Rit Mógilsár - 2019, Síða 26

Rit Mógilsár - 2019, Síða 26
26 | F a g r á ð s t e f n a 2 0 1 9 Kolefnis- og vatnshringrás í asparskógi á framræstri mýri á Suðurlandi Brynhildur Bjarnadóttir1,2*, Guler Aslan Sungur2, Bjarni Diðrik Sigurðsson3, Bjarki Þór Kjartansson4, Hlynur Óskarsson3, Edda S. Oddsdóttir4, Gunnhildur E.G. Gunnarsdóttir5 og Andy Black2 1Háskólinn á Akureyri; 2Háskólinn í Bresku-Kólumbíu, Kanada; 3Landbúnaðarháskóli Íslands; 4Mógilsá, rannsóknasvið Skógræktarinnar; 5Landgræðslan *brynhildurb@unak.is Útdráttur Rannsóknarverkefnið MÝRVIÐUR stóð yfir á árunum 2014-2017 og hafði að markmiði að skoða kolefnisbúskap gróðursetts asparskógar á framræstu mýrlendi. Fylgst var með kolefnisflæði vistkerfisins í tvö ár og sýndu niðurstöður að kolefnisupptaka skógarins (GPP) var að jafnaði 47,2 t CO2/ha á ári en vistkerfisöndun hans var 21 t CO2/ha á ári. Það þýðir að kolefnisjöfnuður skógarins var jákvæður bæði árin í þeim skilningi að meiri binding en losun átti sér stað. Þetta kom á óvart þar sem fyrir fram var búist við að jöfnuður svæðisins yrði neikvæður, þ.e. að meiri losun en binding ætti sér stað í vistkerfinu. Kolefnisbindingin (NEE) samsvaraði 26,2 CO2/ha á ári. Til að geta lagt mat á heildarkolefnishringrás vistkerfisins fóru líka fram mælingar á flutningi lífræns efnis (TOC) sem yfirgaf vistkerfið með afrennslisvatni, en í framræstu landi er talið mikil- vægt að meta þann þátt. Á einu ári nam slíkur flutningur einungis sem samsvarar 142 kg CO2/ha, sem þýddi að hlutfallslega var tapið einungis um 0,5% af árlegri kolefnisbindingu (NEE). Mælingar á kolefnisforða trjánna í skóginum sýndu að þau voru í örum vexti. Að jafnaði bundu þau 22,1 t CO2/ha á ári 2015-2016. Það að sú tala var lægri en heildarkolefnisbindingin (að frádregnu TOC) þýðir að kolefnisbinding í skógarbotni og jarðvegi framræstu mýrarinnar var væntanlega um 3,9 t CO2/ha þrátt fyrir framræsluna. Mælingar á vatnshringrás svæðisins sýndu að heildarúrkoma árið 2015 nam 1.237 mm. Af því magni mældist raungufun frá skóginum vera um 821 mm eða um 66% af ársúrkomunni. Inngangur Umræðan um losun gróðurhúsalofttegunda vegna framræslu hér á landi hefur verið hávær síðustu misseri. Talsvert hefur verið rætt um skort á rannsóknum sem sýna raunverulegar og beinar mælingar á loftslagsáhrifum framræslu. Í rannsóknarverk- efninu MÝRVIÐI er unnið með tvenns konar landnýtingu, annars vegar framræslu á votlendi og hins vegar skógrækt í landi sem upphaflega var ræst fram til landbúnaðar. Framræsla lækkar grunnvatnsstöðu sem leiðir til þess að niðurbrot hefst með til- heyrandi losun á koltvísýringi út í andrúmsloftið. Skógrækt bindur á hinn bóginn kol- tvísýring og vinnur þannig gegn auknum styrk gróðurhúsalofttegunda í andrúmslofti. Hvor þátturinn skyldi vega þyngra? Þrátt fyrir að endurheimt votlendis sé fýsilegur kostur á framræstum svæðum sem ekki eru í nýtingu, þá eru aðstæður oft þannig að hækkun á vatnsstöðu getur verið annmörkum háð; t.d. á einstökum minni svæðum sem liggja innan stærri framræstra svæða sem ekki á að endurheimta. Við slíkar aðstæður getur skógrækt verið leið til að hafa áhrif á kolefnisjöfnuð. Á Íslandi finnast engar rannsóknir á samspili þessara tveggja tegunda landnýtingar en talsvert er til af rannsóknum á hvorri landnýtingaraðgerðinni fyrir sig. Ítarlegar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Rit Mógilsár

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.