Hinsegin dagar í Reykjavík - Aug 2020, Page 82

Hinsegin dagar í Reykjavík - Aug 2020, Page 82
ÖRVIÐTAL Nafn, fornafn, aldur Ástrós Erla, hún, 29 ára. Hvenær fórstu fyrst í gleðigöngu? Það var í raun ekki fyrr en ég stofnaði Hinsegin Ladies Night í byrjun árs 2019 að ég tengdist hinsegin samfélaginu almennilega hér á Íslandi og byrjaði að vera þátttakandi í hinsegin málefnum og þar af leiðandi gleðigöngunni. Hefur þú farið í gleðigöngu annars staðar en á Íslandi? Já, í Barcelona og Madrid 2018. Það var í rauninni alveg óplanað, við löbbuðum nokkurn veginn inn á pride í Barcelona í fríi sem ég var í. Síðar í ferðinni tókum við ákvörðun að keyra upp til Madrid og þá var pride að byrja þar. Hver er þín uppáhaldsminning tengd Gleðigöngunni og hvaða ár var það? Að taka þátt í gleðigöngunni í fyrra er mín fyrsta og besta minning. Þetta var í raun mikil skyndiákvörðun þar sem við fengum margar óskir um að koma fram sem hópur á Hinsegin Ladies Night viðburðinum sem við héldum á Hinsegin dögum í fyrra en það var 3–4 dögum fyrir gönguna. Ég ákvað að gera mitt besta og allavega reyna að koma okkur inn í gönguna, sem jú gekk allt eins og í sögu. Hvers vegna gengur þú? Til að vekja athygli á málefnum hinsegin fólks. Sýnileiki og umræður eru aðalatriði að mínu mati. Gleðigangan er einn stór og mikilvægur partur í að koma þessum fallega og fjölbreytta hópi á framfæri svo allir geti lifað við sömu kjör og lífsgæði. Eftirtaldir ráðherrar styðja Hinsegin daga 2020: Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra Hýrar þakkir fyrir stuðninginn!

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.