Fréttablaðið - 13.03.2021, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 13.03.2021, Blaðsíða 40
Stefnt er að því að opna annað útibú af Efnsimiðluninni á endurvinnslustöðinni við Breiðhellu í vor. Karen H. Kristjánsdóttir Oddur Freyr Þorsteinsson oddurfreyr@ frettabladid.is Endurvinnslustöðvar SORPU hafa rekið Efnismiðlunina, lítinn markað sem býður upp á byggingar- og framkvæmda- efni, á endurvinnslustöðinni við Sævarhöfða frá árinu 2018. „Mikið af slíku efni kemur inn á endurvinnslustöðvarnar og er þetta tækifæri til þess að koma efninu í endurnotkun og þannig á fyrsta forgangi inn í hringrásar- hagkerfið í stað þess að það fari til endurvinnslu eða förgunar,“ segir Karen H. Kristjánsdóttir, sérfræð- ingur hjá endurvinnslustöðvum SORPU, og bendir á að tilgangur markaðarins sé að vera vettvangur fyrir miðlun efna og hluta til endurnotkunar sem er mikilvæg aðgerð til að nýta auðlindir jarðar sem best á hverjum tíma. „Efnismiðlunin býður upp á valkosti fyrir breiðan hóp við- skiptavina, sérstaklega þá sem eru í húsnæðisbreytingum, sumar- bústaðabyggingu, garðvinnu, leikmyndagerð eða einhvers konar listsköpun,“ segir hún. „Vöruúr- valið er fjölbreytt og má þar nefna skrúfur, verkfæri, hurðir, glugga, parket, f lísar, hellur, bárujárn, timbur, sturtubotna, reiðhjól og bílakerrur. Á markaðnum er einnig framboð af efni og vörum sem jafnvel er ekki í boði annars staðar, svo sem gamlar hurðir og veðrað timbur,“ upplýsir Karen og bendir á að vinsældir markaðarins hafi farið vaxandi á hverju ári frá opnun og aukist til muna í COVID. „Fólk virðist vera í miklum fram- kvæmdahug og er gaman að sjá að fólk er tilbúið að skoða notuð efni í stað nýrra.“ Í COVID þurfti að grípa til aðgerða vegna fjöldatakmarkana inni á endurvinnslustöðinni og loka þurfti markaðnum tímabund- ið. „Þá var brugðið á það ráð að selja vörurnar í gegnum Facebook- síðu Efnismiðlunarinnar. Þar er boðið upp á tvenns konar netsölu, annars vegar beina sölu á vörum og hins vegar uppboð. Þegar um er að ræða beina sölu eru settar inn myndir, lýsing og verð og þá gildir að sá fyrsti sem setur athugasemd undir myndina fær vöruna. Hins vegar þegar um uppboð er að ræða þá eru settar inn myndir fyrir hádegi með lýsingu og upphafs- verði, öllum er frjálst að bjóða í vöruna í auglýstan tíma, sá hreppir hnossið sem á hæsta boð við lokun uppboðs. Með þessari nýjung kom fram nýr hópur viðskiptavina sem áður hafði ekki tök á að mæta á staðinn, svo sem fólk sem býr utan höfuðborgarsvæðisins eða kemst ekki frá á opnunartíma. Allur framkvæmdaúrgangur er gjald- skyldur á endurvinnslustöðvum og þarf fólk því að greiða fyrir byggingarefni sem það kemur með, en getur svo valið að gefa efnið til Efnismiðlunarinnar svo efnið haldi áfram í hringrásarhag- kerfinu. Tekið er við efni á öllum endurvinnslustöðvum og eru vörurnar fluttar yfir á Sævarhöfða þar sem þær eru seldar. Verðlagning er hófstillt og hægt er að gera kostakaup. Markmiðið er alltaf að skapa farveg fyrir skyn- sama nýtingu nothæfrar vöru. Allur hagnaður af markaðnum rennur óskiptur til góðra málefna. Síðastliðið haust var óskað eftir styrkþegum fyrir fyrstu úthlutun. Leitast var við að styrkja verkefni sem tengdust á einhvern hátt hringrásarhagkerfinu og voru tvö verkefni sem fengu styrk upp á samtals 1.000.000 króna. Lesa má um það á Facebook-síðu mark- aðarins. Stefnt er að því að opna annað útibú af Efnsimiðluninni á endurvinnslustöðinni við Breið- hellu í vor. Sem fyrr segir er núverandi markaður staðsettur á endur- vinnslustöðinni við Sævarhöfða og er opnunartíminn miðvikudaga til laugardaga kl. 14.00–17.30. Yfir sumartímann er opið alla daga nema sunnudaga.“ Á Facebook-síðu markaðarins er hægt að sjá vöruúrval og fylgjast með netsölunni: Efnismiðlun Góða hirðisins. Framkvæmdir fyrir lítinn pening Núverandi markaður Efnismiðlunar er staðsettur á endurvinnslu- stöðinni við Sævarhöfða. Margir hafa getað nýtt sér efnivið til framkvæmda sem kemur í Efnismiðlunina. Stefnt er að því að opna annað útibú af Efnis- miðluninni á endurvinnslu- stöðinni við Breiðhellu í vor. Vísindamenn hafa þróað nýtt „ofurensím“ sem getur brotið niður plast til endurvinnslu á nokkrum dögum. Vonast er til að með frekari þróun geti slík ensím nýst til öflugrar endur- vinnslu og þannig dregið úr plastmengun og plastfram- leiðslu. Vísindamönnum við háskólann í Portsmouth á Englandi hefur tek- ist að búa til nýtt „ofurensím“ sem getur brotið niður plast allt að sex sinnum hraðar en gamla ensímið þeirra. Vísindamennirnir höfðu áður þróað plastétandi ensím sem kallast PETase og blönduðu því svo saman við annað ensím sem flýtti verulega fyrir ferlinu, samkvæmt fréttatilkynningu háskólans sem send var út síðasta haust. Þetta nýja ensím gæti komið að miklu gagni við að endurvinna þá gerð af plasti sem er notuð í einnota drykkjarflöskur, teppi og föt. Þetta plast er mörg hundruð ár að brotna niður í umhverfinu en PETase brýtur það niður á nokkrum dögum. John McGeehan, einn af aðal- höfundum rannsóknarinnar, sagði í samtali við fréttastofu CNN að þetta væri risastórt skref í átt að því að nota ensím til að endur- vinna plast og minnka plastmeng- un. Hann sagði að það hefði raunar komið vísindamönnunum töluvert á óvart að þetta hefði virkað svona vel, en lagði áherslu á að ferlið væri enn alltof hægt að til að vera til- búið til að fara á markað. En vísindamennirnir hafa fengið fjármagn til að sinna frekar rann- sóknum og eru að reyna að finna leiðir til að fá ensímin til að virka Ensím gætu bylt plastendurvinnslu Plastmengun er risavaxið og sístækkandi vandamál en vísindamenn vonast til að geta bylt endur- vinnslu þess með nýjum ens- ímum. FRÉTTA- BLAÐIÐ/GETTY enn hraðar. Ef þeim tekst að þróa nógu hratt ferli gæti það þýtt að hægt verði að hætta að framleiða nýtt plast með jarðefnaeldsneyti og endurnýta þess í stað það plast sem er til staðar. Það gæti sparað gríðarlega orku. „Ofurensímið“ er byggt á ensím- unum PETase og MHETase. Þegar þeim er blandað saman brjóta þau plastið niður tvöfalt hraðar en PETase gerir eitt síns liðs, en þegar ensímin voru tengd saman varð ferlið svo þrefalt hraðara. Ensímin eru bæði fengin frá bakteríum sem höfðu þróað getu til að melta plast og voru uppgötvaðar á ruslahaug í Japan árið 2016. Fleiri lausnir í sjónmáli Plastmengun er ein alvarlegasta umhverfisváin og hún er sífellt að aukast. Það er engin ein lausn sem getur leyst vandann en metnaðar- full endurvinnsla getur minnkað hana verulega. Í apríl á síðasta ári tilkynnti franska fyrirtækið Carbios rann- sókn á sínu eigin plastétandi ens- ími, sem er verið að prófa í verk- smiðju fyrir utan borgina Lyon. Fyrirtækið segir að ensímið geti endurunnið 90 prósent af plastúr- gangi innan 10 klukkustunda og í framhaldi af rannsókninni gerðust stórfyrirtæki eins og PepsiCo og Nestlé meðeigendur í fyrirtækinu. Ensímið var uppgötvað í laufmoltu en hita þarf það í yfir 70 gráður til að það virki á meðan þetta nýja „ofurensím“ virkar við stofuhita. McGeehan segir að með því að blanda saman ólíkum aðferðum sé hægt að flýta fyrir þróuninni á þessari tækni og þannig væri mögulega hægt að hefja endurvinnslu á þennan hátt innan tveggja ára. Aðrar mögulegar lausnir eru smávaxnir vaxormar sem geta borðað ýmsar gerðir af plasti og mjölormar, en þrjú til fjögur þúsund mjölormar geta brotið niður einn frauðplastbolla á um það bil viku. Ens- ímin eru bæði fengin frá bakteríum sem höfðu þróað getu til að melta plast. 4 kynningarblað 13. mars 2021 LAUGARDAGURNYTJAHLUTIR OG ENDURVINNSLA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.