Rit Mógilsár - 2019, Side 54

Rit Mógilsár - 2019, Side 54
54 | F a g r á ð s t e f n a 2 0 1 9 Átak í loftslagsmálum – Hraðfjölgun efnilegra asparklóna Halldór Sverrisson Mógilsá, rannsóknasvið Skógræktarinnar halldors@skogur.is Útdráttur Ríkisstjórn Íslands hefur ákveðið í aðgerðaáætlun sinni í loftslagsmálum 2018-2030 (1) að skóg- rækt skuli gegna stóru hlutverki í að binda koltvíoxíð úr andrúmslofti. Í því augnamiði hefur auknu fjármagni verið heitið til skógræktar. Skógræktin hefur brugðist við með áætlun um stór- aukna útplöntum í nýskógrækt. Alaskaösp er hraðvaxnasta tegundin í íslenskri skógrækt og því ákjósanleg til þess að binda kolefni á fljótvirkan hátt. Svo vill til að unnið hefur verið að kynbótum á henni um áratuga skeið, þar sem ein megináherslan er á hraðan vöxt. Nú hafa verið valdir 26 klónar, nær allir úr klónasafni í Hrosshaga í Biskupstungum sem plantað var í á árunum 2009 til 2012. Við valið var stuðst við frammistöðu trjánna í klónasafninu og tilraun í Hrosshaga. Þessum klónum verður fjölgað með hraðfjölgun grænna græðlinga í gróðurhúsum á Mógilsá og Tumastöðum vor og sumar 2019. Inngangur Trjákynbætur eru frekar á tíma og mannafla. Þeim fylgir því mikill kostnaður. Ávinningurinn getur hins vegar verið mikill þegar vel tekst til. Það kynbótaverkefni sem hér um ræðir hófst árið 2002, en áður hafði nokkuð verið fengist við ræktun fræaspa af fræi frá Akureyri, Mógilsá og Hvolsvelli. Stýrðar víxlanir hófust svo á Mógilsá árið 1989 og voru aftur gerðar þar 1995. Árin 2002, 2004 og 2006 voru svo enn gerðar víxlanir á Mógilsá og afkvæmum úr þeim plantað í tilraunir víða um land. Flestir þeirra klóna sem nú er ákveðið að fjölga með hraðfjölgun voru valdir úr þeim tilraunum þegar þær voru 4-6 ára gamlar. Vorið 2016 voru valdir klónar í græðlingabeð á Tumastöðum. Þeim var fækkað niður í átta þegar í ljós kom að ryðmótstaða 1. mynd. Klónasafnið í Hrosshaga seint í september 2017. Stutt er í asparskóg þar sem ryð er algengt. (Mynd: Hlynur Gauti Sigurðsson)

x

Rit Mógilsár

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.