Fréttablaðið - 20.03.2021, Blaðsíða 90

Fréttablaðið - 20.03.2021, Blaðsíða 90
Lífið í vikunni 14.03.21- 20.03.21 VIÐFANGSEFNI MYNDARINNAR HLJÓMAR MJÖG ÁTAKANLEGT, SEM ÞAÐ ER, EN MYNDIN ER SVO FALLEG. ÞETTA ER MYND UM SORG, EN SORGIN GETUR SAMT VERIÐ SVO FALLEG. AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@torg.is, ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Auður Húnfjörð audur@frettabladid.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@frettabladid.is , Reynir Elís Þorvaldsson reynir@frettabladid.is, Örn Geirsson orn@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5078: Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, TÍMAMÓTA- OG ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is Styður við bakið á þér! Sealy er annar stærsti dýnuframleiðandi í heimi og hefur verið starfandi í 140 ár. Holtagörðum, Reykjavík Smáratorgi, Kópavogi Dalsbraut 1, Akureyri Skeiði 1, Ísafirði Amerískir dagar Sealy WASHINGTON heilsurúm með classic botni Virkilega vönduð dýna og hentar fólki á öllum aldri. Washington heilsudýnan er með einstaklega vönduðu tvöföldu pokagormakerfi, kantstyrkingum og vandaðri og þægilegri yfir- dýnu Gormakerfinu er skipt upp eftir svæðum þannig að það er með meiri stuðning þar sem við erum þyngri eins og öxlum og mjöðmum. Lítil sem engin hreyfing finnst milli rekkjunauta. Yfirdýnan (topperinn) er samsett úr fjórum lögum og þar á meðal er gel lag (gel infused memory foam) sem lagast algjör- lega að líkamanum og heldur honum í réttri stellingu alla nóttina. Áklæðið utan um dýnuna er silki og bómullarblanda sem andar einstaklega vel sem og gefur extra mýkt. Millistíf dýna. Val um svart eða hvítt PU leður eða grátt áklæði á Classic botni. 20% AFSLÁTTUR Amerískir DAGAR Verðdæmi: 160 x 200 cm m/Classic botni – Fullt verð: 264.900 kr. Aðeins 211.920 kr. Verðdæmi: 180 x 200 cm m/Classic botni – Fullt verð: 279.900 kr. Aðeins 223.920 kr. HEFUR FARIÐ NÍU SINNUM Á EUROVISION FÁSES er Félag áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Ritari félagsins, Laufey Helga, hefur mikla trú á lagi Daða, 10 years og vonast til að komast á keppnina í Rotterdam í ár. Hún hefur farið á keppnina níu sinnum áður. LINDA MYNDAÐI KEILI Árið 2017 byrjaði hönnuðurinn Linda Guðrún Karlsdóttir að mynda Keili. Þegar hún hugðist loks selja verkin fór allt að nötra og nú njóta myndir Lindu þess að allra augu hvíla á Keili. Hún segir því fjallið sjálft hafa nokkurn veginn séð um auglýsingaher- ferðina fyrir sig. ÞURFTI AÐ FLÝJA LOS ANGELES Lára Elíasdóttir er flutt aftur heim til Íslands eftir ellefu ár í Los Angeles. Hún upplifði mikla hræðslu meðan á óeirðum stóð í borginni. Hún hefur samið lög fyrir aðra síðustu árin og stórstjörnur á borð við Christinu Aguilera og Demi Lovato hafa sýnt lögunum áhuga. Hún stjórnar karókí-kvöldum á Miami alla fimmtudaga. VIRKJAÐI KRAFTINN Dögg Mósesdóttir var í fæð- ingarorlofi þegar hún ákvað að gera heimildarmynd um heima- fæðingar. Hún virkjaði kraftinn sem oft er sagt að konur finni eftir fæðingu og byrjaði á verki sem leiddi hana í ó væntar áttir. Það tók átta ár að ljúka við gerð myndarinnar Aftur heim? Fegurðin í sorginni fundin með tónlist Heimildarmyndin Er ást, eftir Kristínu A ndreu Þórðar-dóttur, fjallar um á s t a r s a m b a n d listafólksins Hel- enu Jónsdóttur og Þorvaldar Þor- steinssonar og hvernig Helena tekst á við lífið og listsköpunina eftir frá- fall Þorvaldar árið 2013. Myndin var frumsýnd á Skjaldborgarhátíðinni í Bíó Paradís síðasta haust þar sem hún hlaut Einarinn, áhorfenda- verðlaun hátíðarinnar. Almennar sýningar myndarinnar hefjast í dag og standa yfir næstu daga. Gerð myndarinnar stóð yfir í fimm ár og fékk Kristín Andrea Úlf Eldjárn til að semja tónlistina við myndina. „Ég hef gert aðeins af kvikmynda- tónlist. Þetta var mjög fallegt og skemmtilegt verkefni. Ég er á fullu að hvetja fólk sem þorir að fara í bíó að fara á þessa mynd. Hún kemur einhvern veginn fallega við hjartað í manni,“ segir Úlfur. Var mörgum innblástur Hann segir myndina einstaka og einlæga. „Viðfangsef ni my ndar innar hljómar mjög átakanlegt, sem það er, en myndin er svo falleg. Þetta er mynd um sorg, en sorgin getur samt verið svo falleg. Myndin er í raun ekki heimildarmynd um hann, né hana beinlínis. Hún fjallar um hvað gerist eftir að hann deyr. Eyðan sem hann skilur eftir sig og hvernig Hel- ena tekst á við það. Þetta hljómar kannski frekar þungt, en að mörgu leyti er þetta mjög inspírerandi mynd og það var það sem ég upp- lifði þegar ég var að semja tónlist- ina,“ segir hann. Úlfur kynntist Þorvaldi lítillega þar sem þeir unnu verkefni saman. „Hann hefur síðan þá verið á ákveðnum stalli í mínum huga. Það sama má segja um marga vini mína og konuna mína. Það voru margir sem lærðu hjá honum og það er oft talað um að hann hafi haft áhrif á marga, svona á bak við tjöldin. Myndin fjallar um þeirra samband, þau voru listamenn af lífi og sál.“ Með skarpa sýn Úlfur segir að Kristín Andrea hafi verið með skarpa sýn á það hvernig tónlistin ætti að vera. „Henni var annt um þetta verk- efni. Hún er vinkona Helenu og í raun þeirra beggja. Fyrir henni var þetta því mjög persónulegt og við- kvæmt mál. Þetta var mjög merki- legt ferli þar sem við höfðum mjög stuttan tíma, eins og kemur oft fyrir. Ég hafði innan við mánuð, sem er frekar lítið. Á móti kemur að hún var með mjög skýra sýn á það sem hún vildi.“ Sýnin var sú að tónlistinni væri ekki ætlað að gefa of dramatískan eða væminn undirtón. „Það er merkileg stúdía í því. Þegar við vorum komin af stað þá föttuðum við að það varð samt ein- hvern veginn stundum að leyfa sér að fara smá í þann gír. Eða allavega tilfinningarnar, fyrst að hún var að opna sig svona fyrir myndavélinni. Stundum þarf maður bara að fara þangað. En við vorum frekar að gera það í þeim tilgangi að sjá fegurðina í sorginni og vonina. Enda fjallar myndin ekki síður um þá gleði, ást og hamingju sem þau áttu saman. Sorgin felur nefnilega í sér svo margar ólíkar tilfinningar,“ segir hann. Gagnvirk upplifun Undanfarið hefur Úlfur unnið að tónlist fyrir verkefnið Reykjavík GPS. „Það verk er í raun alltaf í gangi og virkar þannig að þú getur hlustað á það í snjallsímanum þínum. Þetta er tónverk sem breytist eftir því hvar þú ert staðsettur í miðbænum. Upp- lifunin á heiminum breytist mikið eftir því hvernig tónlist þú setur undir hana. Ég er að koma þessu út og vinn verkefnið með bróður mínum Halldóri, sem forritar. Hann hefur góða reynslu, þar sem hann er bæði forritari og tónlistarmaður,“ segir hann. Er ást fer í sýningu í dag í Bíó Para- dís og tónlistina úr myndinni er hægt að finna á Spotify. Gagnvirka tónlistarupplifun Úlfs og Halldórs er hægt að finna á rvkgps.com. steingerdur@frettabladid.is Heimildarmyndin Er ást er komin í sýningu, en hún fjallar um sam- band Helenu Jónsdóttur og Þorvaldar Þorsteinssonar og hvernig Helena tekst á við sorgina eftir fráfall Þorvaldar. Myndinni er leik- stýrt af Kristínu Andreu sem fékk Úlf Eldjárn til að semja tónlistina. Úlfur er jafnt og þétt að gefa út tónlist í tengslum við verkefnið Reykjavík GPS, sem hann vinnur að með bróður sínum Halldóri. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 2 0 . M A R S 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R52 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.