Rit Mógilsár - 2019, Side 78

Rit Mógilsár - 2019, Side 78
78 | F a g r á ð s t e f n a 2 0 1 9 Hlutverk gulvíðis og loðvíðis í frumframvindu gróðurvistkerfa Vigdís Freyja Helmutsdóttir1*, Kristín Svavarsdóttir2 & Þóra Ellen Þórhallsdóttir1 1Háskóli Íslands; 2Landgræðslan *vigdisfh@gmail.com Útdráttur Íslenska flóran er tiltölulega fátæk af trjám og runnum. Fjórir runnar teljast til víði- ættkvíslarinnar og eru stórvöxnu tegundirnar tvær, gulvíðir (Salix phylicifolia) og loðvíðir (S. lanata), taldar lykilplöntur í íslenskum vistkerfum. Til dæmis hafa þær áhrif á nærloftslag með skjólmyndun og snjósöfnun, auk þess sem lauffall og sambýli við jarðvegsörverur, m.a. svepprótarsveppi, stuðlar að frjóum jarðvegi. Víða um land hefur mátt greina aukna útbreiðslu víðis undanfarin ár. Það hefur verið tengt við breytta landnýtingu, einkum minnkandi sauðfjárbeit, en einnig hlýnandi loftslag. Markmið þessa verkefnis verður að skoða hlutverk gulvíðis og loðvíðis í þróun vist- kerfa snemma í frumframvindu. Til þess er Skeiðarársandur kjörið rannsóknarsvæði og mun verkefnið bæta við þær rannsóknir sem þar eru í gangi á landnámi birkis (Betula pubescens). Sú tilgáta að víðir skapi hagstæð skilyrði fyrir birki, mögulega gegnum svepprótartengsl, verður einnig prófuð. Metin verður fylgni útbreiðslu, þekju og stærðar tegundanna við umhverfisþætti, eins og landhæð, halla og átt, grófleika undirlags, auk þekju mosa og æðplantna, þ.m.t. birkis. Á loftmyndum teknum í hárri upplausn af Skeiðarársandi sumarið 2016, er hægt að greina og kortleggja víðitegundirnar tvær. Afgirt girðingarhólf má svo nota til að meta áhrif beitarfriðunar. Niðurstöðurnar munu m.a. nýtast við beitarstjórnun og skipulagningu landgræðslu- aðgerða, sérstaklega þar sem áhersla á notkun innlendra uppgræðslutegunda er að aukast. Lykilorð: Víðir, birki, gróðurframvinda, Skeiðarársandur

x

Rit Mógilsár

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.