Fréttablaðið - 20.03.2021, Page 34

Fréttablaðið - 20.03.2021, Page 34
Nýjasta áhugamál Arnaldar Pálmasonar er að klippa hár fjöl- skyldumeðlima sinna og vina. Heimsókn á tyrknesku rakara- stofurnar í Berlín kveiktu áhuga hans. Arnaldur Pálmason er tæplega sextán ára dellukarl að eigin sögn en nýjasta áhugamálið hans er að klippa hár karlkyns fjölskyldu- meðlima sinna og vina. „Ég bjó ásamt hluta fjölskyldu minnar í Berlín í Þýskalandi síðasta vetur og þar kviknaði áhugi minn þegar ég fór í klippingu á tyrknesku rakarastofunum í borginni. Þegar heimsfaraldurinn skall á og ég, eins og flestir aðrir, komst ekki í klippingu fór ég að skoða You- Tube-myndbönd um klippingar og smátt og smátt kviknaði áhuginn á að klippa eigið hár og annarra. Þegar ég varð fimmtán ára fékk ég í afmælisgjöf frá foreldrum mínum rakaravél ásamt helstu tækjum og tólum sem þarf til að klippa hár. Ég byrjaði á því að klippa bræður mína, pabba minn og líka sjálfan mig en ég vil sérstaklega þakka litla bróður mínum fyrir að vera einhvers konar tilraunadýr hjá mér en fyrsta klippingin var ekki beint upp á marga fiska.“ Hann segist lengi hafa verið dellukarl en á undanförnum árum hefur hann meðal annars Geggjuð tilfinning að gefa ferska klippingu Góðir vinir Arnaldar koma oft í klippingu til hans og ganga fínir út. „Ég byrjaði á því að klippa bræður mína, pabba minn og líka sjálfan mig en ég vil sérstaklega þakka litla bróður mínum fyrir að vera einhvers konar tilraunadýr hjá mér en fyrsta klippingin var ekki beint upp á marga fiska,“ segir Arnaldur Pálmason. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI Arnaldur fékk helstu tæki og tól í afmælisgjöf frá foreldrum sínum. fengið brennandi áhuga á jafn ólíkum hlutum og bílum, körfu- bolta, brauðgerð og pítsubakstri, og matargerð. „Ég sé reglulega um eldamennskuna heima fyrir og elda til dæmis stundum rétti úr þekktum kvikmyndum og ýmis- legt tengt ítalskri matargerð.“ Geggjað að breyta fólki Í dag er Arnaldur búsettur á höfuð- borgarsvæðinu. Hann byrjar í menntaskóla næsta haust og spilar körfubolta með Val. „Ég sé hiklaust fyrir mér að halda áfram að klippa fólk næstu árin. Það veitir bæði útrás fyrir sköpunarþörfina og svo fæ ég stundum umbun fyrir. Um þessar mundir er ég helst að klippa hár karlanna í fjölskyldunni auk þess sem ég held uppi þjónustu fyrir félaga mína. Góðir vinir mínir koma oft í klippingu og ég fæ stundum greitt, til dæmis í páskaeggjum, kvöldmat eða bara í peningum. Það er auðvitað fínt að fá eitthvað til baka en það er fyrst og fremst geggjuð tilfinning að breyta einhverjum og gefa honum ferska klippingu.“ Ætlar að njóta lífsins Næsta sumar er óráðið eins og staðan er í dag en Arnaldur gerir fastlega ráð fyrir að halda áfram að klippa fjölskyldumeðlimi og vini sína, ásamt ýmsu öðru. „Í sumar ætla ég bara að reyna mitt besta til að njóta lífsins, spila körfubolta og reyna að græða einhvern pening. Ef heimsfaraldurinn verður í lág- marki sé ég fyrir mér að ferðast aftur til Berlínar og þá ætla ég pottþétt að fá mér gott kebab og skella mér í klippingu á einhverri rakarastofunni.“ Ég sé hiklaust fyrir mér að halda áfram að klippa fólk næstu árin. Það veitir bæði útrás fyrir sköp- unarþörfina og svo fæ ég stundum umbun fyrir. Arnaldur Pálmason Mest selda liðbætiefni á Íslandi EYMSLI, STIRÐLEIKI EÐA BRAK Í LIÐUM? 2-3ja mánaða skammtur íhverju glasi 4 kynningarblað A L LT 20. mars 2021 LAUGARDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.