Rit Mógilsár - 2019, Page 26

Rit Mógilsár - 2019, Page 26
26 | F a g r á ð s t e f n a 2 0 1 9 Kolefnis- og vatnshringrás í asparskógi á framræstri mýri á Suðurlandi Brynhildur Bjarnadóttir1,2*, Guler Aslan Sungur2, Bjarni Diðrik Sigurðsson3, Bjarki Þór Kjartansson4, Hlynur Óskarsson3, Edda S. Oddsdóttir4, Gunnhildur E.G. Gunnarsdóttir5 og Andy Black2 1Háskólinn á Akureyri; 2Háskólinn í Bresku-Kólumbíu, Kanada; 3Landbúnaðarháskóli Íslands; 4Mógilsá, rannsóknasvið Skógræktarinnar; 5Landgræðslan *brynhildurb@unak.is Útdráttur Rannsóknarverkefnið MÝRVIÐUR stóð yfir á árunum 2014-2017 og hafði að markmiði að skoða kolefnisbúskap gróðursetts asparskógar á framræstu mýrlendi. Fylgst var með kolefnisflæði vistkerfisins í tvö ár og sýndu niðurstöður að kolefnisupptaka skógarins (GPP) var að jafnaði 47,2 t CO2/ha á ári en vistkerfisöndun hans var 21 t CO2/ha á ári. Það þýðir að kolefnisjöfnuður skógarins var jákvæður bæði árin í þeim skilningi að meiri binding en losun átti sér stað. Þetta kom á óvart þar sem fyrir fram var búist við að jöfnuður svæðisins yrði neikvæður, þ.e. að meiri losun en binding ætti sér stað í vistkerfinu. Kolefnisbindingin (NEE) samsvaraði 26,2 CO2/ha á ári. Til að geta lagt mat á heildarkolefnishringrás vistkerfisins fóru líka fram mælingar á flutningi lífræns efnis (TOC) sem yfirgaf vistkerfið með afrennslisvatni, en í framræstu landi er talið mikil- vægt að meta þann þátt. Á einu ári nam slíkur flutningur einungis sem samsvarar 142 kg CO2/ha, sem þýddi að hlutfallslega var tapið einungis um 0,5% af árlegri kolefnisbindingu (NEE). Mælingar á kolefnisforða trjánna í skóginum sýndu að þau voru í örum vexti. Að jafnaði bundu þau 22,1 t CO2/ha á ári 2015-2016. Það að sú tala var lægri en heildarkolefnisbindingin (að frádregnu TOC) þýðir að kolefnisbinding í skógarbotni og jarðvegi framræstu mýrarinnar var væntanlega um 3,9 t CO2/ha þrátt fyrir framræsluna. Mælingar á vatnshringrás svæðisins sýndu að heildarúrkoma árið 2015 nam 1.237 mm. Af því magni mældist raungufun frá skóginum vera um 821 mm eða um 66% af ársúrkomunni. Inngangur Umræðan um losun gróðurhúsalofttegunda vegna framræslu hér á landi hefur verið hávær síðustu misseri. Talsvert hefur verið rætt um skort á rannsóknum sem sýna raunverulegar og beinar mælingar á loftslagsáhrifum framræslu. Í rannsóknarverk- efninu MÝRVIÐI er unnið með tvenns konar landnýtingu, annars vegar framræslu á votlendi og hins vegar skógrækt í landi sem upphaflega var ræst fram til landbúnaðar. Framræsla lækkar grunnvatnsstöðu sem leiðir til þess að niðurbrot hefst með til- heyrandi losun á koltvísýringi út í andrúmsloftið. Skógrækt bindur á hinn bóginn kol- tvísýring og vinnur þannig gegn auknum styrk gróðurhúsalofttegunda í andrúmslofti. Hvor þátturinn skyldi vega þyngra? Þrátt fyrir að endurheimt votlendis sé fýsilegur kostur á framræstum svæðum sem ekki eru í nýtingu, þá eru aðstæður oft þannig að hækkun á vatnsstöðu getur verið annmörkum háð; t.d. á einstökum minni svæðum sem liggja innan stærri framræstra svæða sem ekki á að endurheimta. Við slíkar aðstæður getur skógrækt verið leið til að hafa áhrif á kolefnisjöfnuð. Á Íslandi finnast engar rannsóknir á samspili þessara tveggja tegunda landnýtingar en talsvert er til af rannsóknum á hvorri landnýtingaraðgerðinni fyrir sig. Ítarlegar

x

Rit Mógilsár

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.