Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.03.2021, Qupperneq 85

Fréttablaðið - 20.03.2021, Qupperneq 85
Lestu nánar á midflokkurinn.is Gleymum ekki hinum stóru málunum Frjálslyndi Frjálslyndi og önnur grunngildi samfélagsins eiga undir högg að sækja. Tjáningarfrelsi og opin skoðanaskipti hafa farið halloka fyrir nýjum rétttrúnaði þar sem yfirborðsmennska og ímyndarsköpun ráða för. Miðflokkurinn telur að frjáls tjáning og opin skoðanaskipti séu forsenda framfara. Við erum óhrædd við að fara gegn hóphugsun stjórnmálanna og berjast fyrir því sem við teljum að þurfi að breyta en verja það sem hefur reynst vel. Öryggi Það er frumskylda ríkisvaldsins að vernda öryggi borgaranna. Miðflokkurinn hefur beitt sér fyrir því að lögregla og landamæraeftirlit fái úrræði og fjármagn til að beita sér gegn skipulagðri glæpastarfsemi og að gerðar verði ráðstafanir til að bregðast við skýrslu Ríkislögreglustjóra um stóraukin umsvif afbrotahópa á Íslandi. Liðsmönnum erlendra glæpagengja á að vísa úr landi. Eldri borgarar Árið 2014 var eldri borgurum veitt fyrirheit um að þegar búið væri að endurreisa efnahagslíf landsins fengju þeir að njóta þess í bættum kjörum. Endurreisnin náðist hraðar og betur en flestir bjuggust við en eldri borgarar bíða enn og búa við ósanngjarnar skerðingar sem draga úr vilja til að spara og vinna. Miðflokkurinn hefur frá upphafi lagt áherslu á að staðið verði við fyrirheitin við eldri borgara. Ísland allt Miðflokkurinn berst fyrir stórtækustu áætlun sem kynnt hefur verið til að efla byggðir landsins alls. Þar helst allt í hendur, heilbrigðismál, menntun og önnur þjónusta ríkisins, samgöngur, skattalegir hvatar, atvinnuuppbygging, orkumál, fjarskipti og annað sem varðar daglegt líf fólks. Grunnhugmyndin er sú að allir landsmenn eigi rétt á sömu þjónustu og lífsgæðum óháð búsetu. Með heildaráætluninni „Ísland allt“ verjum við byggðir landsins og aukum værðmætasköpun samfélaginu öllu til hagsbóta. Baráttan við báknið Báknið vex stjórnlaust og kerfisvæðingin eykst. Afleiðingin er sú að það verður sífellt erfiðara að stofna eða reka lítil fyrirtæki og skapa ný verðmæti. Lítil fyrirtæki þurfa að ráða sérfræðinga til að fást við kerfið. Fólk þarf svo að borga hærri skatta til að standa undir stækkandi bákni. Miðflokkurinn berst fyrir því að minnka báknið, lækka álögur á almenning og einfalda lífið. Verjum fullveldið Nú þarf að verja fullveldið. Fullveldi Íslands hefur skilað samfélaginu gífurlegum árangri. Á síðustu árum hefur það reynst ómetanlegt við að leysa gríðarstór mál á borð við Icesave og uppgjör bankanna sem gjörbreytti efnahagsstöðu landsins. Í bóluefnamálum hefði beiting fullveldis skipt sköpum. Miðflokkurinn stendur vörð um fullveldið og gegn aukinni ásælni ESB til áhrifa m.a. í orkumálum. Samgöngubætur um allt land, ekki Borgarlínu Þörfin fyrir samgöngubætur er knýjandi bæði á landsbyggðinni og höfuðborgarsvæðinu. Í stað þess að forgangsraða rétt setur ríkisstjórnin 50 milljarða í Borgarlínu sem mun svo valda eilífðarútgjöldum fyrir ríkissjóð og er til þess fallin að þrengja að annarri umferð og ýta burt Reykjavíkurflugvelli. Fjármálakerfið Stóru aðgerðirnar sem fylgdu uppgjöri föllnu bankanna og endurreisn efnahagslífsins árið 2015 hafa enn ekki verið kláraðar. Mikilvægur liður í að hámarka ávinning samfélagsins var að byggt yrði upp sterkt og heilbrigt fjármálakerfi á Íslandi til að þjónusta almenning og fyrirtæki á góðum kjörum. Miðflokkurinn lagði fram heildaráætlun um fjármálakerfið og lífeyrissjóðina. Málefni hælisleitenda Málefni hælisleitenda eru í ólestri á Íslandi og áform stjórnvalda munu gera okkur enn erfiðara að aðstoða sem flesta þeirra sem þurfa mest á hjálp að halda. Hlutfallslega eru hælisumsóknir nú orðnar sexfalt fleiri en í Noregi og Danmörku. Miðflokkurinn vill nýta reynslu annarra Norðurlanda og skynsamlega stefnu danskra jafnaðarmanna. Atvinnulíf Íslenskt atvinnulíf hefur verið vanrækt. Landbúnaður var lentur í verulegum vanda áður en faraldurinn hófst. Iðnaður býr við viðvarandi óvissu. Ferðaþjónustufyrirtæki eiga mörg á hættu að verða sett á brunaútsölu og nýsköpunarfyrirtæki og annar minni rekstur mætir íþyngjandi regluverki sem er sniðið að stórfyrirtækjum. Miðflokkurinn hefur kynnt róttækar lausnir fyrir atvinnulífið. Það sem við segjumst ætla að gera gerum við - vertu í okkar liði, vertu með í Miðflokknum Vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins hefur umræða um mörg stærstu viðfangsefni stjórnmálanna verið í lamasessi í meira en ár. Þó voru þau orðin aðkallandi löngu áður en faraldurinn hófst. Forðum frekara tjóni. Vanrækjum ekki hin stóru málin. Þetta snýst allt um heimilin Allt snýst þetta um að verja heimilin og bæta hag þeirra. Við stórtækar aðgerðir á borð við skuldaleiðréttinguna og uppgjör föllnu bankana var markmiðið alltaf að verja og bæta kjör alls almennings. Það sama á við um baráttu Miðflokksins nú. Hún miðar öll að því að nýta tækifæri samfélagsins og tryggja að ávinningurinn skili sér á sanngjarnan hátt til allra landsmanna. miðflokkurinn_StóruMálin_10x38_20210308_END.indd 1 19/03/2021 10:35:57
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.