldi.“ gar@frettabladid.is Flestir vilja upprunamerkja eldislax Aðeins 3 prósent svarenda í könnun Gallup eru ósammála því að merkja eigi eldislax eftir því hvort hann er úr sjókvíaeldi eða landeldi. Talsmaður IWF segir merkingar í ólestri. Talsmaður eldisfyrirtækja bendir á að 99 prósent eldislax séu úr sjókvíaeldi. Hvort eldislaxinn komi úr sjókvíaeldi eða landeldi er stórmál fyrir þau okkar sem er umhugað um náttúruna og mannúð­ lega búskaparhætti. Jón Kaldal, talsmaður um­ hverfissjóðsins Icelandic Wildlife Fund Sá lax sem menn borða, hvort sem þeir kaupa hann á veitinga­ stöðum eða í verslunum, er í 99 prósent tilvika úr sjó­ kvía eldi. Einar K. Guðfinns­ son, talsmaður Samtaka fyrir­ tækja í sjávar­ útvegi n Mjög sammála n Frekar sammála n Hvorki né n Frekar ósammála n Mjög ósammála Heild Karlar Konur Fram­ sókn­ arfl. Sjálf­ stæð­ isfl. Sam­ fylk­ ingin Vinstri græn Pír­ atar Við­ reisn Miðfl. Annar flokk­ ur/ listi Skila auðu/ ekki kjósa Vil ekki svara Óá­ kveð­ in/n 20% 40% 60% 80% 100% 0% ✿ Ertu sammála eða ósammála því að koma skuli fram á umbúðum eldislax hvort hann komi úr sjókvíaeldi eða landeldi? Ef kosið yrði til Alþingis í dag, hvaða flokk eða lista myndirðu kjósa/líklegast kjósa? 42% 27% 28% 40% 26% 30% 44% 27% 26% 39% 27% 24% 8% 29% 31% 35% 41% 29% 27% 52% 27% 21% 62% 22% 15% 38% 29% 20% 13% 5% 6% 34% 16% 43% 53% 21% 19% 48% 21% 29% 34% 33% 33% 38% 32% 29% Heimild: Gallup LANDSBANKINN. IS Nú greiðir þú ekkert lán töku gjald þegar þú fjármagnar rafbíl og færð 50% afslátt við kaup á tvinn bíl. Lægra gjald þegar þú kaupir vistvænan bíl Velkomin í Landsbankann 1 3 . M A R S 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.