Rit Mógilsár - 2019, Blaðsíða 78

Rit Mógilsár - 2019, Blaðsíða 78
78 | F a g r á ð s t e f n a 2 0 1 9 Hlutverk gulvíðis og loðvíðis í frumframvindu gróðurvistkerfa Vigdís Freyja Helmutsdóttir1*, Kristín Svavarsdóttir2 & Þóra Ellen Þórhallsdóttir1 1Háskóli Íslands; 2Landgræðslan *vigdisfh@gmail.com Útdráttur Íslenska flóran er tiltölulega fátæk af trjám og runnum. Fjórir runnar teljast til víði- ættkvíslarinnar og eru stórvöxnu tegundirnar tvær, gulvíðir (Salix phylicifolia) og loðvíðir (S. lanata), taldar lykilplöntur í íslenskum vistkerfum. Til dæmis hafa þær áhrif á nærloftslag með skjólmyndun og snjósöfnun, auk þess sem lauffall og sambýli við jarðvegsörverur, m.a. svepprótarsveppi, stuðlar að frjóum jarðvegi. Víða um land hefur mátt greina aukna útbreiðslu víðis undanfarin ár. Það hefur verið tengt við breytta landnýtingu, einkum minnkandi sauðfjárbeit, en einnig hlýnandi loftslag. Markmið þessa verkefnis verður að skoða hlutverk gulvíðis og loðvíðis í þróun vist- kerfa snemma í frumframvindu. Til þess er Skeiðarársandur kjörið rannsóknarsvæði og mun verkefnið bæta við þær rannsóknir sem þar eru í gangi á landnámi birkis (Betula pubescens). Sú tilgáta að víðir skapi hagstæð skilyrði fyrir birki, mögulega gegnum svepprótartengsl, verður einnig prófuð. Metin verður fylgni útbreiðslu, þekju og stærðar tegundanna við umhverfisþætti, eins og landhæð, halla og átt, grófleika undirlags, auk þekju mosa og æðplantna, þ.m.t. birkis. Á loftmyndum teknum í hárri upplausn af Skeiðarársandi sumarið 2016, er hægt að greina og kortleggja víðitegundirnar tvær. Afgirt girðingarhólf má svo nota til að meta áhrif beitarfriðunar. Niðurstöðurnar munu m.a. nýtast við beitarstjórnun og skipulagningu landgræðslu- aðgerða, sérstaklega þar sem áhersla á notkun innlendra uppgræðslutegunda er að aukast. Lykilorð: Víðir, birki, gróðurframvinda, Skeiðarársandur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Rit Mógilsár

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.