Rit Mógilsár - 2019, Qupperneq 61

Rit Mógilsár - 2019, Qupperneq 61
R i t M ó g i l s á r | 61 Líf og vöxtur aspargræðlinga Jóhanna Bergrúnar Ólafsdóttir1*, Úlfur Óskarsson2 og Hreinn Óskarsson3 1Mógilsá, rannsóknasvið Skógræktarinnar, 2Landbúnaðarháskóli Íslands, 3Skógræktin *johanna@skogur.is Útdráttur Verkefnið sem hér er kynnt fjallar um val á aðferðum og plöntuefni við nýræktun asparskóga. Verkefnið hefur að leiðarljósi að finna ódýrar og hraðvirkar leiðir til að koma upp asparskógi á ólíkum landgerðum. Landgerðir voru mólendi, áreyrar og gamlar lúpínubreiður. Auk landgerða voru þættir eins og jarðvinnsla, áburðargjöf, klónar og græðlingagerðir teknir til skoðunar. Fjórir tilraunaliðir voru settir upp; 1) mismunandi jarðvinnsluaðferðir í lúpínubreiðum til að bæta samkeppnisstöðu græð- linga, 2) tímasetning áburðargjafar á græðlinga, 3) samanburður á beinni stungu græðlinga í fjórum lengdum og 4) að kanna samspil niturbúskapar misstórra græð- linga og skógarplantna við rótarmyndun og vöxt. Asparklónarnir Forkur og Haukur voru prófaðir í tilraunaliðum 1-3 en eingöngu Haukur í fjórða lið. Helstu niðurstöður eru: Í jarðvinnslutilraun var lifun marktækt betri í jarðtættum rásum (81%-84%) en í öðrum jarðvinnslumeðferðum (0%-29%). Í áburðartilraun höfðu áburðarmeðferðir ekki áhrif á lifun. Í þeirri tilraun var lifun betri á áreyrum (94,6%) en í mólendi (52,5%), og í mólendi var marktækur munur á milli klóna, þar sem Forkur lifði betur (62%) en Haukur (42%). Í tilraun með mismunandi græðlingalengdir höfðu landgerðir áhrif; í mólendi og á áreyrum var lifun eins metra langra drumba marktækt verri en annarra græðlingalengda en í lúpínubreiðu voru mestu afföllin hjá 20 cm löngum græðlingum. Sprotavöxtur af eins metra drumbum var hins vegar meiri en af smærri græðlingum í öllum landgerðum. Marktækur munur var á hæðarvexti klóna í mólendi og í lúpínubreiðum. Forkur óx almennt betur í mólendi, en Haukur í lúpínu- breiðum. Í tilraun með misstóra græðlinga og skógarplöntur uxu græðlingar um tvö- til þrefalt betur en skógarplöntur. Jákvæð fylgni var á milli græðlingastærðar og fjölda vaxtarsprota sem upp komu á öðru vaxtarári og jákvætt samband var á milli upphaf- legs niturinnihalds plöntuefnis og lengdar vaxtarsprota á fyrsta vaxtarári. Þessar niðurstöður munu nýtast við val á hentugum græðlingagerðum og aðferðum við ræktun asparskóga í mismunandi landgerðum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Rit Mógilsár

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.