Fréttablaðið - 20.03.2021, Side 68

Fréttablaðið - 20.03.2021, Side 68
Þetta hefur verið mark-miðið síðan ég byrjaði að tefla. Ég ætlaði alltaf að verða stórmeistari. Það munaði mjög litlu fyrir sex árum, einu sandkorni eða svo. Fyrir vikið þurfti ég að sýna þolinmæði og halda áfram, sumir vilja meina að ég sé þrjóskur,“ segir Guðmundur Kjartansson, nýjasti stórmeistari Íslands í skák. Guðmundur komst í fimmtán manna hóp íslenskra stórmeistara um síðustu helgi með því að vinna aðra skák sína í einvígi við Hjörvar Stein Grétarsson stórmeistara í undanúrslitum Íslandsbikarsins. Guðmundur fékk ekki mikinn tíma til að fagna þessum tímamótum en daginn eftir var bráðabani þar sem Hjörvar hafði betur. Guðmundur gat þó huggað sig við stórmeistara- titilinn. „Maður er enn þá að meðtaka þetta. Ég vissi að það myndi lík- legast duga að vinna eina skák gegn Hjörvari en var lítið að spá í þetta og vissi í raun ekki að mér myndi duga sigur í seinni skákinni. Um kvöldið fékk ég staðfestingu, 27 árum eftir að þetta fór á markmiða- listann, að þetta væri í höfn. Ég er samt ekki kominn á topp fjallsins. Að mínu mati er ég kominn á syllu en stefnan er sett enn hærra. Þessi nafnbót ætti að færa mér boð á sterkari mót og möguleikann á að einblína meira á skákina.“ Undanfarin ár hefur Guð- mundur oft verið nálægt stór- meistaratitlinum. „Fyrir sex árum er ég hárs- breidd frá þessu. Það vantaði 0,1 ELO-stig til að ná stórmeistaratitl- inum. Þá tapa ég fyrir einum af bestu skák- mönnum heims og við tekur slæmt gengi. Það reyndist ekki í síðasta skiptið sem ég var hárs- br eidd f r á þ e s s u m áfanga. Ég fann það á mér að þetta myndi koma einn daginn, en var farinn að klikka fulloft á síðustu hindruninni. Síðasta haust tef ldi ég við Helga Áss Grétarsson stórmeist- ara, þar sem sigur hefði dugað mér til að verða stórmeistari. Ég var með allt í mínu horni þegar skammt var eftir, en klúðraði því. Það er í raun ótrúlegt að í skákinni gegn ÞESSI NAFNBÓT ÆTTI AÐ FÆRA MÉR BOÐ Á STERK- ARI MÓT OG MÖGU- LEIKANN Á AÐ EINBLÍNA MEIRA Á SKÁKINA. Er ekki kominn á topp fjallsins Fimmtándi og nýjasti stórmeistari Íslands í skák, Guð- mundur Kjartansson, þurfti að sýna þolin- mæði og þrautseigju, enda liðu rúm ellefu ár frá fyrsta stór- meistaraáfanganum að stórmeistaratitl- inum. Átta mánaða dvöl við að tefla í Suður-Ameríku hafði mikil áhrif á líf hans og segist hann hafa upplifað ómetanlega tíma á ferðalögum sínum. MÍN UPPLIFUN ER AÐ ÞETTA SÉ KEPPNISGREIN OG ÍÞRÓTT SEM REYNIR BÆÐI Á LÍKAMLEGA OG ANDLEGA. Í SKÁK ÞARFTU AÐ HALDA EINBEITINGU, EF ÞÚ MISSIR FÓKUS Í EINA SEKÚNDU GETURÐU MISST LEIKINN ÚR HÖNDUM ÞÉR. Kristinn Páll Teitsson kristinnpall@frettabladid.is Hjörvari gerði ég mistök í byrjun en vann samt skákina,“ segir Guð- mundur, sem fór fögrum orðum um keppinauta sína. „Ég hef mikið unnið með Helga frá því að hann kom aftur árið 2018. Hann vildi hjálpa mér í þessu og ég er mjög þakklátur honum, rétt eins og öðrum sem hafa komið að þessu ferli, eins og Hannesi Hlíf- ari og Hjörvari Steini.“ Skák er íþrótt Guðmundur hefur tef lt fyrir hönd Taf lfélags Reykjavíkur frá sex ára aldri og fór snemma að skara fram úr. Eftir menntaskóla tók hann sér eins árs frí til þess að einbeita sér að skákinni og náði í kjöl- farið fyrsta stórmeistaraáfang- anum árið 2009. Hann hætti síðar í háskólanámi sínu til að elta stórmeistaratitilinn. Guð- mundur segist rekja skák- áhugann til eldri bróður síns sem kynnti íþrótt- ina fyrir honum. „Ólafur, eldri bróðir minn, kynnti mér íþrótt- ina og kenndi mér mann- ganginn. Hann kom mér í Skákskóla Íslands þar sem ég lærði meðal annars af Helga Ólafssyni stór- meistara. Ólafur borgaði það með launum sem hann fékk með því að bera út blöð, þannig að hann á stóran hlut í þessu. Svo eiga fjölskylda og vinir stóran þátt í þessu ferli og ég er sérstaklega þakk látur foreldrum mínum sem hafa alltaf stutt við bakið á mér.“ Um árabil hefur verið deilt um hvort skák sé íþrótt, en hún reynir helst á hugann. „Fyrir mér er skák alveg klárlega íþrótt, sama hvað aðrir segja,“ segir Guðmundur hlæjandi. „Mín upp- lifun er að þetta sé keppnisgrein og íþrótt sem reynir bæði á líkamlega og andlega. Í skák þarftu að halda einbeitingu, ef þú missir fókus í eina sekúndu geturðu misst leik- inn úr höndum þér. Fyrir vikið hef ég reynt að leggja áherslu á andlegu hliðina og hugleiðslu. Það er mikil- vægt að geta hreinsað hugann og vera í góðu andlegu jafnvægi. Ég hef iðkað Sahaja Yoga-hugleiðslu undanfarin sex ár og hún hefur hjálpað mér gríðarlega.“ Átta mánuðir í Suður-Ameríku Eftir að hafa hætt í háskólanámi ferðaðist Guðmundur víða í von um að ná markmiði sínu. Átta mánaða dvöl í Suður-Ameríku reyndist eftirminnileg. „Árið 2012 hætti ég í námi og fer til Suður-Ameríku að tefla. Það var ótrúleg lífsreynsla og tímabil sem hefur haft mikil áhrif á mitt líf. Fyrsta ferðin var átta mánuðir en ferðirnar eru orðnar f leiri. Lengst af dvaldi ég í Ekvador en fór oft að tef la í næstu löndum.“ Guðmundur hefur oft tef lt í borgum sem hafa hættu- legan stimpil á sér, á borð við Medellín í Kólumbíu. Undirrituðum lék forvitni á að vita hvort Guðmund- ur hefði lent í háska- legum aðstæðum, en hann segir kynni sín af heimamönnum yfir- leitt hafa komið í veg fyrir slíkt. „Maður sér ýmis- legt í fréttum og hefur ákveðna hugmynd um þessi svæði, en ég lærði það að hvert sem maður fer kynnist maður yfirleitt yndis- legu fólki. Það eru hættur þar, eins og alls staðar annars staðar en ég var yfirleitt í góðum höndum og reyndi um leið að sýna skynsemi. Auðvitað komu upp aðstæður þar sem maður vissi að hættan væri ekkert endilega langt undan, í hættulegum hverfum þar sem slæmir hlutir hafa gerst, en ég slapp vel.“ Á sama tíma hefur Guðmundi tekist að sjá marga fallega staði í Karíbahafinu. „Það er oft hægt að skipuleggja frídaga í kringum mótin. Eftir mót í El Salvador nýtti ég tækifærið til að fara í stutt frí og skoðaði meðal annars kóralrifið í Blue Hole í Belís. Það er ein af eftirminnilegustu minningunum frá öllum þessum ferðalögum.“ Spurður hvort hann eigi sér uppá- haldsskák segir Guðmundur þær vera nokkrar. „Það eru nokkrar skákir sem eru minnisstæðar. Árið 2009 á alþjóð- legu móti í Skotlandi vann ég tvo indverska stórmeistara í röð og náði fyrsta stórmeistaraáfanganum, það var eitt skemmtilegasta mót sem ég hef tekið þátt í, en ég var þar með vini mínum Aroni Inga og hressum hópi skoskra vina, sem ég tel að hafi átt þátt í árangrinum. Svo er ofar- lega á lista skák í El Salvador árið 2014, gegn einum sterkasta skák- manni Suður-Ameríku og þegar ég fór fyrir Íslands hönd á Evrópu- og Ólympíumótum,“ segir Guðmund- ur, sem hefur einnig lent í skringi- legum aðstæðum. „Það var í móti í Indlandi, ég er í miðri skák og tek þá eftir tveimur öpum að slást fyrir utan gluggann, svona tvo metra í burtu. Þar missti ég einbeitinguna og skákina úr höndum mínum, en heimamenn kipptu sér ekkert upp við þetta.“ Ómetanleg reynsla og þekking Það er óhætt að segja að Guðmund- ur hafi fengið að kynnast ýmsu á ferðalögum sínum í tengslum við stórmeistaratitilinn. „Ég held að þetta hafi skilað heil- miklu. Um leið og ég hef fengið að kynnast ótrúlegu fólki hef ég fengið að sjá heiminn. Það er algjörlega ómetanlegt.“ Honum hefur tekist að bæta tungumálakunnáttuna á ferða- lögum sínum, meðal annars í rúss- nesku, spænsku og portúgölsku og vinnur í dag sem túlkur. „Á ferðalögunum í Suður-Amer- íku tókst mér að læra spænsku og einhverja portúgölsku. Svo nýtti ég ferðir í rússneskar skákbúðir í St. Pétursborg til að læra rússnesku. Frí- tímann reyni ég að nýta til þess. Ég fékk þennan tungu- málaáhuga fyrir nokkrum árum, en var áður ekkert framúrskarandi í þeim málum í skóla.“ Auk þess kennir Guð- mundur ungum krökkum skák í afrekshóp Taf lfélags Reykjavíkur. „Ég er mjög heppinn í starfi þar sem ég fæ að vinna með skemmtilegum hópi. Þau fengu mig til að lofa því að ég myndi baka köku ef ég yrði stórmeistari. Ég er meira í elda- mennsku en bakstri en við göldrum eitt- hvað fram,“ segir Guð- mundur kankvís. Guðmundur hefur iðkað hugleiðsu síðustu ár sem hjálpar honum að hreinsa hugann milli skáka. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 2 0 . M A R S 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R30 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.