Fréttablaðið - 20.03.2021, Page 20

Fréttablaðið - 20.03.2021, Page 20
Þetta hefur verið þaulrætt í Belgíu í tæpa tvo áratugi án árang- urs. Tom Boudeweel, íþróttafrétta- maður í Belgíu.HN O T S K Ó G U R g ra fí sk h ön nu n Auglýst er eftir umsóknum um árlega styrki úr Barnamenningarsjóði Íslands. Sjóðurinn er átaksverkefni til fimm ára, stofnaður í tilefni aldarafmælis fullveldisins á hátíðarfundi Alþingis 18. júlí 2018. Hlutverk sjóðsins er að styðja fjölbreytta starfsemi á sviði barnamenningar með áherslu á sköpun, listir og virka þátttöku barna í menningarlífi. Verkefni sem stuðla að lýðræðislegri virkni barna í samfélaginu eða taka mið af inntaki Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna hafa sérstakt vægi. Áhersla er lögð á samstarf tveggja aðila eða fleiri, svo sem menningarstofnana, skóla, listafólks og félagasamtaka og er hvatt til þess að samstarfsverkefni séu unnin í samstarfi ólíkra aðila, t.d. að stofnanir leiti samstarfs við skapandi einstaklinga fremur en við aðrar stofnanir. Umsóknarfrestur rennur út 7. apríl 2021 kl. 15.00. Upplýsingar og umsóknargögn er að finna á barnamenningarsjodur.is. Umsóknum og lokaskýrslum skal skila á rafrænu formi. Rannís, Borgartúni 30, 105 Reykjavík Sími 515 5800, barnamenningarsjodur@rannis.is Styrkir úr Barnamenningarsjóði Umsóknarfrestur er til 7. apríl kl. 15.00 FÓTBOLTI Tom Boudeweel, f jöl- miðlamaður frá Belgíu, segir að þrátt fyrir að hugmynd um þessa sameiginlega deildarkeppni Belgíu og Hollands í knattspyrnu karla sé komin vel á veg séu enn margar hindranir í veginum sem þarf að yfirstíga áður en hún getur orðið að veruleika. „Þetta hefur verið þaulrætt í Belgíu í tæpa tvo áratugi án árangurs. Það er engin tilviljun að þessi umræða sé á lofti núna. Club Brugge sem er í ákveðnum sérflokki í Belgíu eins og sakir standa er með langtíma mark- mið um að komast nær stærstu félögum Evrópu. Félagið skráði sig á hlutabréfamarkað á dögunum og góður árangur liðsins í Meistara- deildinni undanfarin ár hefur gert það að verkum að félagið er á öðrum stað fjárhagslega en önnur lið hér- lendis. Fyrir vikið lögðu þeir fram þessa tillögu sem var samþykkt af félögunum í tveimur efstu deildun- um,“ segir Tom en lætur þess getið að ekki séu allir á þessu máli. „Það er ekki samstaða um þetta hjá félögunum í landinu. Ég held að það sé alveg klárt að deildarkeppni án sterkustu liða landsins mun ekki skapa jafn mikla spennu. Þá verður að líta til þess að lið á frönskumæl- andi svæðum hafa bent á að þau eigi meiri samleið með frönskum liðum en hollenskum.“ segir Tom og bætir við: „Stuðningsmannahópar hafa bent á að með þessu væri gengið gegn sögu félaganna. Einhverjir nágrannaslagir myndu til dæmis mögulega heyra sögunni til. Þar að auki myndi þetta leiða til aukinna ferðalaga stuðningsmanna.“ Hollenski umboðsmaðurinn Guyon Philips, sem Fréttablaðið ræddi við, telur að það verði afar erfitt að sannfæra hollensku félögin um að setja deildina á laggirnar en það sé ekki útilokað. Fjárhagslega geti þetta reynst félögum vel. „Þessi deildarkeppni mun ekki verða að veruleika fyrr en í fyrsta lagi árið 2024 eins og staðan er núna. Fyrirkomulag deildanna er mismunandi í Belgíu og Hollandi og það þarf að komast að samkomu- lagi um hvaða leið verði farin í þeim efnum. Þá er stór munur að í Belgíu geta félög sem eru ekki atvinnu- mannafélög farið upp á milli deilda í neðri deildum á meðan það þarf fyrr að gera félög að atvinnu- mannafélögum í Hollandi. Það er meiri spenna fyrir þessu í Belgíu eins og sakir standa og ég finn fyrir meiri efasemdum í hollensku knatt- spyrnusamfélagi,“ segir Philips um stöðu mála hvað viðræðurnar varðar. Guy tekur undir að fjárhagsleg hlið samkomulagsins hafi ákveðið aðdráttaraf l. „Það er alveg rétt að fjárhagslegur ábati af þessu getur orðið töluverður og ég held að það sé langt síðan félög í þessum löndum stóðu jafn illa fjárhagslega vegna kórónaveirufaraldursins. Það er aldrei að vita hvað gerist þegar félögin sjá hvað þau geta fengið út úr þessu fjárhagslega. Það er samt sem áður mín tillaga núna að íhalds- semin fái að ráða ríkjum í Hollandi og það verði ekki samþykkt að fara þessa leið þar í landi.“ Stór hluti ástæðunnar fyrir því að belgísk félög eru spennt fyrir sam- eiginlegri deild er fjárhagslegur. Fjármálafyrirtækið Deloitte telur að þessi deild gæti skilað markaðs- og sjónvarpstekjum upp á 476 millj- ónir evra á ári. Það er ekki nálægt því sem fimm sterkustu deildirnar skila félögunum þar en minnkar bilið þó umtalsvert. Gangi þessar hugmyndir upp yrði þessi deild lík- lega sjötta sterkasta deildarkeppni í Evrópu og myndi færa belgísk og hollensk lið nær því að verða aftur samkeppnishæf í Evrópukeppnum félagsliða. Þörfin fyrir stofnun BeNe Liga er ekki síst sprottin út frá þeirri staðreynd að belgísk og hollensk félög hafa ekki riðið feitum hesti frá Evrópukeppnum félagsliða líkt og félögin gerðu á níunda áratug síðustu aldar og framan af þeim tíunda. Undanfarna áratugi hafa lið úr sterkustu deildarkeppnum Evrópu, Englandi, Frakklandi, Ítalíu, Spáni og Þýskalandi, verið allsráðandi í keppnum innan UEFA. Sautján ár eru liðin síðan félag utan Englands, Ítalíu, Spánar og Þýskalands vann Meistaradeild Evrópu. Staðan er aðeins öðruvísi í Evr- ópudeildinni en þar er Ajax þó eina liðið utan fimm sterkustu deildanna sem hefur komist í úrslit keppninnar síðustu fimm tíma- bilin. Tíu ár eru liðin frá því að lið utan fimm sterkustu deildanna vann Evrópudeildina síðast en á áratugunum fyrir aldamótin voru reglulega lið frá minni deildum í úrslitaleikjum Evrópukeppni félags- og meistaraliða. hjorvaro@frettabladid.is Hugmyndin er góð en mörg ljón í veginum Á dögunum samþykktu stærstu knattspyrnufélög Belgíu að fara í viðræður um stofnun sameiginlegrar deildarkeppni með sterkustu félagsliðum Hol- lands. Hugmyndin hefur verið rædd í þessum löndum síðustu tvo áratugina. Ajax vann Meistaradeild Evrópu árið 1995 og komst í undanúrslit í sömu keppni árið 2018. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY HANDBOLTI  Stelpurnar  okkar í handboltalandsliðinu töpuðu með sjö marka mun gegn Norður-Make- dóníu  í undankeppni HM 2021 í gær. Leiknum lauk með 24-17 sigri heimakvenna í Skopje þrátt fyrir frábæra byrjun íslenska liðsins. Þetta var fyrsti leikur kvenna- landsliðsins af þremur á þremur dögum í Skopje. Í dag mæta þær Grikklandi og ljúka riðlakeppninni gegn Litháen á morgun. Tvö efstu lið riðilsins fara í tuttugu liða umspil um miða á HM. Ísland lék frábærlega fyrsta kort- er leiksins og kom Steinunn Björns- dóttir Íslandi 7-2 yfir um miðbik fyrri hálf leiks. Steinunn meiddist í markinu en við það hrundi leikur íslenska liðsins og leiddu heima- konur í hálfleik. Ísland byrjaði seinni hálf leik- inn vel og náði forskotinu á ný, en eins og í þeim fyrri hrundi sóknar- leikurinn síðasta korterið. Með því náðu heimakonur 10-2 kaf la sem innsiglaði sigurinn. Á seinustu fimmtán mínútum fyrri- og seinni hálf leiks breytt- ist leikurinn með nítján mörkum Norður-Makedóníu gegn þremur mörkum íslenska liðsins . – kpt  Kaflaskipt í tapi í Skopje Stelpunum tókst ekki að fylgja eftir góðri byrjun í Skopje í gær. MYND/HSÍ FRÉTTIR, FÓLK & MENNING á Hringbraut 2 0 . M A R S 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R18 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.